Krefur ríkið um 225 milljónir króna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. apríl 2024 20:06 Styrmir Þór Bragason starfar nú sem framkvæmdastjóri Vals. Valur Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka var sýknaður í héraðsdómi Reykjavíkur í Exeter-málinu svokallaða en dómnum var snúið við í Hæstarétti Íslands árið 2013. Hann krefst nú að ríkið greiði honum 225 milljónir króna í fjártjóns- og miskabætur fyrir að hafa misst hæfi til að gegna forstjórastöðu sinni ásamt því að sæta eins árs fangelsisvist. Gísli Guðni Hall, lögmaður Styrmis, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir málið enn vera á gagnaöflunarstigi en að fyrirtaka verði á miðvikudaginn. Ekki sé búið að ákveða hvenær málflutningur fari fram. „Það er enginn ágreiningur um skaðabótaskylduna. Hún er viðurkennd af ríkinu. Ríkið hefur ekki sett fram neina fjárhæð þannig þetta er spurning um fjárhæð bóta,“ segir Guðni og segist telja líklegt að málið verði flutt einhvern tímann fyrir lok árs. „Tjónið er augljóslega verulegt þar sem sakfellingin leiddi til þess að hann missti hæfið til að gegna starfinu sem hann gegndi. Ekki bara það, hann sat inni líka. Þetta er bara mjög stórt skaðabótamál,“ bætir hann við. Umboðssvik ómöguleg án umboðs Málið má rekja aftur til október 2008 í miðju hruninu. Sparisjóðurinn Byr lánaði Exeter Holdings ehf. 800 milljón krónur til að Exeter gæti keypt hlutabréf í Byr af Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Byrs og Ragnari Z. Guðjónssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Bréfin vildu mennirnir losa sig við þar sem þeim var ljóst að þau væru í raun verðlaus. Styrmir Þór Bragason var ákærður fyrir hlutdeild í málinu og var sakaður um að hafa tekið þátt í skipulagningu lánveitinganna. Hann var á þeim tíma forstjóri MP banka sem hafði lánað fé til hlutabréfakaupanna. Ragnar og Jón Þorsteinn voru báðir dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Þeir voru sagðir ekki hafa gætt að hagsmunum bankans við lánveitinguna. MP banki lánaði félaginu 800 milljónir svo það gæti keypt bréf í Byr. Styrmir var sýknaður í héraðsdómi á þeim forsendum að hann gæti ekki framið umboðssvik þar sem hann hefði ekki gegnt stöðu innan Byrs. Málinu vísað frá fyrir slysni Árið 2013 sneri Hæstiréttur dómnum við og var hann dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Styrmir var þá forstjóri Straums-Burðarás, nú hluti af Kviku banka. Fjártjónsbótakrafan byggir á forstjóralaununum sem hann varð af vegna sakfellingarinnar. Árið 2019 tók Mannréttindadómstóll Evrópu málið fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að Styrmir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í Hæstarétti. Styrmir óskaði þá eftir endurupptöku á málinu og féllst endurupptökudómur á ósk hans árið 2021. Fyrir mistök var málinu vísað frá árið 2022 þar sem málið var sent beint til Hæstaréttar en ekki Landsréttar. Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Styrmir þakkar fjölskyldu sinni stuðninginn og tileinkar sigurinn börnunum sínum Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 17. júlí 2019 08:40 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Gísli Guðni Hall, lögmaður Styrmis, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir málið enn vera á gagnaöflunarstigi en að fyrirtaka verði á miðvikudaginn. Ekki sé búið að ákveða hvenær málflutningur fari fram. „Það er enginn ágreiningur um skaðabótaskylduna. Hún er viðurkennd af ríkinu. Ríkið hefur ekki sett fram neina fjárhæð þannig þetta er spurning um fjárhæð bóta,“ segir Guðni og segist telja líklegt að málið verði flutt einhvern tímann fyrir lok árs. „Tjónið er augljóslega verulegt þar sem sakfellingin leiddi til þess að hann missti hæfið til að gegna starfinu sem hann gegndi. Ekki bara það, hann sat inni líka. Þetta er bara mjög stórt skaðabótamál,“ bætir hann við. Umboðssvik ómöguleg án umboðs Málið má rekja aftur til október 2008 í miðju hruninu. Sparisjóðurinn Byr lánaði Exeter Holdings ehf. 800 milljón krónur til að Exeter gæti keypt hlutabréf í Byr af Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Byrs og Ragnari Z. Guðjónssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Bréfin vildu mennirnir losa sig við þar sem þeim var ljóst að þau væru í raun verðlaus. Styrmir Þór Bragason var ákærður fyrir hlutdeild í málinu og var sakaður um að hafa tekið þátt í skipulagningu lánveitinganna. Hann var á þeim tíma forstjóri MP banka sem hafði lánað fé til hlutabréfakaupanna. Ragnar og Jón Þorsteinn voru báðir dæmdir í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir umboðssvik. Þeir voru sagðir ekki hafa gætt að hagsmunum bankans við lánveitinguna. MP banki lánaði félaginu 800 milljónir svo það gæti keypt bréf í Byr. Styrmir var sýknaður í héraðsdómi á þeim forsendum að hann gæti ekki framið umboðssvik þar sem hann hefði ekki gegnt stöðu innan Byrs. Málinu vísað frá fyrir slysni Árið 2013 sneri Hæstiréttur dómnum við og var hann dæmdur til eins árs fangelsisvistar. Styrmir var þá forstjóri Straums-Burðarás, nú hluti af Kviku banka. Fjártjónsbótakrafan byggir á forstjóralaununum sem hann varð af vegna sakfellingarinnar. Árið 2019 tók Mannréttindadómstóll Evrópu málið fyrir og komst að þeirri niðurstöðu að Styrmir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í Hæstarétti. Styrmir óskaði þá eftir endurupptöku á málinu og féllst endurupptökudómur á ósk hans árið 2021. Fyrir mistök var málinu vísað frá árið 2022 þar sem málið var sent beint til Hæstaréttar en ekki Landsréttar.
Dómsmál Hrunið Tengdar fréttir Styrmir þakkar fjölskyldu sinni stuðninginn og tileinkar sigurinn börnunum sínum Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 17. júlí 2019 08:40 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Styrmir þakkar fjölskyldu sinni stuðninginn og tileinkar sigurinn börnunum sínum Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í gær að íslenska ríkið hafi gerst brotlegt gagnvart þeim Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP Banka og fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Húsasmiðjunni, Júlíusi Þór Sigurþórssyni. 17. júlí 2019 08:40