Damir um spjaldaglaða dómara: „Algjört kjaftæði“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. apríl 2024 21:43 Ívar Orri Kristjánsson gaf átta gul spjöld í kvöld Vísir/Anton Brink Breiðablik vann FH 2-0 á Kópavogsvelli í kvöld. Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, taldi sig ekki hafa verið heppinn að hafa sloppið við að hafa fengið dæmda á sig vítaspyrnu í leiknum. „Það var virkilega sterkt að byrja mótið á sigri. Þetta var ekkert frábær frammistaða hjá okkur en í byrjun móts skiptir máli að vinna og byrja vel,“ sagði Damir í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik var 1-0 yfir í hálfleik og Damir var nokkuð ánægður með fyrri hálfleikinn og taldi Blika vera óheppna að hafa ekki verið 2-0 yfir þar sem Kristinn Steindórsson átti skot í stöngina. „Það var gott að vera yfir í hálfleik en við hefðum getað verið 2-0 yfir þar sem Kristinn átti skot í stöngina en þetta var fínasti leikur.“ FH-ingar voru allt annað en sáttir þegar að Damir tók niður Sigurð Bjart Hallsson inn í vítateig en samkvæmt Damir var boltinn á milli. „Boltinn var á milli og ég ætlaði að sparka í boltann og hann líka og við spörkuðum í hvorn annan. Þetta var 50-50 og hann hefði geta dæmt víti en gerði það ekki.“ Damir hrósaði Benjamin Stokke, leikmanni Breiðabliks, sem kom inn á og skoraði. „Hann er markaskorari og veit hvar hann á að vera þegar að boltinn dettur eins og sást í leiknum.“ Nýjar áherslur dómara hafa vakið gríðarlega athygli þar sem gulum spjöldum hefur fjölgað töluvert og Damir var ekki ánægður með þá breytingu.„Ég skal vera alveg hreinskilinn og mér finnst þetta vera algjört kjaftæði. Það má alveg sýna tilfinningar inn á fótboltavelli, hvort sem það sé að fórna höndum eða öskra á dómarana. Þeir hafa öskrað á okkur líka og ég veit ekki hvaða bull þetta er.“ „Það hefur enginn komið til okkar og sagt okkur frá þessu. Bara sleppa þessu bulli,“ sagði Damir að lokum ekki sáttur með breyttar áherslur dómara. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
„Það var virkilega sterkt að byrja mótið á sigri. Þetta var ekkert frábær frammistaða hjá okkur en í byrjun móts skiptir máli að vinna og byrja vel,“ sagði Damir í samtali við Vísi eftir leik. Breiðablik var 1-0 yfir í hálfleik og Damir var nokkuð ánægður með fyrri hálfleikinn og taldi Blika vera óheppna að hafa ekki verið 2-0 yfir þar sem Kristinn Steindórsson átti skot í stöngina. „Það var gott að vera yfir í hálfleik en við hefðum getað verið 2-0 yfir þar sem Kristinn átti skot í stöngina en þetta var fínasti leikur.“ FH-ingar voru allt annað en sáttir þegar að Damir tók niður Sigurð Bjart Hallsson inn í vítateig en samkvæmt Damir var boltinn á milli. „Boltinn var á milli og ég ætlaði að sparka í boltann og hann líka og við spörkuðum í hvorn annan. Þetta var 50-50 og hann hefði geta dæmt víti en gerði það ekki.“ Damir hrósaði Benjamin Stokke, leikmanni Breiðabliks, sem kom inn á og skoraði. „Hann er markaskorari og veit hvar hann á að vera þegar að boltinn dettur eins og sást í leiknum.“ Nýjar áherslur dómara hafa vakið gríðarlega athygli þar sem gulum spjöldum hefur fjölgað töluvert og Damir var ekki ánægður með þá breytingu.„Ég skal vera alveg hreinskilinn og mér finnst þetta vera algjört kjaftæði. Það má alveg sýna tilfinningar inn á fótboltavelli, hvort sem það sé að fórna höndum eða öskra á dómarana. Þeir hafa öskrað á okkur líka og ég veit ekki hvaða bull þetta er.“ „Það hefur enginn komið til okkar og sagt okkur frá þessu. Bara sleppa þessu bulli,“ sagði Damir að lokum ekki sáttur með breyttar áherslur dómara.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum