„Held ég muni aldrei gleyma þessum leik“ Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 10:00 Glódís Perla í leik með Íslandi Vísir/Getty Einn leikur gegn Þýskalandi, frá árinu 2017, lifir fersku minni í huga íslenska landsliðsfyrirliðans í fótbolta Glódísi Perlu Viggósdóttur. Sögulegur leikur í stóra samhenginu. Í kvöld mun íslenska landsliðið í fótbolta reyna sækja úrslit á útivelli gegn sterku liði Þýskalands. Liðin mætast á Tivoli leikvanginum í Aachen í undankeppni EM kvenna 2025. Liðin eru bæði ósigruð í riðlakeppninni eftir sigur í fyrsta leik en ljóst er að við ramman reip verður að draga í kvöld. Þýskaland með eitt af betri liðum Evrópu og þá er árangur Íslands í leikjum gegn Þýskalandi í sögulegu samhengi ekki upp á marga fiska. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Ef vefsíða KSÍ er skoðuð er fljótt hægt að sjá að innbyrðis viðureignir Íslands og Þýskalands í kvennaboltanum eru átján talsins. Markatalan í þeim leikjum er 66-6 Þýskalandi í vil og sigurleikur Íslands aðeins einn af þessu átján. Sá leikur fór fram á BRITA-leikvanginum í Þýskalandi þann 20.október 2017 í undankeppni fyrir HM 2019. Lið Íslands var þá þjálfað af Frey Alexanderssyni og eru aðeins þrír af þáverandi leikmönnum liðsins í núverandi landsliðshópi. Ein þeirra er landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sem mun leiða lið Íslands inn á völlinn á Tivoli leikvanginum í kvöld þegar að Ísland og Þýskaland mætast í nítjánda sinn. Klippa: Leikur sem Glódís mun aldrei gleyma „Ég held að ég muni aldrei gleyma þessum leik,“ segir Glódís í samtali við Vísi aðspurð hvort hún muni eftir umræddum leik árið 2017 gegn Þýskalandi. „Þetta var ótrúlega góður dagur. Við mættum í þann leik gríðarlega vel undirbúnar, með hrikalega gott leikplan. Kannski ekki það sem búist er við af þjóðinni í dag. Það er mikið talað um að við eigum að spila flottan fótbolta, vera mikið með boltann og allt það. „Við vinnum þennan umrædda leik á því að pakka í vörn. Eyða tuttugu mínútum í löng innköst og beita skyndisóknum. Það eru ýmsar leiðir til þess að nálgast leiki. Þennan leik nálguðumst við á gríðarlega góðan hátt og náðum að sigra. Við nýttum færin okkar ótrúlega vel og það er held ég það sem var lykillinn að þessum sigri. Við þurfum að gera það sama núna á móti Þjóðverjum ef við ætlum okkur að vinna þennan leik.“ Liðið þarf að vera tilbúið til þess að þjást til þess að ná í góð úrslit? „Já. Þessi leikur mun krefjast mikillar vinnu. Mér fannst við sína það í fyrsta leik á móti Pólverjunum að við erum klárar í það. Það verður alveg jafn mikilvægt núna á móti Þjóðverjunum, ef ekki mikilvægara, að vinna einvígin inn á vellinum. Vinna fyrir hvor aðra. Því við viljum búa til yfirtölu í varnarleiknum líka.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Sjá meira
Í kvöld mun íslenska landsliðið í fótbolta reyna sækja úrslit á útivelli gegn sterku liði Þýskalands. Liðin mætast á Tivoli leikvanginum í Aachen í undankeppni EM kvenna 2025. Liðin eru bæði ósigruð í riðlakeppninni eftir sigur í fyrsta leik en ljóst er að við ramman reip verður að draga í kvöld. Þýskaland með eitt af betri liðum Evrópu og þá er árangur Íslands í leikjum gegn Þýskalandi í sögulegu samhengi ekki upp á marga fiska. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen. Ef vefsíða KSÍ er skoðuð er fljótt hægt að sjá að innbyrðis viðureignir Íslands og Þýskalands í kvennaboltanum eru átján talsins. Markatalan í þeim leikjum er 66-6 Þýskalandi í vil og sigurleikur Íslands aðeins einn af þessu átján. Sá leikur fór fram á BRITA-leikvanginum í Þýskalandi þann 20.október 2017 í undankeppni fyrir HM 2019. Lið Íslands var þá þjálfað af Frey Alexanderssyni og eru aðeins þrír af þáverandi leikmönnum liðsins í núverandi landsliðshópi. Ein þeirra er landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir sem mun leiða lið Íslands inn á völlinn á Tivoli leikvanginum í kvöld þegar að Ísland og Þýskaland mætast í nítjánda sinn. Klippa: Leikur sem Glódís mun aldrei gleyma „Ég held að ég muni aldrei gleyma þessum leik,“ segir Glódís í samtali við Vísi aðspurð hvort hún muni eftir umræddum leik árið 2017 gegn Þýskalandi. „Þetta var ótrúlega góður dagur. Við mættum í þann leik gríðarlega vel undirbúnar, með hrikalega gott leikplan. Kannski ekki það sem búist er við af þjóðinni í dag. Það er mikið talað um að við eigum að spila flottan fótbolta, vera mikið með boltann og allt það. „Við vinnum þennan umrædda leik á því að pakka í vörn. Eyða tuttugu mínútum í löng innköst og beita skyndisóknum. Það eru ýmsar leiðir til þess að nálgast leiki. Þennan leik nálguðumst við á gríðarlega góðan hátt og náðum að sigra. Við nýttum færin okkar ótrúlega vel og það er held ég það sem var lykillinn að þessum sigri. Við þurfum að gera það sama núna á móti Þjóðverjum ef við ætlum okkur að vinna þennan leik.“ Liðið þarf að vera tilbúið til þess að þjást til þess að ná í góð úrslit? „Já. Þessi leikur mun krefjast mikillar vinnu. Mér fannst við sína það í fyrsta leik á móti Pólverjunum að við erum klárar í það. Það verður alveg jafn mikilvægt núna á móti Þjóðverjunum, ef ekki mikilvægara, að vinna einvígin inn á vellinum. Vinna fyrir hvor aðra. Því við viljum búa til yfirtölu í varnarleiknum líka.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Sjá meira