Real Madrid vill spila „innanhúss“ á móti Man City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2024 11:00 Pep Guardiola og lærisveinar hans gætu spilað við nýjar aðstæður á Santiago Bernabeu í kvöld. Getty/Alberto Gardin/Angel Martinez Spænska félagið Real Madrid hefur sent inn beiðni til Knattspyrnusambands Evrópu um að fá að loka þakinu á Santiago Bernabeu leikvanginum þegar liðið mætir Manchester City í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin mætast í fyrri leik sínum í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.00 á íslenskum tíma og verður sýndur beint á Vodafone Sport stöðinni. Þetta verður þriðja árið í röð sem liðin mætast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og það lið sem hefur unnið í hinum viðureignum hefur farið alla leið og unnið titilinn. Manchester City sló Real Madrid út 5-1 samanlagt í fyrra og hefndi þar fyrir grátlegt tap árið á undan. Real Madrid er nýbúið að gera upp Santiago Bernabeu leikvanginn og meðal nýjunganna er að nú er hægt að loka þakinu á vellinum. Real Madrid want Santiago Bernabeu roof shut against Man City - sources https://t.co/WVZ78qKbW8— ESPN (@espnvipweb) April 9, 2024 ESPN hefur heimildir fyrir því að Real Madrid vilji einmitt loka þakinu fyrir City leikinn og spila því „innanhúss“ í þessum mikilvæga leik. Ekki er ástæðan þó að verja leikmenn og áhorfendur fyrir verði og vindum því spáin í Madrid í kvöld er heiðskírt og fimmtán gráðu hiti. Real Madrid vill aftur á móti auka lætin og stemmninguna með því að loka leikvanginum en hann tekur 85 þúsund manns í sæti eftir breytingarnar. UEFA mun taka endanlega ákvörðum um beiðni Real Madrid á tæknifundi fyrir leikinn en hann er haldinn klukkan 15.30 í dag. Dómari leiksins, Francois Letexier, mun koma að þeirri ákvörðun. Stóra reglan er að leikvangurinn verður að vera eins í lok leiks og þegar leikurinn byrjaði. Eina undantekningin ef vont veður þvingar fólk til að loka þaki á leikvangi. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Liðin mætast í fyrri leik sínum í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.00 á íslenskum tíma og verður sýndur beint á Vodafone Sport stöðinni. Þetta verður þriðja árið í röð sem liðin mætast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar og það lið sem hefur unnið í hinum viðureignum hefur farið alla leið og unnið titilinn. Manchester City sló Real Madrid út 5-1 samanlagt í fyrra og hefndi þar fyrir grátlegt tap árið á undan. Real Madrid er nýbúið að gera upp Santiago Bernabeu leikvanginn og meðal nýjunganna er að nú er hægt að loka þakinu á vellinum. Real Madrid want Santiago Bernabeu roof shut against Man City - sources https://t.co/WVZ78qKbW8— ESPN (@espnvipweb) April 9, 2024 ESPN hefur heimildir fyrir því að Real Madrid vilji einmitt loka þakinu fyrir City leikinn og spila því „innanhúss“ í þessum mikilvæga leik. Ekki er ástæðan þó að verja leikmenn og áhorfendur fyrir verði og vindum því spáin í Madrid í kvöld er heiðskírt og fimmtán gráðu hiti. Real Madrid vill aftur á móti auka lætin og stemmninguna með því að loka leikvanginum en hann tekur 85 þúsund manns í sæti eftir breytingarnar. UEFA mun taka endanlega ákvörðum um beiðni Real Madrid á tæknifundi fyrir leikinn en hann er haldinn klukkan 15.30 í dag. Dómari leiksins, Francois Letexier, mun koma að þeirri ákvörðun. Stóra reglan er að leikvangurinn verður að vera eins í lok leiks og þegar leikurinn byrjaði. Eina undantekningin ef vont veður þvingar fólk til að loka þaki á leikvangi.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira