Fótbolti

Árið sem Hildur festi sig í sessi

Aron Guðmundsson skrifar
Saga Hildar er athyglisverð og hefur hún komið inn af krafti á miðjuna hjá íslenska landsliðinu
Saga Hildar er athyglisverð og hefur hún komið inn af krafti á miðjuna hjá íslenska landsliðinu Vísir

Saga ís­lensku lands­liðs­konunnar í fót­bolta, Hildar Antons­dóttur, er ansi sér­stök hvað ís­lenska lands­liðið varðar. Á seinni helmingi síns ferils er Hildur, sem leikur með hollenska liðinu Fortuna Sittard, á síðasta árinu búin að festa sig í sessi fasta­maður í ís­lenska lands­liðinu.

Aron Guð­munds­son skrifar frá Aachen.

Hvað aldur og feril varðar er hin 28 ára gamla Hildur ein af reynslu­mestu leik­mönnum ís­lenska lands­liðsins um þessar mundir. Hún á leiki fyrir öll yngri lands­lið Ís­lands en ekki er ýkja langt síðan að hún vann sér inn fast sæti í liðinu og mun hún í kvöld spila sinn fjór­tánda A-lands­leik.

Hildur hafði að­eins spilað tvo A-lands­leiki, báðir komu þeir árið 2020, er Þor­steinn Hall­dórs­son, lands­liðs­þjálfari, á­kvað að kalla hana inn í lands­liðs­hópinn fyrir lands­liðs­verk­efni Ís­lands fyrir akkúrat ári síðan.

Klippa: Mjög mikill heiður og ó­trú­lega gaman

„Í fyrsta lagi er það bara mjög mikill heiður og ó­trú­lega gaman,“ segir Hildur um þá stað­reynd að hún sé nú loksins orðin fasta­maður í ís­lenska lands­liðinu á tuttugasta og níunda aldurs­ári. „Það er komið ár núna síðan að ég var kölluð inn í lands­liðið og ég er bara enn þá að njóta mín í botn. Mér finnst geð­veikt að mæta í alla leiki, nýt þess að spila. Ef maður nýtur þess að spila þá fylgir því góð frammi­staða.“

Fram­undan, seinna í dag, er leikur gegn sterku liði Þýska­lands á Tivoli leik­vanginum í Aachen í undan­keppni EM 2025 og lýst Hildi vel á þá viður­eign.

„Mjög vel. Það var gott að ná sigri og þremur stigum í síðasta leik. Við ætlum bara að reyna fylgja því eftir í þessum leik gegn Þýska­landi með svipaðri frammi­stöðu.“

Hvað þurfið þið að hafa helst í huga og hverju þurfi þið að ná fram í þessum leik til þess að sækja úr­slit?

„Í fyrsta lagi þurfum við að láta finna fyrir okkur. Mæta af fullum krafti í þennan leik, fara í ná­vígi. Ekki leyfa þeim að komast upp með að spila ein­hvern fínan fót­bolta. Ýta þeim að­eins neðar og halda í boltann þegar að við getum.“

Hvernig meturðu mögu­leikana. Eru þeir ekki alveg til staðar með það fyrir augum að geta strítt Þjóð­verjunum?

„Alveg hundrað prósent. Við förum bara inn í þennan leik til þess að vinna hann. Við höfum verið að skoða klippur af þessu þýska liðið og höfum náttúru­lega ný­lega spilað tvisvar sinnum við þær. Það var mikill munur á þeim leikjum hjá okkur. Við viljum bara halda á­fram að bæta okkar leik á móti þeim.“

Það hefur liðið nokkuð langt frá síðasta tap­leik ykkar. Maður myndi ætla að þið mæti bara fullar sjálfs­trausts í þetta verk­efni.

„Já það er staðan og úr­slitin úr síðustu leikjum hjálpa bara til með það. Við höldum bara á­fram að vinna með þau gildi sem við höfum verið að vinna með og þá ættum við alveg að eiga mögu­leika á því að sækja góð úr­slit á móti Þýska­landi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×