Þurfa að stöðva ógnarsterka liðsfélaga Glódísar Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 13:00 Íslenska landsliðið þarf frammistöðu úr efstu hillu til þess að klekkja á liði Þýskalands í undankeppni EM í kvöld. Klara Buhl og Lea Schuller, leikmenn Þýskalands og liðsfélagar Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen, búa yfir gæðum í heimsklassa Vísir/Samsett mynd Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður þýska liðsins Bayern Munchen, mun í kvöld mæta nokkrum af liðsfélögum sínum þegar að Þýskaland og Ísland mætast í undankeppni EM 2025 í fótbolta í Aachen í Þýskalandi. Tvær af þeim, sóknarleikmennirnir Lea Schuller og Klara Buhl, búa yfir gæðum sem koma þeim á lista yfir bestu leikmenn í heimi að mati Glódísar. Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikmenn íslenska landsliðsins munu þurfa að hitta á sinn dag til þess að standa í fullu tré við þýska liðið, eitt besta landslið í heimi, í kvöld. Einstaklingsgæðin sem þýska liðið hefur innan sinna raða eru mjög mikil. Þar innanborðs eru leikmenn sem geta tekið upp á því að vinna leiki á sínar eigin spýtur. Hin 26 ára gamla Lea Schuller hefur komið að tuttugu og tveimur mörkum á yfirstandandi tímabili fyrir Bayern Munchen og þýska landsliðið. Og akkúrat sömu sögu er að segja af hinni 23 ára gömlu Klöru Buhl en báðar leika þær með Bayern Munchen líkt og íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla. Klippa: Glódís þekkir tvær af helstu stjörnum Þjóðverja mjög vel. Ekki eru þetta einu vopn þýska liðsins en Glódís Perla hefur ekki tekið upp á því í aðdraganda leiksins að tala eitthvað sérstaklega um þessa tvo leikmenn við sína liðsfélaga í íslenska landsliðinu. „Nei ég hef svo sem ekki sagt neitt sérstaklega um þessa tvo leikmenn við stelpurnar. Við erum líka með mikið af gríðarlega góðum leikmönnum, góða varnarmenn. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því að þetta verði einhver ójöfn keppni þar á milli.“ En hverjir eru helstu styrkleikar þessara tveggja leikmanna, Leu og Klöru? „Klara er frábær í stöðunni einn á einn. Örugglega einn besti leikmaður í heimi í þeirri stöðu. Þá er hún kraftmikil, getur notað báðar fætur, skotið og gefið fyrir. Þá búa þær báðar yfir mikilli hlaupagetu. Lea er frábær í loftinu og er að mínu mati besti leikmaður í heimi í loftinu. Að sama skapi er hún orðin gríðarlega vinnusöm, hleypur mikið og hratt. Þetta eru þeirra helstu styrkleikar.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira
Aron Guðmundsson skrifar frá Aachen Leikmenn íslenska landsliðsins munu þurfa að hitta á sinn dag til þess að standa í fullu tré við þýska liðið, eitt besta landslið í heimi, í kvöld. Einstaklingsgæðin sem þýska liðið hefur innan sinna raða eru mjög mikil. Þar innanborðs eru leikmenn sem geta tekið upp á því að vinna leiki á sínar eigin spýtur. Hin 26 ára gamla Lea Schuller hefur komið að tuttugu og tveimur mörkum á yfirstandandi tímabili fyrir Bayern Munchen og þýska landsliðið. Og akkúrat sömu sögu er að segja af hinni 23 ára gömlu Klöru Buhl en báðar leika þær með Bayern Munchen líkt og íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla. Klippa: Glódís þekkir tvær af helstu stjörnum Þjóðverja mjög vel. Ekki eru þetta einu vopn þýska liðsins en Glódís Perla hefur ekki tekið upp á því í aðdraganda leiksins að tala eitthvað sérstaklega um þessa tvo leikmenn við sína liðsfélaga í íslenska landsliðinu. „Nei ég hef svo sem ekki sagt neitt sérstaklega um þessa tvo leikmenn við stelpurnar. Við erum líka með mikið af gríðarlega góðum leikmönnum, góða varnarmenn. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af því að þetta verði einhver ójöfn keppni þar á milli.“ En hverjir eru helstu styrkleikar þessara tveggja leikmanna, Leu og Klöru? „Klara er frábær í stöðunni einn á einn. Örugglega einn besti leikmaður í heimi í þeirri stöðu. Þá er hún kraftmikil, getur notað báðar fætur, skotið og gefið fyrir. Þá búa þær báðar yfir mikilli hlaupagetu. Lea er frábær í loftinu og er að mínu mati besti leikmaður í heimi í loftinu. Að sama skapi er hún orðin gríðarlega vinnusöm, hleypur mikið og hratt. Þetta eru þeirra helstu styrkleikar.“ Leikur Íslands og Þýskalands hefst klukkan tíu mínútur yfir fjögur og verður honum lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. Þá færum við ykkur brakandi fersk viðbrögð frá landsliðsþjálfaranum sem og leikmönnum Íslands fljótlega að leik loknum.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Sjá meira