Sérbýli að verða lúxusvara á fasteignamarkaði Lovísa Arnardóttir skrifar 9. apríl 2024 10:22 Páll Pálsson segir meira seljast af fasteignum í ár en í fyrra. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson segir enn að gæta svokallaðra Grindavíkuráhrifa á fasteignamarkaði. Fasteignasalar upplifa meiri læti núna en í fyrra. Sérbýli séu að vera lúxusvara. Aðeins voru byggð 34 sérbýli í fyrra á höfuðborgarsvæðinu. Páll ræddi fasteignamarkaðinn og framtíðarhorfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir tölur um fasteignakaup seinar að berast. Eignir séu til dæmis seldar í janúar en að þinglýsing komi ekki fyrr en í mars eða apríl. Rauntölur séu seinar að berast. Fyrstu tvo mánuði ársins hafi verið 1100 eignar sem seldust. Á sama tíma í fyrra hafi þær verið um 880. Enn fleiri eigi eftir að koma inn á markaðinn þegar uppkaup Þórkötlu klárast. Miklar hækkanir Hann segir að Húsnæði- og mannvirkjastofnun hafi sagt að í mars hafi verið 1.500 eignir á fasteignavef sem hafi verið teknar af vef. Það geti verið merki um að þær hafi verið seldar og sé helmingi meira en var í janúar. Þessar tölur hafi ekki verið birtar en það sé beðið eftir þeim. „Fasteignasalar eru að upplifa miklu meiri læti núna en við gerðum í fyrra,“ segir Páll en viðurkennir þó að síðasta ár hafi verið lélegt. Hann segir að markaðurinn hafi hækkað um tæp tvö prósent í febrúarmánuði og fjölbýli í kringum höfuðborgarsvæðið hafi hækkað um 6,7 prósent í febrúar. Bríet hafi keypt nýbyggingar fyrir Grindvíkinga en þeir 600 Grindvíkingar sem hafi óskað eftir því að Þórkatla fasteignafélag kaupi sig út eigi eftir að fara í þinglýsingu. Þannig það eigi enn eftir að fjölga sölunum. „Við erum að sjá aukna sölu og hækkanir á markaði á fasteignaverði,“ segir Páll og að hann telji þessar hækkanir ekki góðar fréttir. Það sé betra þegar verðhækkanir séu í takt við hækkun launa og kaupmátt. Það sé fullkomið jafnvægi. 34 sérbýli byggð í fyrra Páll segir stutt í að sérbýli verði lúxusvara. Það hafi verið byggð 34 einbýlishús í fyrra sem sé minnsta fjölgun slíkra bygginga frá því eftir seinni heimsstyrjöld. Fólkið sem fæddist á þeim tíma búi nú í einbýlishúsunum í Fossvogi og Garðabæ en það séu tafir á því að þau fari úr sínum eignum því þau finni ekkert sem henti í staðinn því kröfurnar séu öðruvísi, þau vilji til dæmis stóra stofu. „Það er rosalega lítið byggt af sérbýli og sérbýlismarkaðurinn verður svona takmörkuð auðlind. Af því það er byggt svo lítið af þessu.“ Páll segir vanta meiri pening í hlutdeildarlánin en að vandamálið sé í framboði en ekki eftirspurn. Það hafi hann sagt í mörg ár. Hann segist vonast til þess að með nýjum borgarstjóra, Einari Þorsteinssyni, verði farið í nýtt átak. „Það eru sjö þúsund eignir í byggingu núna á öllum byggingarstigum en 80 prósent af þeim er ekki komið af fokheldi,“ segir Páll og að þarna þurfi átak, ekki í eftirspurnarhliðinni. Hann segir enn of erfitt að komast inn á fasteignamarkað. Nýir kaupendur séu um fjórðungur af kaupendum og fari hækkandi. Í hverjum árgangi fólks séu um fjögur til fimm þúsund manns og gert sé ráð fyrir því að af þeim fari um 2.500 inn á fasteignamarkað. Fasteignamarkaður Grindavík Bítið Húsnæðismál Tengdar fréttir „Það er svo margt sem breyttist í lífi Grindvíkingsins“ Félagsráðgjafi í Grindavík segir áríðandi að tekið sé vel utan um Grindvíkinga. Það sé ekki nóg að byggja varnargarða um bæinn, heldur þurfi að verja fólkið líka. Hún segir marga í slæmri stöðu og að húsnæðisöryggi sé grunnurinn að því að tryggja fólki stöðugleika svo unnt sé að vinna betur að öðrum þáttum. Tryggja þurfi öllum nauðsynlegan stuðning. 9. apríl 2024 06:47 Aron selur glæsiíbúð með öllu innbúinu AP24 ehf. félag í eigu Arons Pálmarssonar handboltakappa og fyrirliða íslenska karlalandsliðsins, hefur auglýst 101 fermetra íbúð við Austurhöfn í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 134,5 milljónir. 8. apríl 2024 17:23 Eftirspurnarsjokk á húsnæðismarkaðnum Þrátt fyrir að hugsa megi eftirspurn frá Grindvíkingum sem einhvers konar einskiptis eftirspurnarsjokk þá má ætla að áhrif þess muni vara í allt að tvö ár vegna þess hve seigfljótandi nýtt framboð er. 6. apríl 2024 10:32 Glæsilegt raðhús Ragnheiðar til sölu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, og eiginmaður hennar Sverrir Heimisson auglýsingastjóri á Viðskiptablaðinu hafa sett raðhús sitt við Geitland í Fossvogi á sölu. 6. apríl 2024 09:52 Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Páll ræddi fasteignamarkaðinn og framtíðarhorfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir tölur um fasteignakaup seinar að berast. Eignir séu til dæmis seldar í janúar en að þinglýsing komi ekki fyrr en í mars eða apríl. Rauntölur séu seinar að berast. Fyrstu tvo mánuði ársins hafi verið 1100 eignar sem seldust. Á sama tíma í fyrra hafi þær verið um 880. Enn fleiri eigi eftir að koma inn á markaðinn þegar uppkaup Þórkötlu klárast. Miklar hækkanir Hann segir að Húsnæði- og mannvirkjastofnun hafi sagt að í mars hafi verið 1.500 eignir á fasteignavef sem hafi verið teknar af vef. Það geti verið merki um að þær hafi verið seldar og sé helmingi meira en var í janúar. Þessar tölur hafi ekki verið birtar en það sé beðið eftir þeim. „Fasteignasalar eru að upplifa miklu meiri læti núna en við gerðum í fyrra,“ segir Páll en viðurkennir þó að síðasta ár hafi verið lélegt. Hann segir að markaðurinn hafi hækkað um tæp tvö prósent í febrúarmánuði og fjölbýli í kringum höfuðborgarsvæðið hafi hækkað um 6,7 prósent í febrúar. Bríet hafi keypt nýbyggingar fyrir Grindvíkinga en þeir 600 Grindvíkingar sem hafi óskað eftir því að Þórkatla fasteignafélag kaupi sig út eigi eftir að fara í þinglýsingu. Þannig það eigi enn eftir að fjölga sölunum. „Við erum að sjá aukna sölu og hækkanir á markaði á fasteignaverði,“ segir Páll og að hann telji þessar hækkanir ekki góðar fréttir. Það sé betra þegar verðhækkanir séu í takt við hækkun launa og kaupmátt. Það sé fullkomið jafnvægi. 34 sérbýli byggð í fyrra Páll segir stutt í að sérbýli verði lúxusvara. Það hafi verið byggð 34 einbýlishús í fyrra sem sé minnsta fjölgun slíkra bygginga frá því eftir seinni heimsstyrjöld. Fólkið sem fæddist á þeim tíma búi nú í einbýlishúsunum í Fossvogi og Garðabæ en það séu tafir á því að þau fari úr sínum eignum því þau finni ekkert sem henti í staðinn því kröfurnar séu öðruvísi, þau vilji til dæmis stóra stofu. „Það er rosalega lítið byggt af sérbýli og sérbýlismarkaðurinn verður svona takmörkuð auðlind. Af því það er byggt svo lítið af þessu.“ Páll segir vanta meiri pening í hlutdeildarlánin en að vandamálið sé í framboði en ekki eftirspurn. Það hafi hann sagt í mörg ár. Hann segist vonast til þess að með nýjum borgarstjóra, Einari Þorsteinssyni, verði farið í nýtt átak. „Það eru sjö þúsund eignir í byggingu núna á öllum byggingarstigum en 80 prósent af þeim er ekki komið af fokheldi,“ segir Páll og að þarna þurfi átak, ekki í eftirspurnarhliðinni. Hann segir enn of erfitt að komast inn á fasteignamarkað. Nýir kaupendur séu um fjórðungur af kaupendum og fari hækkandi. Í hverjum árgangi fólks séu um fjögur til fimm þúsund manns og gert sé ráð fyrir því að af þeim fari um 2.500 inn á fasteignamarkað.
Fasteignamarkaður Grindavík Bítið Húsnæðismál Tengdar fréttir „Það er svo margt sem breyttist í lífi Grindvíkingsins“ Félagsráðgjafi í Grindavík segir áríðandi að tekið sé vel utan um Grindvíkinga. Það sé ekki nóg að byggja varnargarða um bæinn, heldur þurfi að verja fólkið líka. Hún segir marga í slæmri stöðu og að húsnæðisöryggi sé grunnurinn að því að tryggja fólki stöðugleika svo unnt sé að vinna betur að öðrum þáttum. Tryggja þurfi öllum nauðsynlegan stuðning. 9. apríl 2024 06:47 Aron selur glæsiíbúð með öllu innbúinu AP24 ehf. félag í eigu Arons Pálmarssonar handboltakappa og fyrirliða íslenska karlalandsliðsins, hefur auglýst 101 fermetra íbúð við Austurhöfn í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 134,5 milljónir. 8. apríl 2024 17:23 Eftirspurnarsjokk á húsnæðismarkaðnum Þrátt fyrir að hugsa megi eftirspurn frá Grindvíkingum sem einhvers konar einskiptis eftirspurnarsjokk þá má ætla að áhrif þess muni vara í allt að tvö ár vegna þess hve seigfljótandi nýtt framboð er. 6. apríl 2024 10:32 Glæsilegt raðhús Ragnheiðar til sölu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, og eiginmaður hennar Sverrir Heimisson auglýsingastjóri á Viðskiptablaðinu hafa sett raðhús sitt við Geitland í Fossvogi á sölu. 6. apríl 2024 09:52 Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08 Mest lesið Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
„Það er svo margt sem breyttist í lífi Grindvíkingsins“ Félagsráðgjafi í Grindavík segir áríðandi að tekið sé vel utan um Grindvíkinga. Það sé ekki nóg að byggja varnargarða um bæinn, heldur þurfi að verja fólkið líka. Hún segir marga í slæmri stöðu og að húsnæðisöryggi sé grunnurinn að því að tryggja fólki stöðugleika svo unnt sé að vinna betur að öðrum þáttum. Tryggja þurfi öllum nauðsynlegan stuðning. 9. apríl 2024 06:47
Aron selur glæsiíbúð með öllu innbúinu AP24 ehf. félag í eigu Arons Pálmarssonar handboltakappa og fyrirliða íslenska karlalandsliðsins, hefur auglýst 101 fermetra íbúð við Austurhöfn í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 134,5 milljónir. 8. apríl 2024 17:23
Eftirspurnarsjokk á húsnæðismarkaðnum Þrátt fyrir að hugsa megi eftirspurn frá Grindvíkingum sem einhvers konar einskiptis eftirspurnarsjokk þá má ætla að áhrif þess muni vara í allt að tvö ár vegna þess hve seigfljótandi nýtt framboð er. 6. apríl 2024 10:32
Glæsilegt raðhús Ragnheiðar til sölu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, og eiginmaður hennar Sverrir Heimisson auglýsingastjóri á Viðskiptablaðinu hafa sett raðhús sitt við Geitland í Fossvogi á sölu. 6. apríl 2024 09:52
Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08