Tímamót fyrir mannréttindi og loftslagsvána Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 9. apríl 2024 14:00 Mannréttindadómstóll Evrópu getur og mun taka afstöðu til mannréttindabrota sem leiða af loftslagsvánni. Það liggur fyrir eftir tíðindi dagsins, en þremur aðskildum, en keimlíkum málum, lauk í dag fyrir dómstólnum sem vörðuðu mannréttindi og loftslagsvána. Þó tveimur málanna hafi verið vísað frá, var dómstóllinn einróma um að eitt þeirra kæmist að og var niðurstaðan í því máli sú að svissneska ríkið hefði brotið gegn mannréttindum kærenda með því að grípa ekki til fullnægjandi aðgerða á sviði loftslagsbreytinga. Brotið gegn friðhelgi einkalífs og réttinum til réttlátrar málsmeðferðar Í málinu sem dómstóllinn tók efnislega afstöðu til, kvörtuðu samtök eldri kvenna til dómstólsins vegna afleiðinga loftslagsbreytinga á líf og heilsu sína og töldu svissneska ríkið ekki vera að grípa til fullnægjandi aðgerða til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar.1 Konurnar vísuðu m.a. til skýrslna IPCC og lögðu fram læknisfræðileg gögn sem sýna viðkvæmni þeirra fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Mál kvennanna byggði m.a. á tengslum Parísarsáttmálans, vísinda og alþjóðlegra sáttmála við skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. Konurnar töldu að brotið hefði verið gegn friðhelgi einkalífs þeirra skv. 8. gr. Mannréttindasáttmálans og féllst dómstóllinn á þann málatilbúnað. Jafnframt féllst dómstóllinn á að brotið hefði verið gegn rétti kvennanna til réttlátrar málsmeðferðar, þar sem svissneskir dómstólar tóku ekki fullnægjandi afstöðu til málsins þegar málið þeirra var til meðferðar þar í landi. Má þar nefna athyglisverða afstöðu Mannréttindadómstólsins til þess að dómstóllinn var ekki sannfærður af röksemdum svissneskra dómstóla um að enn væri tími til þess að koma í veg fyrir að hlýnun jarðar næði 1,5°C. Fórnarlömb loftslagsvánar Dómarnir hafa leiðbeinandi áhrif á það hvaða einstaklingar geti sótt rétt sinn fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna brota gegn sáttmálanum sökum afleiðinga loftslagsbreytinga, og þá hve alvarleg áhrifin þurfi að vera á mannréttindi þeirra einstaklinga. Í máli kvennanna komst dómstóllinn að því að þær sýndu fram á raunveruleg og nægilega náin tengsl sín við kvörtunarefnið, þ.e. ófullnægjandi loftslagsaðgerðir svissneska ríkisins. Þær sýndu fram á að þær hefðu þörf á vernd gegn skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga á líf, heilsu og lífsgæði sín og sóttust þær eftir því að verja þessi tilteknu réttindi með málshöfðuninni. Ber þar hæst að konurnar töldu svissneska ríkið ekki hafa gripið til fullnægjandi og viðeigandi athafna til innleiðingar á aðgerðum gegn loftslagsvánni sem svissneska ríkið hafði þó skuldbundið sig til að gera samkvæmt landslögum. Dómstóllinn taldi þær geta höfðað mál til að ná fram rétti sínum að þessu leyti og fá fram fullnægjandi og viðeigandi aðgerðir ríkisins til þess að innleiða mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Í málunum tveimur sem dómstóllinn vísaði frá, kvörtuðu annars vegar portúgölsk börn og hins vegar fyrrum íbúi og bæjarstjóri Grande-Synthe í Frakklandi. Börnin kvörtuðu undan núverandi ástandi og framtíðarafleiðingum loftslagsbreytinga sem börnin töldu á ábyrgð 32 ríkja sem kvörtunin beindist gegn.2 Börnin bentu m.a. á hitabylgjur, skógarelda, reyk af skógareldum sem þau sögðu hafa skaðleg áhrif á líf, vellíðan, andlega heilsu og friðhelgi heimilis þeirra og töldu að þeim væri mismunað vegna þess hve mikil áhrif afleiðingar loftslagsbreytingar hefðu á sig umfram aðra hópa. Málið komst ekki að þar sem börnin höfðu ekki leitað réttar síns í að landsrétti fyrst, og þar með ekki tæmt réttarúrræði áður en þau kvörtuðu til Mannréttindadómstólsins. Er þannig áréttað að fyrst þarf að leita réttar síns innanlands, áður en þau sem telja sig fórnarlömb mannréttindabrota leiti réttar síns hjá dómstólnum. Fyrrum íbúi og bæjarstjóri Grande-Synthe kvartaði undan því að Frakkland hefði ekki tekið fullnægjandi skref til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar og að sú vanræksla fæli í sér brot gegn réttinum til lífs og friðhelgi einkalífs, einkum vegna aukinnar hættu á flóðum sem stafar að bænum og rekja má til loftslagsbreytinga.3 Mannréttindadómstóllinn taldi hann ekki hafa fullnægjandi tengsl við sveitarfélagið, m.a. því hann bjó þar ekki lengur, og var því ekki talinn vera fórnarlamb þeirra atvika sem hann kvartaði undan og þar af leiðandi komst mál hans ekki að. En hvað með Ísland? Þegar mér barst veður af málaferlunum fyrir allnokru síðan vaknaði sú spurning hvers vegna Ísland væri ekki eitt þeirra ríkja sem kvartað var yfir, einna helst því að eitt málið beindist gegn Portúgal og 32 öðrum ríkjum. Lögmaður ungmennanna tjáði mér einfaldlega að málið þeirra studdist við ákveðin vísindaleg gögn um aðgerðir ríkja þegar kemur að loftslagsbreytingum og að þeir sérfræðingar sem stóðu að málsókninni höfðu ekki haft tök á að afla þeirra gagna fyrir Ísland. Þó enginn dómanna fjalli um Ísland í sjálfu sér, er um sögulega dóma að ræða sem skýra skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmálanum í samhengi við loftslagsvána með nýjum hætti. Þá má vænta má þess að dómstóllinn haldi túlkun sinni til streitu í öðrum málum en a.m.k. sex önnur mál bíða afgreiðslu dómstólsins sem varða með einum eða öðrum hætti loftslagsskuldbindingar og aðgerðir gegn loftslagsvánni. Höfundur er lögmaður. 1 Í máli Verein KlimaSeniorinnen Scweiz o.fl. gegn Sviss.2 Í máli Duarte Agostinho o.fl. gegn Portúgal og 32 öðrum ríkjum3 Í máli Car(é)me gegn Frakklandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mannréttindi Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu getur og mun taka afstöðu til mannréttindabrota sem leiða af loftslagsvánni. Það liggur fyrir eftir tíðindi dagsins, en þremur aðskildum, en keimlíkum málum, lauk í dag fyrir dómstólnum sem vörðuðu mannréttindi og loftslagsvána. Þó tveimur málanna hafi verið vísað frá, var dómstóllinn einróma um að eitt þeirra kæmist að og var niðurstaðan í því máli sú að svissneska ríkið hefði brotið gegn mannréttindum kærenda með því að grípa ekki til fullnægjandi aðgerða á sviði loftslagsbreytinga. Brotið gegn friðhelgi einkalífs og réttinum til réttlátrar málsmeðferðar Í málinu sem dómstóllinn tók efnislega afstöðu til, kvörtuðu samtök eldri kvenna til dómstólsins vegna afleiðinga loftslagsbreytinga á líf og heilsu sína og töldu svissneska ríkið ekki vera að grípa til fullnægjandi aðgerða til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar.1 Konurnar vísuðu m.a. til skýrslna IPCC og lögðu fram læknisfræðileg gögn sem sýna viðkvæmni þeirra fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Mál kvennanna byggði m.a. á tengslum Parísarsáttmálans, vísinda og alþjóðlegra sáttmála við skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmálanum. Konurnar töldu að brotið hefði verið gegn friðhelgi einkalífs þeirra skv. 8. gr. Mannréttindasáttmálans og féllst dómstóllinn á þann málatilbúnað. Jafnframt féllst dómstóllinn á að brotið hefði verið gegn rétti kvennanna til réttlátrar málsmeðferðar, þar sem svissneskir dómstólar tóku ekki fullnægjandi afstöðu til málsins þegar málið þeirra var til meðferðar þar í landi. Má þar nefna athyglisverða afstöðu Mannréttindadómstólsins til þess að dómstóllinn var ekki sannfærður af röksemdum svissneskra dómstóla um að enn væri tími til þess að koma í veg fyrir að hlýnun jarðar næði 1,5°C. Fórnarlömb loftslagsvánar Dómarnir hafa leiðbeinandi áhrif á það hvaða einstaklingar geti sótt rétt sinn fyrir Mannréttindadómstól Evrópu vegna brota gegn sáttmálanum sökum afleiðinga loftslagsbreytinga, og þá hve alvarleg áhrifin þurfi að vera á mannréttindi þeirra einstaklinga. Í máli kvennanna komst dómstóllinn að því að þær sýndu fram á raunveruleg og nægilega náin tengsl sín við kvörtunarefnið, þ.e. ófullnægjandi loftslagsaðgerðir svissneska ríkisins. Þær sýndu fram á að þær hefðu þörf á vernd gegn skaðlegum áhrifum loftslagsbreytinga á líf, heilsu og lífsgæði sín og sóttust þær eftir því að verja þessi tilteknu réttindi með málshöfðuninni. Ber þar hæst að konurnar töldu svissneska ríkið ekki hafa gripið til fullnægjandi og viðeigandi athafna til innleiðingar á aðgerðum gegn loftslagsvánni sem svissneska ríkið hafði þó skuldbundið sig til að gera samkvæmt landslögum. Dómstóllinn taldi þær geta höfðað mál til að ná fram rétti sínum að þessu leyti og fá fram fullnægjandi og viðeigandi aðgerðir ríkisins til þess að innleiða mótvægisaðgerðir gegn loftslagsbreytingum. Í málunum tveimur sem dómstóllinn vísaði frá, kvörtuðu annars vegar portúgölsk börn og hins vegar fyrrum íbúi og bæjarstjóri Grande-Synthe í Frakklandi. Börnin kvörtuðu undan núverandi ástandi og framtíðarafleiðingum loftslagsbreytinga sem börnin töldu á ábyrgð 32 ríkja sem kvörtunin beindist gegn.2 Börnin bentu m.a. á hitabylgjur, skógarelda, reyk af skógareldum sem þau sögðu hafa skaðleg áhrif á líf, vellíðan, andlega heilsu og friðhelgi heimilis þeirra og töldu að þeim væri mismunað vegna þess hve mikil áhrif afleiðingar loftslagsbreytingar hefðu á sig umfram aðra hópa. Málið komst ekki að þar sem börnin höfðu ekki leitað réttar síns í að landsrétti fyrst, og þar með ekki tæmt réttarúrræði áður en þau kvörtuðu til Mannréttindadómstólsins. Er þannig áréttað að fyrst þarf að leita réttar síns innanlands, áður en þau sem telja sig fórnarlömb mannréttindabrota leiti réttar síns hjá dómstólnum. Fyrrum íbúi og bæjarstjóri Grande-Synthe kvartaði undan því að Frakkland hefði ekki tekið fullnægjandi skref til að koma í veg fyrir loftslagsbreytingar og að sú vanræksla fæli í sér brot gegn réttinum til lífs og friðhelgi einkalífs, einkum vegna aukinnar hættu á flóðum sem stafar að bænum og rekja má til loftslagsbreytinga.3 Mannréttindadómstóllinn taldi hann ekki hafa fullnægjandi tengsl við sveitarfélagið, m.a. því hann bjó þar ekki lengur, og var því ekki talinn vera fórnarlamb þeirra atvika sem hann kvartaði undan og þar af leiðandi komst mál hans ekki að. En hvað með Ísland? Þegar mér barst veður af málaferlunum fyrir allnokru síðan vaknaði sú spurning hvers vegna Ísland væri ekki eitt þeirra ríkja sem kvartað var yfir, einna helst því að eitt málið beindist gegn Portúgal og 32 öðrum ríkjum. Lögmaður ungmennanna tjáði mér einfaldlega að málið þeirra studdist við ákveðin vísindaleg gögn um aðgerðir ríkja þegar kemur að loftslagsbreytingum og að þeir sérfræðingar sem stóðu að málsókninni höfðu ekki haft tök á að afla þeirra gagna fyrir Ísland. Þó enginn dómanna fjalli um Ísland í sjálfu sér, er um sögulega dóma að ræða sem skýra skyldur ríkja samkvæmt Mannréttindasáttmálanum í samhengi við loftslagsvána með nýjum hætti. Þá má vænta má þess að dómstóllinn haldi túlkun sinni til streitu í öðrum málum en a.m.k. sex önnur mál bíða afgreiðslu dómstólsins sem varða með einum eða öðrum hætti loftslagsskuldbindingar og aðgerðir gegn loftslagsvánni. Höfundur er lögmaður. 1 Í máli Verein KlimaSeniorinnen Scweiz o.fl. gegn Sviss.2 Í máli Duarte Agostinho o.fl. gegn Portúgal og 32 öðrum ríkjum3 Í máli Car(é)me gegn Frakklandi
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun