Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 80-68 | Keira fór á kostum í sigri Hauka Andri Már Eggertsson skrifar 9. apríl 2024 21:28 vísir/anton Haukar unnu fyrsta leikinn gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Stjarnan byrjaði betur en Haukar bitu frá sér og unnu síðustu þrjá leikhlutana. Það var ekki að sjá á liði Stjörnunnar að liðið hafði enga reynslu í úrslitakeppni Subway-deildarinnar. Eftir að Keira Robinson, leikmaður Hauka, gerði fyrstu körfu leiksins svöruðu gestirnir úr Garðabæ með níu stigum í röð. Eftir sjö mínútur var Stjarnan tólf stigum yfir 8-20 og þá tók Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, leikhlé. Leikmenn Hauka voru í tómum vandræðum með að setja stig á töfluna og hittu ekki neitt fyrir utan einn leikmann. Keira Robinson gerði öll stigin fyrstu átta og hálfu mínútuna. Keira gerði átta stig á þessum tíma. Stjarnan var fjórtán stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 12-26 Í öðrum leikhluta spiluðu Haukar töluvert betri vörn. Eftir að hafa fengið á sig 26 stig í fyrsta leikhluta var kominn tími til að gera betur. Stjarnan gerði aðeins tvö stig á fyrstu sex mínútunum í öðrum leikhluta og það tók liðinu tæplega sjö mínútur að gera körfu úr opnum leik. Lokasekúndur fyrri hálfleiks voru ansi sérstakar. Í sókn Hauka fékk varamannabekkur liðsins tæknivillu fyrir að biðja um villu. Katarzyna Trzeciak, leikmaður Stjörnunnar, fékk eitt vítaskot sem hún setti ofan í en síðan kom mikil rekistefna þar sem þrasað var um hver ætti boltann og það voru mikil læti í húsinu. Að lokum fengu Haukar boltann og Keira setti boltann ofan í og fyrri hálfleikur kláraðist. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var allt annað en sáttur. Staðan í hálfleik var 34-41. Eftir að hafa endað fyrri hálfleik vel var augnablikið með Haukum í öðrum leikhluta. Heimakonur áttu ótrúlegan kafla þar sem liðið gerði sjö stig í röð á innan við mínútu. Þegar þriðji leikhluti var hálfnaður neyddist Arnar Guðjónsson til þess að taka leikhlé í stöðunni 50-50. Eftir leikhlé Arnars tapaði Stjarnan þrisvar boltanum á stuttum tíma og hann neyddist til þess að brenna annað leikhlé tveimur mínútum seinna. Haukar unnu þriðja leikhluta með sextán stigum 30-14 og voru níu stigum yfir þegar að haldið var í fjórða leikhluta 64-55. Stjarnan gerði lítið til þess að gefa Haukum leik í fjórða leikhluta og heimakonur unnu að lokum tólf stiga sigur 80-68. Af hverju unnu Haukar? Þriðji leikhluti Hauka gekk frá leiknum. Eftir að hafa hitt afar illa í fyrri hálfleik small allt í þriðja leikhluta. Heimakonur unnu þriðja leikhluta með sextán stigum 30-14 og eftir það var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna. Hverjar stóðu upp úr? Keira Robinson fór á kostum í fyrri hálfleik. Hún var sú eina með lífsmarki í liði Hauka í fyrri hálfleik þar sem hún gerði 18 af 34 stigum liðsins. Keira setti niður stór skot í seinni hálfleik þegar á þurfti að halda og endaði með 26 stig. Hún tók einnig 14 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 5 boltum. Þóra Kristín Jónsdóttir spilaði vel í kvöld. Þóra lét hlutina tikka í þriðja leikhluta þar sem hún gerði 9 af sínum 11 stigum. Þóra tók einnig 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Þriðji leikhluti Stjörnunnar kostaði liðið leikinn. Gestirnir réðu illa við pressuna sem Haukar settu á þær og köstuðu boltanum ítrekað frá sér. Stjarnan tapaði samanlagt 19 boltum sem var ellefu boltum meira en Haukar töpuðu. Hvað gerist næst? Næsti leikur milli liðanna er í Umhyggjuhöllinni næsta laugardag klukkan 19:00. „Keira var sú eina sem gerði eitthvað í fyrri hálfleik“ Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinnVísir/Hulda Margrét Haukar unnu Stjörnuna 80-68 og eru því 1-0 yfir í einvígi liðanna í átta liða úrslitum. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn. „Mér fannst við ekkert spes í öðrum leikhluta en vorum skárri þar en í fyrsta leikhluta. Það kom meira sjálfstraust í sóknarleikinn okkar. Við vorum að skjóta skelfilega í fyrri hálfleik vorum 1/13 í þristum og við vorum að taka slakar ákvarðanir.“ Ingvar var ekki ánægður með sóknarleik Hauka í fyrri hálfleik og viðurkenndi að Keira Robinson hafi haldið sóknarleiknum uppi þar sem hún gerði 18 stig í fyrri hálfleik. „Það var ekkert í gangi. Keira var sú eina sem var að gera eitthvað í fyrri hálfleik og hún þurfti að taka af skarið sóknarlega. Við vorum hægar og fyrirsjáanlegar og það lenti á henni að ráðast á körfuna. Í seinni hálfleik fengum við fleiri leikmenn sem komu með stig á töfluna og þetta var allt annað hjá okkur.“ Haukar spiluðu töluvert betur í seinni hálfleik og Ingvar var ánægður með liðið sérstaklega í þriðja leikhluta. „Við spiluðum góða vörn og það voru margar sem stigu upp í seinni hálfleik. Ég var mjög ánægður með þriðja leikhluta og í fjórða leikhluta stýrðum við þessu nokkuð örugglega heim,“ sagði Ingvar Guðjónsson að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Stjarnan
Haukar unnu fyrsta leikinn gegn Stjörnunni í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Stjarnan byrjaði betur en Haukar bitu frá sér og unnu síðustu þrjá leikhlutana. Það var ekki að sjá á liði Stjörnunnar að liðið hafði enga reynslu í úrslitakeppni Subway-deildarinnar. Eftir að Keira Robinson, leikmaður Hauka, gerði fyrstu körfu leiksins svöruðu gestirnir úr Garðabæ með níu stigum í röð. Eftir sjö mínútur var Stjarnan tólf stigum yfir 8-20 og þá tók Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, leikhlé. Leikmenn Hauka voru í tómum vandræðum með að setja stig á töfluna og hittu ekki neitt fyrir utan einn leikmann. Keira Robinson gerði öll stigin fyrstu átta og hálfu mínútuna. Keira gerði átta stig á þessum tíma. Stjarnan var fjórtán stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 12-26 Í öðrum leikhluta spiluðu Haukar töluvert betri vörn. Eftir að hafa fengið á sig 26 stig í fyrsta leikhluta var kominn tími til að gera betur. Stjarnan gerði aðeins tvö stig á fyrstu sex mínútunum í öðrum leikhluta og það tók liðinu tæplega sjö mínútur að gera körfu úr opnum leik. Lokasekúndur fyrri hálfleiks voru ansi sérstakar. Í sókn Hauka fékk varamannabekkur liðsins tæknivillu fyrir að biðja um villu. Katarzyna Trzeciak, leikmaður Stjörnunnar, fékk eitt vítaskot sem hún setti ofan í en síðan kom mikil rekistefna þar sem þrasað var um hver ætti boltann og það voru mikil læti í húsinu. Að lokum fengu Haukar boltann og Keira setti boltann ofan í og fyrri hálfleikur kláraðist. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var allt annað en sáttur. Staðan í hálfleik var 34-41. Eftir að hafa endað fyrri hálfleik vel var augnablikið með Haukum í öðrum leikhluta. Heimakonur áttu ótrúlegan kafla þar sem liðið gerði sjö stig í röð á innan við mínútu. Þegar þriðji leikhluti var hálfnaður neyddist Arnar Guðjónsson til þess að taka leikhlé í stöðunni 50-50. Eftir leikhlé Arnars tapaði Stjarnan þrisvar boltanum á stuttum tíma og hann neyddist til þess að brenna annað leikhlé tveimur mínútum seinna. Haukar unnu þriðja leikhluta með sextán stigum 30-14 og voru níu stigum yfir þegar að haldið var í fjórða leikhluta 64-55. Stjarnan gerði lítið til þess að gefa Haukum leik í fjórða leikhluta og heimakonur unnu að lokum tólf stiga sigur 80-68. Af hverju unnu Haukar? Þriðji leikhluti Hauka gekk frá leiknum. Eftir að hafa hitt afar illa í fyrri hálfleik small allt í þriðja leikhluta. Heimakonur unnu þriðja leikhluta með sextán stigum 30-14 og eftir það var aldrei spurning hvort liðið myndi vinna. Hverjar stóðu upp úr? Keira Robinson fór á kostum í fyrri hálfleik. Hún var sú eina með lífsmarki í liði Hauka í fyrri hálfleik þar sem hún gerði 18 af 34 stigum liðsins. Keira setti niður stór skot í seinni hálfleik þegar á þurfti að halda og endaði með 26 stig. Hún tók einnig 14 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 5 boltum. Þóra Kristín Jónsdóttir spilaði vel í kvöld. Þóra lét hlutina tikka í þriðja leikhluta þar sem hún gerði 9 af sínum 11 stigum. Þóra tók einnig 6 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Þriðji leikhluti Stjörnunnar kostaði liðið leikinn. Gestirnir réðu illa við pressuna sem Haukar settu á þær og köstuðu boltanum ítrekað frá sér. Stjarnan tapaði samanlagt 19 boltum sem var ellefu boltum meira en Haukar töpuðu. Hvað gerist næst? Næsti leikur milli liðanna er í Umhyggjuhöllinni næsta laugardag klukkan 19:00. „Keira var sú eina sem gerði eitthvað í fyrri hálfleik“ Ingvar Þór Guðjónsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinnVísir/Hulda Margrét Haukar unnu Stjörnuna 80-68 og eru því 1-0 yfir í einvígi liðanna í átta liða úrslitum. Ingvar Guðjónsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn. „Mér fannst við ekkert spes í öðrum leikhluta en vorum skárri þar en í fyrsta leikhluta. Það kom meira sjálfstraust í sóknarleikinn okkar. Við vorum að skjóta skelfilega í fyrri hálfleik vorum 1/13 í þristum og við vorum að taka slakar ákvarðanir.“ Ingvar var ekki ánægður með sóknarleik Hauka í fyrri hálfleik og viðurkenndi að Keira Robinson hafi haldið sóknarleiknum uppi þar sem hún gerði 18 stig í fyrri hálfleik. „Það var ekkert í gangi. Keira var sú eina sem var að gera eitthvað í fyrri hálfleik og hún þurfti að taka af skarið sóknarlega. Við vorum hægar og fyrirsjáanlegar og það lenti á henni að ráðast á körfuna. Í seinni hálfleik fengum við fleiri leikmenn sem komu með stig á töfluna og þetta var allt annað hjá okkur.“ Haukar spiluðu töluvert betur í seinni hálfleik og Ingvar var ánægður með liðið sérstaklega í þriðja leikhluta. „Við spiluðum góða vörn og það voru margar sem stigu upp í seinni hálfleik. Ég var mjög ánægður með þriðja leikhluta og í fjórða leikhluta stýrðum við þessu nokkuð örugglega heim,“ sagði Ingvar Guðjónsson að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti