Líst ekkert á blikuna Bjarki Sigurðsson skrifar 9. apríl 2024 15:17 Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Arnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir fráfarandi ríkisstjórn skilja eftir sig erfiða stöðu og að ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn geti leyst þau verkefni betur. Hún hefði viljað að frekar yrði boðað til kosninga í haust. Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag voru kynntar áherslubreytingar og stólaskipti ráðherra eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr embætti forsætisráðherra en hún er á leið í forsetaframboð. Fullt af málum sitja á hakanum Í kjölfar fundarins ræddi Elísabet Inga Sigurðardóttir við Kristrúnu niðri á Alþingi en sú síðarnefnda segir stöðuna erfiða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig. „Við erum með háa verðbólgu, háa vexti, dýran húsnæðismarkað. Ófjármagnaða kjarasamninga og Grindavíkuraðgerðir. Við erum með enga fjármálaáætlun, samgönguáætlun sem er föst í nefnd og algjört framkvæmdastopp í orku- og samgöngumálum. Þetta er þessi erfiða staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig og það er ekkert sem bendir til þess að ný ríkisstjórn sé að fara að leysa þessi verkefni betur,“ segir Kristrún. Klippa: Kristrún Frostadóttir um nýja ríkisstjórn Þjóðin vill árangur Hún segir hlutverk Samfylkingarinnar vera óbreytt, það er að veita fólki von um að flokkurinn geti gert hlutina betur þegar kosið verður á næsta ári. „Þjóðinni er umhugað um verkefni og að þau séu leyst. Þjóðin gerir kröfu um árangur. Samfylkingunni er fyrst og fremst umhugað um einmitt þetta, árangur og að verkefnin séu aðalmálið, en ekki valdabröltið,“ segir Kristrún. Aðalatriðið að leysa verkefnin Henni finnst ráðherrakapallinn ekki vera aðalmálið í samfélaginu í dag. „Þau hafa ákveðið að leysa þetta með þessari leið. Aðalatriðið núna er að leysa þessi stóru verkefni. Það gat fráfarandi ríkisstjórn ekki gert. Það eru mjög litlar líkur á að ný ríkisstjórn geti gert það því það hefur ekkert breyst. Við verðum að fara að sjá árangur núna framundan,“ segir Kristrún. Hefði viljað kosningar Hún kann ekki við að spá í það hvort ríkisstjórnin þrauka fram að kosningum á næsta ári. Hún hefði þó viljað að boðað yrði til kosninga núna í haust. „Ég sýni því skilning að fólk hafi ekki áhuga, eða tíma, eða tök á kosningum núna ofan í forsetakjör. En það hefði verið eðlilegra undir svona kringumstæðum að boða til kosninga í haust,“ segir Kristrún. Nýta tímann vel Hún segir stöðuna á þinginu vera ansi sérstaka. „Og af sumu leyti alvarleg einmitt út af öllum þessum verkefnum sem standa óleyst. Engin fjármálaáætlun, samgönguáætlun er stopp, stór verkefni sem standa enn á hakanum og verkefni sem verið er að bíða eftir eru enn óleyst. Á meðan þessar hrókeringar standa yfir. Við í Samfylkingunni erum að nýta tímann til að undirbúa okkur,“ segir Kristrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Alþingi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag voru kynntar áherslubreytingar og stólaskipti ráðherra eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr embætti forsætisráðherra en hún er á leið í forsetaframboð. Fullt af málum sitja á hakanum Í kjölfar fundarins ræddi Elísabet Inga Sigurðardóttir við Kristrúnu niðri á Alþingi en sú síðarnefnda segir stöðuna erfiða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig. „Við erum með háa verðbólgu, háa vexti, dýran húsnæðismarkað. Ófjármagnaða kjarasamninga og Grindavíkuraðgerðir. Við erum með enga fjármálaáætlun, samgönguáætlun sem er föst í nefnd og algjört framkvæmdastopp í orku- og samgöngumálum. Þetta er þessi erfiða staða sem fráfarandi ríkisstjórn skilur eftir sig og það er ekkert sem bendir til þess að ný ríkisstjórn sé að fara að leysa þessi verkefni betur,“ segir Kristrún. Klippa: Kristrún Frostadóttir um nýja ríkisstjórn Þjóðin vill árangur Hún segir hlutverk Samfylkingarinnar vera óbreytt, það er að veita fólki von um að flokkurinn geti gert hlutina betur þegar kosið verður á næsta ári. „Þjóðinni er umhugað um verkefni og að þau séu leyst. Þjóðin gerir kröfu um árangur. Samfylkingunni er fyrst og fremst umhugað um einmitt þetta, árangur og að verkefnin séu aðalmálið, en ekki valdabröltið,“ segir Kristrún. Aðalatriðið að leysa verkefnin Henni finnst ráðherrakapallinn ekki vera aðalmálið í samfélaginu í dag. „Þau hafa ákveðið að leysa þetta með þessari leið. Aðalatriðið núna er að leysa þessi stóru verkefni. Það gat fráfarandi ríkisstjórn ekki gert. Það eru mjög litlar líkur á að ný ríkisstjórn geti gert það því það hefur ekkert breyst. Við verðum að fara að sjá árangur núna framundan,“ segir Kristrún. Hefði viljað kosningar Hún kann ekki við að spá í það hvort ríkisstjórnin þrauka fram að kosningum á næsta ári. Hún hefði þó viljað að boðað yrði til kosninga núna í haust. „Ég sýni því skilning að fólk hafi ekki áhuga, eða tíma, eða tök á kosningum núna ofan í forsetakjör. En það hefði verið eðlilegra undir svona kringumstæðum að boða til kosninga í haust,“ segir Kristrún. Nýta tímann vel Hún segir stöðuna á þinginu vera ansi sérstaka. „Og af sumu leyti alvarleg einmitt út af öllum þessum verkefnum sem standa óleyst. Engin fjármálaáætlun, samgönguáætlun er stopp, stór verkefni sem standa enn á hakanum og verkefni sem verið er að bíða eftir eru enn óleyst. Á meðan þessar hrókeringar standa yfir. Við í Samfylkingunni erum að nýta tímann til að undirbúa okkur,“ segir Kristrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Alþingi Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira