Ráðherrar fjölmenna á Bessastaði klukkan 19 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2024 16:05 Ráðherraskipti urðu síðast í október þegar Bjarni Benediktsson lét af embætti fjármálaráðherra í október og færði sig yfir í utanríkisráðuneytið. Vísir/vilhelm Ríkisráð Íslands mun koma saman til tveggja funda í kvöld á Bessastöðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Fyrri fundurinn hefst klukkan 19 en þar verða tillögur sem staðfestar hafa verið utan ríkisráðs bornar undir forseta Íslands til endurstaðfestingar. Þeirra á meðal tillaga Katrínar Jakobsdóttur frá því á sunnudag um að veita ráðuneyti hennar lausn frá störfum. Á síðari fundinum mun forseti Íslands skipa nýtt ráðuneyti, annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Breyting á ráðherraskipan í ríkisstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar var kynnt á blaðamannafundi formanna Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Hörpu klukkan 14. Bjarni Benediktsson fer úr utanríkisráðuneytinu í forsætisráðuneytið, Sigurður Ingi Jóhannsson úr innviðaráðuneytinu í fjármálaráðuneytið og Svandís Svavarsdóttir úr matvælaráðuneytinu í innviðaráðuneytið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð fer aftur í utanríkisráðuneytið eftir hálft ár í fjármálaráðuneytinu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur svo inn í matvælaráðuneytið fyrir Svandísi. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Vinstri græn ekki að gleypa eitraða pillu Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og formaður VG segir ríkisstjórnarflokkana þrjá hafa sest niður um helgina, eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta, með það að markmiði að halda samstarfinu áfram. 9. apríl 2024 15:46 Framsókn geti ekki lengur falið sig á bak við „stóra bróður“ Formaður þingflokks Pírata fagnar því að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr fjármálaráðuneytinu með uppstokkun á ríkisstjórninni. Nú geti Framsóknarflokkurinn hins vegar ekki lengur falið sig á bak við að „stóri bróðir“ komi í veg fyrir að hann uppfylli kosningaloforð sín. 9. apríl 2024 15:40 Líst ekkert á blikuna Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir fráfarandi ríkisstjórn skilja eftir sig erfiða stöðu og að ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn geti leyst þau verkefni betur. Hún hefði viljað að frekar yrði boðað til kosninga í haust. 9. apríl 2024 15:17 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Fyrri fundurinn hefst klukkan 19 en þar verða tillögur sem staðfestar hafa verið utan ríkisráðs bornar undir forseta Íslands til endurstaðfestingar. Þeirra á meðal tillaga Katrínar Jakobsdóttur frá því á sunnudag um að veita ráðuneyti hennar lausn frá störfum. Á síðari fundinum mun forseti Íslands skipa nýtt ráðuneyti, annað ráðuneyti Bjarna Benediktssonar. Breyting á ráðherraskipan í ríkisstjórn undir forystu Bjarna Benediktssonar var kynnt á blaðamannafundi formanna Vinstri grænna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í Hörpu klukkan 14. Bjarni Benediktsson fer úr utanríkisráðuneytinu í forsætisráðuneytið, Sigurður Ingi Jóhannsson úr innviðaráðuneytinu í fjármálaráðuneytið og Svandís Svavarsdóttir úr matvælaráðuneytinu í innviðaráðuneytið. Þórdís Kolbrún Reykfjörð fer aftur í utanríkisráðuneytið eftir hálft ár í fjármálaráðuneytinu. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur svo inn í matvælaráðuneytið fyrir Svandísi.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Vinstri græn ekki að gleypa eitraða pillu Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og formaður VG segir ríkisstjórnarflokkana þrjá hafa sest niður um helgina, eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta, með það að markmiði að halda samstarfinu áfram. 9. apríl 2024 15:46 Framsókn geti ekki lengur falið sig á bak við „stóra bróður“ Formaður þingflokks Pírata fagnar því að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr fjármálaráðuneytinu með uppstokkun á ríkisstjórninni. Nú geti Framsóknarflokkurinn hins vegar ekki lengur falið sig á bak við að „stóri bróðir“ komi í veg fyrir að hann uppfylli kosningaloforð sín. 9. apríl 2024 15:40 Líst ekkert á blikuna Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir fráfarandi ríkisstjórn skilja eftir sig erfiða stöðu og að ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn geti leyst þau verkefni betur. Hún hefði viljað að frekar yrði boðað til kosninga í haust. 9. apríl 2024 15:17 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Vinstri græn ekki að gleypa eitraða pillu Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og formaður VG segir ríkisstjórnarflokkana þrjá hafa sest niður um helgina, eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta, með það að markmiði að halda samstarfinu áfram. 9. apríl 2024 15:46
Framsókn geti ekki lengur falið sig á bak við „stóra bróður“ Formaður þingflokks Pírata fagnar því að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr fjármálaráðuneytinu með uppstokkun á ríkisstjórninni. Nú geti Framsóknarflokkurinn hins vegar ekki lengur falið sig á bak við að „stóri bróðir“ komi í veg fyrir að hann uppfylli kosningaloforð sín. 9. apríl 2024 15:40
Líst ekkert á blikuna Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir fráfarandi ríkisstjórn skilja eftir sig erfiða stöðu og að ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn geti leyst þau verkefni betur. Hún hefði viljað að frekar yrði boðað til kosninga í haust. 9. apríl 2024 15:17