Fjölgun atvika gæti verið jákvætt merki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. apríl 2024 20:00 Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga segir að tilkynningum um atvik á Landspítalanum hafi fjölgað mikið síðustu ár. Það sé m.a. vegna bættrar örygismenningar og ferla innan spítalans. „ Vísir/Arnar Forstjóri lækninga á Landspítalanum segir að sífellt fleiri ábendingar berist um að eitthvað hafi hugsanlega farið úrskeiðis í starfseminni. Þjónustan sé þó ekki að versna heldur öryggismenning að aukast. Ákveðið hefur verið að ráða talsmann sjúklinga á spítalann. Landlæknir fær sífellt fleiri kvartanir og athugasemdir frá almenningi um heilbrigðisþjónustu til sín og tekur langan tíma að fá niðurstöðu úr slíkum málum. Svipuð þróun hefur verið á Landspítalanum en fleiri tilkynningar berast frá starfsfólki um atvik þar en áður. Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga segir að slíkar tilkynningar geti snúið að stórum og smáum málum sem gerast innan spítalans. „Málaflokkurinn í heild sinni hefur vaxið mjög mikið á síðustu árum þannig að atvikaskráningum hefur fjölgað. Atvikin eru flokkuð í þrjá flokka og fremur sjaldgæft að þau séu metin alvarleg. Þá hefur þeim ekki fjölgað á síðustu árum eru um tíu til tuttugu á ári,“ segir Tómas. Tilkynningum starfsfólk um atvik sem hafa orðið á Landspítalanum hefur fjölgað síðustu ár. Hins vegar sveiflast fjöldi alvarlegra atvika minna. Landspítalinn áætlar nú að ráða talsmann sjúklinga fyrir fólk sem telur þjónustu spítalans ábótavant. Þá vill spítalinn auka samtal við sjúklinga. Vísir/Hjalti Bætt öryggismenning Hann segir fjölgun í málaflokknum í heild merki um bætta öryggismenningu innan spítalans og að ferlar séu að virka. „Mikilvægi öryggismenningarinnar, er að starfsfólk en líka sjúklingar og aðstandendur veigri sér ekki við því að tilkynna atvik. Þess vegna er fjölgun atvika hugsanlega jákvætt merki um að ferlarnir okkar séu að virka,“ segir Tómas. Hann segir þó aðra þætti eins og álag í heilbrigðisþjónustu, fjölgun landsmanna og öldrun þjóðarinnar líka hluta af skýringunni. „Auðvitað hefur þetta allt áhrif,“ segir hann. Talsmenn sjúklinga hafa gagnrýnt að erfitt sé að koma umkvörtunum á framfæri við heilbrigðisstofnanir og landlækni og kalla eftir umboðsmanni sjúklinga. Auglýst eftir talsmanni sjúklinga Landspítalinn hefur nú auglýst eftir talsmanni sjúklinga á Landspítalanum sem verður með aðstöðu á skrifstofu forstjóra. Umsóknarfrestur rennur út 17. apríl. Tómas segir unnið að því að bæta samskipti við sjúklinga þegar atvik koma upp á spítalanum og þetta sé hluti af því. „Við getum bætt okkar ferla og til þess erum við með ferli. Hluti af vegferðinni er að kynna þessi réttindi betur fyrir sjúklingum og eiga meira samtal við þá. Þá verður ráðning talsmanns sjúklinga mikilvægt skref í þessum málum, ,“ segir hann að lokum. Landspítalinn Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Landlæknir fær sífellt fleiri kvartanir og athugasemdir frá almenningi um heilbrigðisþjónustu til sín og tekur langan tíma að fá niðurstöðu úr slíkum málum. Svipuð þróun hefur verið á Landspítalanum en fleiri tilkynningar berast frá starfsfólki um atvik þar en áður. Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga segir að slíkar tilkynningar geti snúið að stórum og smáum málum sem gerast innan spítalans. „Málaflokkurinn í heild sinni hefur vaxið mjög mikið á síðustu árum þannig að atvikaskráningum hefur fjölgað. Atvikin eru flokkuð í þrjá flokka og fremur sjaldgæft að þau séu metin alvarleg. Þá hefur þeim ekki fjölgað á síðustu árum eru um tíu til tuttugu á ári,“ segir Tómas. Tilkynningum starfsfólk um atvik sem hafa orðið á Landspítalanum hefur fjölgað síðustu ár. Hins vegar sveiflast fjöldi alvarlegra atvika minna. Landspítalinn áætlar nú að ráða talsmann sjúklinga fyrir fólk sem telur þjónustu spítalans ábótavant. Þá vill spítalinn auka samtal við sjúklinga. Vísir/Hjalti Bætt öryggismenning Hann segir fjölgun í málaflokknum í heild merki um bætta öryggismenningu innan spítalans og að ferlar séu að virka. „Mikilvægi öryggismenningarinnar, er að starfsfólk en líka sjúklingar og aðstandendur veigri sér ekki við því að tilkynna atvik. Þess vegna er fjölgun atvika hugsanlega jákvætt merki um að ferlarnir okkar séu að virka,“ segir Tómas. Hann segir þó aðra þætti eins og álag í heilbrigðisþjónustu, fjölgun landsmanna og öldrun þjóðarinnar líka hluta af skýringunni. „Auðvitað hefur þetta allt áhrif,“ segir hann. Talsmenn sjúklinga hafa gagnrýnt að erfitt sé að koma umkvörtunum á framfæri við heilbrigðisstofnanir og landlækni og kalla eftir umboðsmanni sjúklinga. Auglýst eftir talsmanni sjúklinga Landspítalinn hefur nú auglýst eftir talsmanni sjúklinga á Landspítalanum sem verður með aðstöðu á skrifstofu forstjóra. Umsóknarfrestur rennur út 17. apríl. Tómas segir unnið að því að bæta samskipti við sjúklinga þegar atvik koma upp á spítalanum og þetta sé hluti af því. „Við getum bætt okkar ferla og til þess erum við með ferli. Hluti af vegferðinni er að kynna þessi réttindi betur fyrir sjúklingum og eiga meira samtal við þá. Þá verður ráðning talsmanns sjúklinga mikilvægt skref í þessum málum, ,“ segir hann að lokum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira