Skýrsla eftir tap í Aachen: Svei þér Hendrich! Aron Guðmundsson skrifar 9. apríl 2024 21:32 Diljá Ýr Zomers í baráttunni fyrir íslenska liðið í leik kvöldsins Vísir/Getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mátti sætta sig við 3-1 tap gegn Þýskalandi á útivelli í undankeppni EM 2025 í kvöld. Aðstæðurnar í Aachen í kvöld voru á þann veg að maður taldi góðar líkur á góðum úrslitum fyrir Ísland. Veðurfarslega voru aðstæður frábærar og inn á leikvanginum var stemningin meðal þýskra áhorfenda á þá leið að hún getur ekki hafa valdið sviðsskrekk hjá okkar konum. Samt sem áður, þrátt fyrir allt þetta, byrjað leikurinn á versta veg fyrir okkar konur. Lea Schuller, liðsfélagi Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen var ein á auðum sjó innan vítateigs Íslands og var boðið upp á frítt færi til þess að koma Þýskalandi yfir. Hún þakkaði pent fyrir það færi og gerði akkúrat það. Atburðarás þvert á það sem maður hafði heyrt frá íslensku leikmönnunum í aðdraganda leiksins um það sem ætti að gerast. Var allt að fara stefna á versta veg? Í staðinn fyrir að láta þessar miður góðu vendingar slá sig út af laginu, spyrntu stelpurnar okkar sér frá botninum. Ógnin sem felst í löngu innköstum Sveindísar Jane. Sú ógn er raunveruleg dömur mínar og herrar. Það í bland við styrk Glódísar Perlu innan teigs til þess að fleyta boltanum áfram lengra inn á hættusvæði. Eitthvað var að lokum undan að láta. Íslenska liðið fékk tvö dauðafæri til þess að jafna leikinn. Fyrst Ingibjörg Sigurðar svo Hildur Antons en inn vildi boltinn ekki. Er þetta einn af þessum dögum þar sem ekkert gengur upp? Nei sagði Hlín Eiríksdóttir sem var eina breytingin á liði Íslands milli leikja hjá Þorsteini landsliðsþjálfara. Hlín hafði verið ógnandi eftir mark Þýskalands og áræðni hennar skilaði sér í jöfnunarmarki Íslands. Loksins! Skömmu eftir íslenska markið urðum við þó fyrir áfalli. Kathrin Hendrich, liðsfélagi Sveindísar Jane, fór í glórulausa tæklingu. Viljandi tæklingu því Sveindís var á leið í afar ákjósanlega stöðu einn á einn! Sveindís féll við og útlitið var strax slæmt. Hún hélt um öxl sína, gerði tilraun til þess að halda leik áfram en sársaukinn var það mikill að hún þurfti að víkja af velli og fór beinustu leið upp á sjúkrahús í myndatöku. Svei þér Hendrich. Maður myndi vilja vera fluga á vegg þegar hún snýr aftur til síns félagsliðs. Forráðamenn Wolfsburg væntanlega ekki ánægðir með framgöngu Hendrich og mætti líkja þessu við að kýla sjálfan sig af fullum þunga í andlitið. Þjóðverjarnir gengu á lagið eftir brotthvarf Sveindísar því skiljanlega hafði það sín áhrif á leikskipulag og sóknarupplegg Íslands. Þýska liðið kom sér aftur yfir. Aftur var það Lea Schuller sem skoraði. Sóknarþungi Þjóðverja var gífurlegur og á versta mögulega tímanum, nokkrum sekúndum fyrir lok fyrri hálfleiks, bætti Lena Oberdorf við þriðja marki liðsins. Úr því sem komið var náði íslenska liðið að halda sjó í seinni hálfleik án þess að skaðinn yrði meiri. Lokatölur 3-1 sigur Þjóðverja sem tylla sér á topp riðilsins. Fyrsti landsleikjaglugginn í undankeppninni endar með einum sigri og einu tapi fyrir Ísland og er liðið með jafnmörg stig og Austurríki í öðru og þriðja sæti. Framundan, í næsta verkefni, eru tveir leikir gegn Austurríki. Leikir sem óhætt er að kalla úrslitaleiki því fjögur til sex stig úr þeim leikjum gætu gert gæfumuninn og jafnvel tryggt EM sæti. Heilt yfir má finna marga jákvæða punkta í leik Íslands í nýafstöðnu verkefni. Nú er að þjappa sér saman og koma af krafti inn í næstu leiki. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Sjá meira
Samt sem áður, þrátt fyrir allt þetta, byrjað leikurinn á versta veg fyrir okkar konur. Lea Schuller, liðsfélagi Glódísar Perlu hjá Bayern Munchen var ein á auðum sjó innan vítateigs Íslands og var boðið upp á frítt færi til þess að koma Þýskalandi yfir. Hún þakkaði pent fyrir það færi og gerði akkúrat það. Atburðarás þvert á það sem maður hafði heyrt frá íslensku leikmönnunum í aðdraganda leiksins um það sem ætti að gerast. Var allt að fara stefna á versta veg? Í staðinn fyrir að láta þessar miður góðu vendingar slá sig út af laginu, spyrntu stelpurnar okkar sér frá botninum. Ógnin sem felst í löngu innköstum Sveindísar Jane. Sú ógn er raunveruleg dömur mínar og herrar. Það í bland við styrk Glódísar Perlu innan teigs til þess að fleyta boltanum áfram lengra inn á hættusvæði. Eitthvað var að lokum undan að láta. Íslenska liðið fékk tvö dauðafæri til þess að jafna leikinn. Fyrst Ingibjörg Sigurðar svo Hildur Antons en inn vildi boltinn ekki. Er þetta einn af þessum dögum þar sem ekkert gengur upp? Nei sagði Hlín Eiríksdóttir sem var eina breytingin á liði Íslands milli leikja hjá Þorsteini landsliðsþjálfara. Hlín hafði verið ógnandi eftir mark Þýskalands og áræðni hennar skilaði sér í jöfnunarmarki Íslands. Loksins! Skömmu eftir íslenska markið urðum við þó fyrir áfalli. Kathrin Hendrich, liðsfélagi Sveindísar Jane, fór í glórulausa tæklingu. Viljandi tæklingu því Sveindís var á leið í afar ákjósanlega stöðu einn á einn! Sveindís féll við og útlitið var strax slæmt. Hún hélt um öxl sína, gerði tilraun til þess að halda leik áfram en sársaukinn var það mikill að hún þurfti að víkja af velli og fór beinustu leið upp á sjúkrahús í myndatöku. Svei þér Hendrich. Maður myndi vilja vera fluga á vegg þegar hún snýr aftur til síns félagsliðs. Forráðamenn Wolfsburg væntanlega ekki ánægðir með framgöngu Hendrich og mætti líkja þessu við að kýla sjálfan sig af fullum þunga í andlitið. Þjóðverjarnir gengu á lagið eftir brotthvarf Sveindísar því skiljanlega hafði það sín áhrif á leikskipulag og sóknarupplegg Íslands. Þýska liðið kom sér aftur yfir. Aftur var það Lea Schuller sem skoraði. Sóknarþungi Þjóðverja var gífurlegur og á versta mögulega tímanum, nokkrum sekúndum fyrir lok fyrri hálfleiks, bætti Lena Oberdorf við þriðja marki liðsins. Úr því sem komið var náði íslenska liðið að halda sjó í seinni hálfleik án þess að skaðinn yrði meiri. Lokatölur 3-1 sigur Þjóðverja sem tylla sér á topp riðilsins. Fyrsti landsleikjaglugginn í undankeppninni endar með einum sigri og einu tapi fyrir Ísland og er liðið með jafnmörg stig og Austurríki í öðru og þriðja sæti. Framundan, í næsta verkefni, eru tveir leikir gegn Austurríki. Leikir sem óhætt er að kalla úrslitaleiki því fjögur til sex stig úr þeim leikjum gætu gert gæfumuninn og jafnvel tryggt EM sæti. Heilt yfir má finna marga jákvæða punkta í leik Íslands í nýafstöðnu verkefni. Nú er að þjappa sér saman og koma af krafti inn í næstu leiki.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Mest lesið Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn