„Þurfum að tapa færri boltum og taka betri ákvarðanir sóknarlega í næsta leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 9. apríl 2024 21:18 Arnar Guðjónsson var svekktur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar unnu tólf stiga sigur gegn Stjörnunni 80-68 í fyrsta leik milli liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var ekki sáttur með seinni hálfleik Stjörnunnar. „Mér fannst annar leikhluti allt í lagi en þriðji leikhluti var það sem fór með þennan leik,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik og hélt áfram að tala um þriðja leikhluta. „Við tókum vondar ákvarðanir sóknarlega sem varð til þess að þær fengu auðveldar körfur og síðan vorum við í vandræðum með pressuna þeirra.“ Varamannabekkur Hauka fékk tæknivillu undir lok fyrri hálfleiks og eftir að Katarzyna Trzeciak, leikmaður Stjörnunnar, setti niður vítaskot fengu Haukar boltann aftur þrátt fyrir mótmæli Stjörnunnar. „Við héldum að við ættum að eiga boltann og svo var víst ekki en það hlýtur að vera rétt ég sá það ekki og Keira setti gott skot ofan í.“ Arnar vísar í það að Haukar fengu boltann og Keira Robinson setti niður skot á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks en hann vildi ekki meina að hans lið hafi tekið svekkelsið með sér út í síðari hálfleik. „Nei ég held að þetta hafi ekki legið á því. Haukar voru betri í seinni hálfleik og við spiluðum ekki nógu vel.“ Það gekk ekkert upp hjá Stjörnunni í þriðja leikhluta og Arnar neyddist til þess að brenna tvö leikhlé á tveimur mínútum. „Það sem gerðist var ekki það sem ég bað um. Ég var með hugmyndir og stundum klikka þær en ég vil sjá þær klikka áður en við förum að gera eitthvað annað.“ Stjarnan tapaði nítján boltum sem var allt of mikið að mati Arnars og liðið verður að laga það fyrir næsta leik gegn Haukum á laugardaginn. „Þetta var sami varnarleikur hjá þeim og seinast þegar að við spiluðum við þær í Ólafssal. Þá gerðu þær nákvæmlega það sama og við brotnuðum á sama hátt.“ „Við þurfum að tapa færri boltum í næsta leik og við þurfum að taka betri ákvarðanir sóknarlega svo við gefum þeim ekki auðveldar körfur,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum. Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
„Mér fannst annar leikhluti allt í lagi en þriðji leikhluti var það sem fór með þennan leik,“ sagði Arnar Guðjónsson eftir leik og hélt áfram að tala um þriðja leikhluta. „Við tókum vondar ákvarðanir sóknarlega sem varð til þess að þær fengu auðveldar körfur og síðan vorum við í vandræðum með pressuna þeirra.“ Varamannabekkur Hauka fékk tæknivillu undir lok fyrri hálfleiks og eftir að Katarzyna Trzeciak, leikmaður Stjörnunnar, setti niður vítaskot fengu Haukar boltann aftur þrátt fyrir mótmæli Stjörnunnar. „Við héldum að við ættum að eiga boltann og svo var víst ekki en það hlýtur að vera rétt ég sá það ekki og Keira setti gott skot ofan í.“ Arnar vísar í það að Haukar fengu boltann og Keira Robinson setti niður skot á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks en hann vildi ekki meina að hans lið hafi tekið svekkelsið með sér út í síðari hálfleik. „Nei ég held að þetta hafi ekki legið á því. Haukar voru betri í seinni hálfleik og við spiluðum ekki nógu vel.“ Það gekk ekkert upp hjá Stjörnunni í þriðja leikhluta og Arnar neyddist til þess að brenna tvö leikhlé á tveimur mínútum. „Það sem gerðist var ekki það sem ég bað um. Ég var með hugmyndir og stundum klikka þær en ég vil sjá þær klikka áður en við förum að gera eitthvað annað.“ Stjarnan tapaði nítján boltum sem var allt of mikið að mati Arnars og liðið verður að laga það fyrir næsta leik gegn Haukum á laugardaginn. „Þetta var sami varnarleikur hjá þeim og seinast þegar að við spiluðum við þær í Ólafssal. Þá gerðu þær nákvæmlega það sama og við brotnuðum á sama hátt.“ „Við þurfum að tapa færri boltum í næsta leik og við þurfum að taka betri ákvarðanir sóknarlega svo við gefum þeim ekki auðveldar körfur,“ sagði Arnar Guðjónsson að lokum.
Stjarnan Subway-deild kvenna Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira