Tinder-notendur fá að vita hvers vegna þeim er boðinn afsláttur Kjartan Kjartansson skrifar 10. apríl 2024 10:38 Hægt er að borgar fyrir úrvalsþjónustu í Tinder-forritinu. Miðillinn notaði sjálfvirkar aðferðir til þess að bjóða þeim sem höfðu ekki áhuga á þjónustunni persónusniðinn afslátt án þess að gera þeim grein fyrir því. Vísir/EPA Stefnumótaforritið Tinder þarf að byrja að láta notendur sem það býður persónusniðinn afslátt vita hvers vegna í þessum mánuði. Þetta er niðurstaða samráðs við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og neytendayfirvöld sem töldu ósanngjarnt að upplýsa ekki neytendur um hvers vegna afsláttartilboðum væri haldið að þeim. Sænsk neytendasamtök komust að því árið 2022 að Tinder rukkaði notendur sína um mismunandi verð án þess að skýrt mynstur væri um hvaða breytur réði verðinu. Athugun á viðskiptaháttum Tinder á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og sænskra og hollenskra neytendayfirvalda hófst í júlí 2022. Í ljós kom að Tinder notaði sjálfvirkar aðferðir til þess að finna notendur sem höfðu lítinn eða engan áhuga á sérstakri úrvalsþjónustu sem Tinder býður upp á og greiða þarf fyrir sérstaklega fyrir ólíkt hefðbundinni útgáfu forritsins. Þeim notendum var síðan boðinn persónusniðinn afsláttur. Evrópsk neytendayfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Tinder hefði beitti þessum aðferðum án þess að upplýsa neytendur sína en það er brot á neytendalöggjöf Evrópusambandsins, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Neytendastofu. Tinder bauð einnig afslátt á úrvalsþjónustunni á grundvelli aldurs notenda án þess að láta þá vita. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins verða fyrirtæki að veita neytendum rétta rupplýsingar og forðast að villa um fyrir þeim til að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um viðskipti. Fyrirtæki verða að upplýsa neytendur um persónusniðið verð sem byggist á sjálfvirkri aðferð. Tinder hefur nú skuldbundið sig til þess að upplýsa neytendur um hvers vegna þeim var boðinn persónsniðinn afsláttur, til dæmis ef þeir höfðu ekki áhuga á þjónustunni á venjulegi verði. Miðilinn ætlar einnig að upplýsa neytendur skýrt um að sjálfvirkar aðferðir hafi verið notaðar til þess að bjóða þeim afslátt og að beita ekki persónusniðinni verðlagningu á grundvelli aldurs notenda án þess að upplýsa um það skýrt fyrirfram. Neytendur Samfélagsmiðlar Tinder Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Sænsk neytendasamtök komust að því árið 2022 að Tinder rukkaði notendur sína um mismunandi verð án þess að skýrt mynstur væri um hvaða breytur réði verðinu. Athugun á viðskiptaháttum Tinder á vegum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og sænskra og hollenskra neytendayfirvalda hófst í júlí 2022. Í ljós kom að Tinder notaði sjálfvirkar aðferðir til þess að finna notendur sem höfðu lítinn eða engan áhuga á sérstakri úrvalsþjónustu sem Tinder býður upp á og greiða þarf fyrir sérstaklega fyrir ólíkt hefðbundinni útgáfu forritsins. Þeim notendum var síðan boðinn persónusniðinn afsláttur. Evrópsk neytendayfirvöld komust að þeirri niðurstöðu að Tinder hefði beitti þessum aðferðum án þess að upplýsa neytendur sína en það er brot á neytendalöggjöf Evrópusambandsins, að því er kemur fram í tilkynningu á vef Neytendastofu. Tinder bauð einnig afslátt á úrvalsþjónustunni á grundvelli aldurs notenda án þess að láta þá vita. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins verða fyrirtæki að veita neytendum rétta rupplýsingar og forðast að villa um fyrir þeim til að hafa áhrif á ákvörðun þeirra um viðskipti. Fyrirtæki verða að upplýsa neytendur um persónusniðið verð sem byggist á sjálfvirkri aðferð. Tinder hefur nú skuldbundið sig til þess að upplýsa neytendur um hvers vegna þeim var boðinn persónsniðinn afsláttur, til dæmis ef þeir höfðu ekki áhuga á þjónustunni á venjulegi verði. Miðilinn ætlar einnig að upplýsa neytendur skýrt um að sjálfvirkar aðferðir hafi verið notaðar til þess að bjóða þeim afslátt og að beita ekki persónusniðinni verðlagningu á grundvelli aldurs notenda án þess að upplýsa um það skýrt fyrirfram.
Neytendur Samfélagsmiðlar Tinder Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira