Vildi ekki dæma víti á „barnaleg mistök“ Arsenal Sindri Sverrisson skrifar 10. apríl 2024 11:31 Gabriel tók boltann upp með höndum innan teigs en engin vítaspyrna var dæmd. Getty/Sven Hoppe Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Bayern, var afar reiður yfir útskýringum dómarans á því af hverju ekki skyldi dæmd vítaspyrna á Arsenal vegna furðulegs atviks í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Lundúnum í gær og voru Arsenal-menn hundfúlir yfir að fá ekki vítaspyrnu í blálokin þegar þeir töldu brotið á Bukayo Saka. Bæjarar töldu sig hins vegar einnig eiga að fá víti, um miðjan seinni hálfleik, þegar Gabriel varnarmaður Arsenal tók boltann upp með höndum. Varnarmaðurinn virtist telja að leikurinn væri ekki kominn í gang, eftir markspyrnu David Raya. „Ég held að dómarinn hafi ekki haft hugrekkið til að dæma verðskuldaða vítaspyrnu í dag, í svolítið klikkuðu og vandræðalegu atviki,“ sagði Tuchel. Sömu reglur og í reit greinilega pic.twitter.com/RbwJqdBNkM— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) April 10, 2024 „Dómarinn viðurkenndi á vellinum að hann hefði séð atvikið og sagði að í 8-liða úrslitum þá væri þetta ekki nóg til að dæma víti, fyrir barnaleg mistök. Hann viðurkenndi að hafa séð mistökin sem leikmaðurinn gerði,“ sagði Tuchel og leyndi ekki vonbrigðum sínum. „Þetta var markspyrna, markvörðurinn sendi á varnarmanninn sem snerti boltann með hendi því hann hélt að leikurinn væri ekki kominn í gang. En leikurinn var í gangi og dómarinn viðurkenndi það og að þetta væri hendi. Mjög ergilegt.“ Liðin mætast að nýju í Þýskalandi eftir viku og sigurliðið í þeim leik kemst áfram í undanúrslit keppninnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01 Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Liðin gerðu 2-2 jafntefli í Lundúnum í gær og voru Arsenal-menn hundfúlir yfir að fá ekki vítaspyrnu í blálokin þegar þeir töldu brotið á Bukayo Saka. Bæjarar töldu sig hins vegar einnig eiga að fá víti, um miðjan seinni hálfleik, þegar Gabriel varnarmaður Arsenal tók boltann upp með höndum. Varnarmaðurinn virtist telja að leikurinn væri ekki kominn í gang, eftir markspyrnu David Raya. „Ég held að dómarinn hafi ekki haft hugrekkið til að dæma verðskuldaða vítaspyrnu í dag, í svolítið klikkuðu og vandræðalegu atviki,“ sagði Tuchel. Sömu reglur og í reit greinilega pic.twitter.com/RbwJqdBNkM— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) April 10, 2024 „Dómarinn viðurkenndi á vellinum að hann hefði séð atvikið og sagði að í 8-liða úrslitum þá væri þetta ekki nóg til að dæma víti, fyrir barnaleg mistök. Hann viðurkenndi að hafa séð mistökin sem leikmaðurinn gerði,“ sagði Tuchel og leyndi ekki vonbrigðum sínum. „Þetta var markspyrna, markvörðurinn sendi á varnarmanninn sem snerti boltann með hendi því hann hélt að leikurinn væri ekki kominn í gang. En leikurinn var í gangi og dómarinn viðurkenndi það og að þetta væri hendi. Mjög ergilegt.“ Liðin mætast að nýju í Þýskalandi eftir viku og sigurliðið í þeim leik kemst áfram í undanúrslit keppninnar.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01 Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Sjá meira
Arteta: Þú gerir mistök og þér er refsað Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, segir sína menn geta sinnt litlu hlutunum betur eftir 2-2 jafntefli við Bayern München í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 9. apríl 2024 23:01
Stál í stál í Lundúnum Arsenal og Bayern München gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeild Evrópu. Það er því allt undir í síðari leik liðanna sem fram fer í Þýskalandi þann 17. apríl. 9. apríl 2024 21:00