Segist ekki hafa horft á Eurovision í rúm fimmtíu ár Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. apríl 2024 16:05 Brynjari Níelssyni er margt til lista lagt en telur sig samt ekki vera góðan kandídat í Eurovision kynni. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson segist telja að hann yrði ómögulegur lýsir Eurovision keppninnar. Hann segist síðast hafa horft á Eurovision árið 1970 eða fyrir 53 árum síðan og hefur litla trú á að Ríkisútvarpið myndi vilja ráða hann í giggið. Tilefnið er undirskriftarsöfnun sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins blés til undirskriftarsöfnunar þar sem Brynjar er hvattur til að hlaupa í skarðið fyrir Gísla Martein til að lýsa keppninni í beinni í maí. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega þúsund manns skrifað undir áskorunina. Gísli Marteinn hefur lýst keppninni undanfarin ár en hyggst ekki gera það nú. Ástæðan er ástandið á Gasa og viðbrögð stjórnenda keppninnar við henni, eða skortur þar á. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir leit að eftirmanni Gísla Marteins ganga vel og tilkynnt verði innan skamms hver lýsi keppninni. „Ekki woke og er öfga hægrimaður að auki“ Brynjar bregst við áskoruninni á Facebook. Þar vekur það sérstaka athygli hans að Sigmundur lætur fylgja með mynd af Hollywood leikaranum Harrison Ford í hlutverki Han Solo úr Star Wars myndunum. Brynjar segist ekki hafa fengið frið eftir að áskorunin var sett á netið. „Var samt ánægður með myndina sem fylgdi áskorun hans á fésbókinni. Hef nefnilega oft lent í því í útlöndum að miðaldra konur kikni í hnjánum og ungar konur skræki þegar þær hitta mig á förnum vegi og biðja mig um eiginhandaráritun og selfí,“ skrifar laufléttur Brynjar. Ríkisstjórnin verður eins og hún var en Gísli Marteinn sagði af sér embætti og nú er hafin undirskriftasöfnun um að Brynjar Níelsson lýsi Eurovision í ár.Brynjar til Malmö!:https://t.co/IG57aWde4J pic.twitter.com/krIbI2kqx7— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) April 9, 2024 Hann segir eiginkonu sína þó hafa sagt að ekkert sé líkt með honum og Hollywood leikaranum nema harðlífissvipurinn, sem sé að vísu nokkuð áberandi hjá þeim báðum. Brynjar segir að það þyrfti að kýla Harrison Ford á kjaftinn og nefbrjóta hann nokkrum sinnum til að hann líktist honum almennilega. Þó séu nokkur vandkvæði við áskorun Sigmundar. „Þeir á RÚV myndu aldrei ráða mann í svona djobb sem er ekki woke og er öfga hægrimaður að auki. Þá hef ég ekki horft á Júróvisjon síðan Dana Rosemary vann keppnina 1970 með laginu "All kinds of Everything" og því frekar illa að mér um keppnina. Svo gæti ég aldrei orðið eins hress og skemmtilegur og Gísli Marteinn og Felix. Ég yrði álíka glaðlegur þulur og föndur kennarinn í Spaugstofunni.“ Eurovision Tengdar fréttir Leitinni að arftaka Gísla Marteins miðar vel Leitinni að arftaka Gísla Marteins Baldurssonar sem kynnis í Eurovision miðar vel. Verður fljótlega tilkynnt um arftakann. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. 9. apríl 2024 11:12 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
Tilefnið er undirskriftarsöfnun sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins blés til undirskriftarsöfnunar þar sem Brynjar er hvattur til að hlaupa í skarðið fyrir Gísla Martein til að lýsa keppninni í beinni í maí. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega þúsund manns skrifað undir áskorunina. Gísli Marteinn hefur lýst keppninni undanfarin ár en hyggst ekki gera það nú. Ástæðan er ástandið á Gasa og viðbrögð stjórnenda keppninnar við henni, eða skortur þar á. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir leit að eftirmanni Gísla Marteins ganga vel og tilkynnt verði innan skamms hver lýsi keppninni. „Ekki woke og er öfga hægrimaður að auki“ Brynjar bregst við áskoruninni á Facebook. Þar vekur það sérstaka athygli hans að Sigmundur lætur fylgja með mynd af Hollywood leikaranum Harrison Ford í hlutverki Han Solo úr Star Wars myndunum. Brynjar segist ekki hafa fengið frið eftir að áskorunin var sett á netið. „Var samt ánægður með myndina sem fylgdi áskorun hans á fésbókinni. Hef nefnilega oft lent í því í útlöndum að miðaldra konur kikni í hnjánum og ungar konur skræki þegar þær hitta mig á förnum vegi og biðja mig um eiginhandaráritun og selfí,“ skrifar laufléttur Brynjar. Ríkisstjórnin verður eins og hún var en Gísli Marteinn sagði af sér embætti og nú er hafin undirskriftasöfnun um að Brynjar Níelsson lýsi Eurovision í ár.Brynjar til Malmö!:https://t.co/IG57aWde4J pic.twitter.com/krIbI2kqx7— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) April 9, 2024 Hann segir eiginkonu sína þó hafa sagt að ekkert sé líkt með honum og Hollywood leikaranum nema harðlífissvipurinn, sem sé að vísu nokkuð áberandi hjá þeim báðum. Brynjar segir að það þyrfti að kýla Harrison Ford á kjaftinn og nefbrjóta hann nokkrum sinnum til að hann líktist honum almennilega. Þó séu nokkur vandkvæði við áskorun Sigmundar. „Þeir á RÚV myndu aldrei ráða mann í svona djobb sem er ekki woke og er öfga hægrimaður að auki. Þá hef ég ekki horft á Júróvisjon síðan Dana Rosemary vann keppnina 1970 með laginu "All kinds of Everything" og því frekar illa að mér um keppnina. Svo gæti ég aldrei orðið eins hress og skemmtilegur og Gísli Marteinn og Felix. Ég yrði álíka glaðlegur þulur og föndur kennarinn í Spaugstofunni.“
Eurovision Tengdar fréttir Leitinni að arftaka Gísla Marteins miðar vel Leitinni að arftaka Gísla Marteins Baldurssonar sem kynnis í Eurovision miðar vel. Verður fljótlega tilkynnt um arftakann. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. 9. apríl 2024 11:12 Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað Sjá meira
Leitinni að arftaka Gísla Marteins miðar vel Leitinni að arftaka Gísla Marteins Baldurssonar sem kynnis í Eurovision miðar vel. Verður fljótlega tilkynnt um arftakann. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. 9. apríl 2024 11:12