Segist ekki hafa horft á Eurovision í rúm fimmtíu ár Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. apríl 2024 16:05 Brynjari Níelssyni er margt til lista lagt en telur sig samt ekki vera góðan kandídat í Eurovision kynni. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson segist telja að hann yrði ómögulegur lýsir Eurovision keppninnar. Hann segist síðast hafa horft á Eurovision árið 1970 eða fyrir 53 árum síðan og hefur litla trú á að Ríkisútvarpið myndi vilja ráða hann í giggið. Tilefnið er undirskriftarsöfnun sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins blés til undirskriftarsöfnunar þar sem Brynjar er hvattur til að hlaupa í skarðið fyrir Gísla Martein til að lýsa keppninni í beinni í maí. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega þúsund manns skrifað undir áskorunina. Gísli Marteinn hefur lýst keppninni undanfarin ár en hyggst ekki gera það nú. Ástæðan er ástandið á Gasa og viðbrögð stjórnenda keppninnar við henni, eða skortur þar á. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir leit að eftirmanni Gísla Marteins ganga vel og tilkynnt verði innan skamms hver lýsi keppninni. „Ekki woke og er öfga hægrimaður að auki“ Brynjar bregst við áskoruninni á Facebook. Þar vekur það sérstaka athygli hans að Sigmundur lætur fylgja með mynd af Hollywood leikaranum Harrison Ford í hlutverki Han Solo úr Star Wars myndunum. Brynjar segist ekki hafa fengið frið eftir að áskorunin var sett á netið. „Var samt ánægður með myndina sem fylgdi áskorun hans á fésbókinni. Hef nefnilega oft lent í því í útlöndum að miðaldra konur kikni í hnjánum og ungar konur skræki þegar þær hitta mig á förnum vegi og biðja mig um eiginhandaráritun og selfí,“ skrifar laufléttur Brynjar. Ríkisstjórnin verður eins og hún var en Gísli Marteinn sagði af sér embætti og nú er hafin undirskriftasöfnun um að Brynjar Níelsson lýsi Eurovision í ár.Brynjar til Malmö!:https://t.co/IG57aWde4J pic.twitter.com/krIbI2kqx7— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) April 9, 2024 Hann segir eiginkonu sína þó hafa sagt að ekkert sé líkt með honum og Hollywood leikaranum nema harðlífissvipurinn, sem sé að vísu nokkuð áberandi hjá þeim báðum. Brynjar segir að það þyrfti að kýla Harrison Ford á kjaftinn og nefbrjóta hann nokkrum sinnum til að hann líktist honum almennilega. Þó séu nokkur vandkvæði við áskorun Sigmundar. „Þeir á RÚV myndu aldrei ráða mann í svona djobb sem er ekki woke og er öfga hægrimaður að auki. Þá hef ég ekki horft á Júróvisjon síðan Dana Rosemary vann keppnina 1970 með laginu "All kinds of Everything" og því frekar illa að mér um keppnina. Svo gæti ég aldrei orðið eins hress og skemmtilegur og Gísli Marteinn og Felix. Ég yrði álíka glaðlegur þulur og föndur kennarinn í Spaugstofunni.“ Eurovision Tengdar fréttir Leitinni að arftaka Gísla Marteins miðar vel Leitinni að arftaka Gísla Marteins Baldurssonar sem kynnis í Eurovision miðar vel. Verður fljótlega tilkynnt um arftakann. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. 9. apríl 2024 11:12 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Tilefnið er undirskriftarsöfnun sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins blés til undirskriftarsöfnunar þar sem Brynjar er hvattur til að hlaupa í skarðið fyrir Gísla Martein til að lýsa keppninni í beinni í maí. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega þúsund manns skrifað undir áskorunina. Gísli Marteinn hefur lýst keppninni undanfarin ár en hyggst ekki gera það nú. Ástæðan er ástandið á Gasa og viðbrögð stjórnenda keppninnar við henni, eða skortur þar á. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, segir leit að eftirmanni Gísla Marteins ganga vel og tilkynnt verði innan skamms hver lýsi keppninni. „Ekki woke og er öfga hægrimaður að auki“ Brynjar bregst við áskoruninni á Facebook. Þar vekur það sérstaka athygli hans að Sigmundur lætur fylgja með mynd af Hollywood leikaranum Harrison Ford í hlutverki Han Solo úr Star Wars myndunum. Brynjar segist ekki hafa fengið frið eftir að áskorunin var sett á netið. „Var samt ánægður með myndina sem fylgdi áskorun hans á fésbókinni. Hef nefnilega oft lent í því í útlöndum að miðaldra konur kikni í hnjánum og ungar konur skræki þegar þær hitta mig á förnum vegi og biðja mig um eiginhandaráritun og selfí,“ skrifar laufléttur Brynjar. Ríkisstjórnin verður eins og hún var en Gísli Marteinn sagði af sér embætti og nú er hafin undirskriftasöfnun um að Brynjar Níelsson lýsi Eurovision í ár.Brynjar til Malmö!:https://t.co/IG57aWde4J pic.twitter.com/krIbI2kqx7— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) April 9, 2024 Hann segir eiginkonu sína þó hafa sagt að ekkert sé líkt með honum og Hollywood leikaranum nema harðlífissvipurinn, sem sé að vísu nokkuð áberandi hjá þeim báðum. Brynjar segir að það þyrfti að kýla Harrison Ford á kjaftinn og nefbrjóta hann nokkrum sinnum til að hann líktist honum almennilega. Þó séu nokkur vandkvæði við áskorun Sigmundar. „Þeir á RÚV myndu aldrei ráða mann í svona djobb sem er ekki woke og er öfga hægrimaður að auki. Þá hef ég ekki horft á Júróvisjon síðan Dana Rosemary vann keppnina 1970 með laginu "All kinds of Everything" og því frekar illa að mér um keppnina. Svo gæti ég aldrei orðið eins hress og skemmtilegur og Gísli Marteinn og Felix. Ég yrði álíka glaðlegur þulur og föndur kennarinn í Spaugstofunni.“
Eurovision Tengdar fréttir Leitinni að arftaka Gísla Marteins miðar vel Leitinni að arftaka Gísla Marteins Baldurssonar sem kynnis í Eurovision miðar vel. Verður fljótlega tilkynnt um arftakann. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. 9. apríl 2024 11:12 Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Leitinni að arftaka Gísla Marteins miðar vel Leitinni að arftaka Gísla Marteins Baldurssonar sem kynnis í Eurovision miðar vel. Verður fljótlega tilkynnt um arftakann. Þetta segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. 9. apríl 2024 11:12