„Vonumst til að allt Austurland sameinist á bak við okkur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. apríl 2024 16:30 Viðar Örn ætlar sér stóra hluti í úrslitakeppninni í ár. Vísir/Sigurjón Höttur leikur í kvöld sinn fyrsta leik í úrslitakeppni í efstu deild karla í körfubolta. Það snýst allt um einvígið við Val á Egilsstöðum og þjálfari liðsins segist vera spenntur fyrir rimmunni. Höttur komst á dögunum í úrslitakeppnina í Subway-deild karla en liðið endaði í 8. sætinu eftir deildarkeppnina. Liðið mætir því deildarmeisturum Vals í 8-liða úrslitunum en vinna þarf þrjá leiki í einvíginu til að komast í undanúrslitin. Leikurinn í kvöld fer fram á Hlíðarenda og hefst klukkan 20:15. Ætlar að hrista upp í hlutunum Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari liðsins og hann ætlar sér að hrista upp í úrslitakeppninni. „Það er mikil eftirvænting og spenna fyrir því að þetta byrji. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að stefna á í lengri tíma og við erum lítill klúbbur að koma inn í þessa úrslitakeppni og við ætlum okkur að hrista upp í þessu og hafa þetta spennandi,“ segir Viðar Örn og heldur áfram. Hann segist ekki vera hræddur við spennufall hjá sínum leikmönnum, að komast loks í úrslitakeppnina. „Maður veit ekkert hvernig þetta verður. Við reyndar mættum Val í undanúrslitum í bikar í fyrra og þá var eitthvað svona hrun en við tökum bara á því sem hent er í okkur.“ Sameinað Austurland Viðar segir að eftirvæntingin fyrir leiknum og einvíginu sé mikil fyrir austan. „Ég held að við séum að ná að kveikja enn meiri áhuga og það er eftirvænting eftir þessu og við vonumst til að allt Austurland sameinist á bak við okkur og við náum að gera eitthvað gott fyrir samfélagið fyrir austan.“ Aðeins einu sinni í sögu úrslitakeppninnar hefur liðið í áttunda sæti slegið út deildarmeistarana og gerðist það árið 1998 þegar ÍA sló út Grindavík. Sagan er því ekki með Hetti fyrir einvígið. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Njarðvík og Þór Þorlákshöfn hefja úrslitakeppnina á Stöð 2 Sport klukkan 19:30. Subway-deild karla Höttur Valur Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira
Höttur komst á dögunum í úrslitakeppnina í Subway-deild karla en liðið endaði í 8. sætinu eftir deildarkeppnina. Liðið mætir því deildarmeisturum Vals í 8-liða úrslitunum en vinna þarf þrjá leiki í einvíginu til að komast í undanúrslitin. Leikurinn í kvöld fer fram á Hlíðarenda og hefst klukkan 20:15. Ætlar að hrista upp í hlutunum Viðar Örn Hafsteinsson er þjálfari liðsins og hann ætlar sér að hrista upp í úrslitakeppninni. „Það er mikil eftirvænting og spenna fyrir því að þetta byrji. Þetta er eitthvað sem við erum búnir að stefna á í lengri tíma og við erum lítill klúbbur að koma inn í þessa úrslitakeppni og við ætlum okkur að hrista upp í þessu og hafa þetta spennandi,“ segir Viðar Örn og heldur áfram. Hann segist ekki vera hræddur við spennufall hjá sínum leikmönnum, að komast loks í úrslitakeppnina. „Maður veit ekkert hvernig þetta verður. Við reyndar mættum Val í undanúrslitum í bikar í fyrra og þá var eitthvað svona hrun en við tökum bara á því sem hent er í okkur.“ Sameinað Austurland Viðar segir að eftirvæntingin fyrir leiknum og einvíginu sé mikil fyrir austan. „Ég held að við séum að ná að kveikja enn meiri áhuga og það er eftirvænting eftir þessu og við vonumst til að allt Austurland sameinist á bak við okkur og við náum að gera eitthvað gott fyrir samfélagið fyrir austan.“ Aðeins einu sinni í sögu úrslitakeppninnar hefur liðið í áttunda sæti slegið út deildarmeistarana og gerðist það árið 1998 þegar ÍA sló út Grindavík. Sagan er því ekki með Hetti fyrir einvígið. Leikur Vals og Hattar hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Njarðvík og Þór Þorlákshöfn hefja úrslitakeppnina á Stöð 2 Sport klukkan 19:30.
Subway-deild karla Höttur Valur Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sjá meira