Fótbolti

Sex hand­teknir vegna morðsins á Fleurs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fleurs í leik á Ólympíuleikunum 2021.
Fleurs í leik á Ólympíuleikunum 2021. Zhizhao Wu/Getty Images

Knattspyrnumaðurinn Luke Fleurs var skotinn til bana í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Í gær, miðvikudag, voru sex manns handteknir vegna morðsins.

Fleurs var skotinn til bana þann 3. apríl þegar vopnaðir menn rændu bíl hans. Morðið var framið á bensínstöð í úthverfi Jóhannesarborgar. Hann var 24 ára gamall.

„Byssumennirnir ógnuðu honum með byssu og þvinguðu hann út úr bílnum. Þeir skutu hann síðan einu sinni í efri hluta líkamans,“ sagði talsmaður lögreglunnar við fjölmiðla í Suður-Afríku.

Mennirnir sex voru handteknir í Soweto, úthverfi Jóhannesarborgar. Fleiri grunaðra er enn leitað. Lögreglan telur að mennirnir séu hluti af hóp sem er ber ábyrgð á bílránum í Gauteng. 

Sakborningarnir verða færðir fyrir dómara þann 12. apríl.


Tengdar fréttir

Fótboltamaður skotinn til bana

Suðurafríski knattspyrnumaðurinn Luke Fleurs lést í gærkvöldi eftir að hann var skotinn í bílaráni í nágrenni við Jóhannesarborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×