Í tilkynningu kemur fram að hjá Skaga muni Erla bera ábyrgð á almennatengslum, markaðsmálum, fjárfestatengslum, ásamt sjálfbærni.
„Erla hefur áralanga reynslu í almannatengslum og markaðsmálum. Áður en hún hóf störf hjá VÍS sem samskiptastjóri árið 2019, var hún starfandi framkvæmdastjóri Festu, miðstöðvar um sjálfbærni. Hún starfaði einnig hjá Brandenburg auglýsingastofu, á samskipta-og markaðssviði hjá Straumi-Burðarási fjárfestingarbanka og starfaði lengi hjá RÚV, bæði í sjónvarpi og útvarpi.
Erla er með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún er jafnframt með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði frá HR og Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS) og BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Erla hefur þegar hafið störf,“ segir í tilkynningunni.