Rauði herinn horfði á slæmt tap 11. apríl 2024 18:31 Mario Pasalic skoraði þriðja mark Atalanta í kvöld. Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images Liverpool mátti þola slæmt tap, 0-3 á heimavelli, gegn Atalanta í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Liverpool byrjaði á afturfótunum og Caomhin Kelleher kom þeim til bjargar með frábærri markvörslu strax á 3. mínútu. Liverpool hélt samt vel í boltann í fyrri hálfleik og skapaði nokkur góð færi. Harvey Elliott komst næst því að skora en skot hans hafnaði í slánni. Atalanta spilaði þétta vörn og reiddi sig á skyndisóknir. Það skilaði sér þegar þeir tóku forystuna á 38. mínútu.Þá keyrðu gestirnir upp hægri vænginn og sendu boltann fyrir markið, beint í hlaupalínu framherjans Gianluca Scamacca sem kom boltanum í netið. Liverpool var svo nálægt því að gefa vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks, en eftir myndbandsskoðun var aukaspyrna dæmd, eftir að boltinn fór í hönd Wataru Endo. Sú spyrna fór langt yfir markið en skömmu síðar skoruðu gestirnir annað mark. Aftur var Gianluca Scamacca á ferðinni, í þetta skiptið fékk hann stoðsendingu frá Charles de Ketelaere. Þrátt fyrir breytingar á liði og leikskipulagi gekk Liverpool illa að skora. Þeir komu boltanum reyndar í netið á 79. mínútu en Mohamed Salah var dæmdur rangstæður og markið ógilt. Heimamenn sendu of marga menn fram og fengu þriðja markið á sig á 84. mínútu. Mario Pasalic fylgdi þar eftir skoti Ederson og setti boltann í netið. Atalanta er því í ansi góðri stöðu fyrir næsta leik liðanna sem fer fram í Bergamo á Ítalíu næsta fimmtudag. Evrópudeild UEFA
Liverpool mátti þola slæmt tap, 0-3 á heimavelli, gegn Atalanta í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Liverpool byrjaði á afturfótunum og Caomhin Kelleher kom þeim til bjargar með frábærri markvörslu strax á 3. mínútu. Liverpool hélt samt vel í boltann í fyrri hálfleik og skapaði nokkur góð færi. Harvey Elliott komst næst því að skora en skot hans hafnaði í slánni. Atalanta spilaði þétta vörn og reiddi sig á skyndisóknir. Það skilaði sér þegar þeir tóku forystuna á 38. mínútu.Þá keyrðu gestirnir upp hægri vænginn og sendu boltann fyrir markið, beint í hlaupalínu framherjans Gianluca Scamacca sem kom boltanum í netið. Liverpool var svo nálægt því að gefa vítaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks, en eftir myndbandsskoðun var aukaspyrna dæmd, eftir að boltinn fór í hönd Wataru Endo. Sú spyrna fór langt yfir markið en skömmu síðar skoruðu gestirnir annað mark. Aftur var Gianluca Scamacca á ferðinni, í þetta skiptið fékk hann stoðsendingu frá Charles de Ketelaere. Þrátt fyrir breytingar á liði og leikskipulagi gekk Liverpool illa að skora. Þeir komu boltanum reyndar í netið á 79. mínútu en Mohamed Salah var dæmdur rangstæður og markið ógilt. Heimamenn sendu of marga menn fram og fengu þriðja markið á sig á 84. mínútu. Mario Pasalic fylgdi þar eftir skoti Ederson og setti boltann í netið. Atalanta er því í ansi góðri stöðu fyrir næsta leik liðanna sem fer fram í Bergamo á Ítalíu næsta fimmtudag.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti