Stjóri Dortmund bað um sjálfu með Del Piero Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. apríl 2024 15:30 Brostu! Edin Terzic tekur sjálfu með Alessandro Del Piero. Knattspyrnustjórar stærstu liða heims eru í grunninn fótboltaáhugamenn sem eiga sínar hetjur eins og kom í ljós eftir leik Atlético Madrid og Borussia Dortmund í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Atlético var mun sterkari aðilinn lengst af í leiknum á Wanda Metropolitano og var 2-0 yfir í hálfleik. Dortmund sótti í sig veðrið eftir því sem á leikinn leið og Sébastien Haller minnkaði muninn þegar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur urðu 2-1 og Dortmund á því enn ágætis möguleika fyrir seinni leikinn á Signal Iduna Park á þriðjudaginn. Eftir leikinn mætti Edin Terzic, stjóri Dortmund, í viðtal í vinsælum markaþætti CBS Sports. Sá sem tók viðtalið var enginn annar en Alessandro Del Piero, sem var einn besti leikmaður heims á sínum tíma. Eftir viðtalið gat Terzic hins vegar ekki stillt sig um að biðja Del Piero um sjálfu. Og ítalska goðið varð við þeirri ósk eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Edin Terzi went from manager mode to fan mode real quick The @delpieroale effect pic.twitter.com/QF4Q52q0JY— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) April 10, 2024 Del Piero er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Juventus en hann lék með liðinu í nítján ár. Hann er bæði leikja- og markahæstur í sögu Juventus með 705 leiki og 290 mörk. Del Piero vann allt sem hægt var að vinna með Juventus, meðal annars ítalska meistaratitilinn sex sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni. Del Piero lék 91 leik fyrir ítalska landsliðið og skoraði 27 mörk. Hann varð heimsmeistari með Ítalíu 2006. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Einvígið lifir þökk sé marki undir lokin Atlético Madrid hefur ekki enn tapað í útsláttarkeppni Meistaradeild Evrópu undir stjórn Diego Simeone. Leikirnir eru nú orðnir 17 talsins en Atlétíco lagði Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 10. apríl 2024 21:05 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Atlético var mun sterkari aðilinn lengst af í leiknum á Wanda Metropolitano og var 2-0 yfir í hálfleik. Dortmund sótti í sig veðrið eftir því sem á leikinn leið og Sébastien Haller minnkaði muninn þegar tíu mínútur voru eftir. Lokatölur urðu 2-1 og Dortmund á því enn ágætis möguleika fyrir seinni leikinn á Signal Iduna Park á þriðjudaginn. Eftir leikinn mætti Edin Terzic, stjóri Dortmund, í viðtal í vinsælum markaþætti CBS Sports. Sá sem tók viðtalið var enginn annar en Alessandro Del Piero, sem var einn besti leikmaður heims á sínum tíma. Eftir viðtalið gat Terzic hins vegar ekki stillt sig um að biðja Del Piero um sjálfu. Og ítalska goðið varð við þeirri ósk eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan. Edin Terzi went from manager mode to fan mode real quick The @delpieroale effect pic.twitter.com/QF4Q52q0JY— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) April 10, 2024 Del Piero er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Juventus en hann lék með liðinu í nítján ár. Hann er bæði leikja- og markahæstur í sögu Juventus með 705 leiki og 290 mörk. Del Piero vann allt sem hægt var að vinna með Juventus, meðal annars ítalska meistaratitilinn sex sinnum og Meistaradeild Evrópu einu sinni. Del Piero lék 91 leik fyrir ítalska landsliðið og skoraði 27 mörk. Hann varð heimsmeistari með Ítalíu 2006.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Einvígið lifir þökk sé marki undir lokin Atlético Madrid hefur ekki enn tapað í útsláttarkeppni Meistaradeild Evrópu undir stjórn Diego Simeone. Leikirnir eru nú orðnir 17 talsins en Atlétíco lagði Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 10. apríl 2024 21:05 Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Einvígið lifir þökk sé marki undir lokin Atlético Madrid hefur ekki enn tapað í útsláttarkeppni Meistaradeild Evrópu undir stjórn Diego Simeone. Leikirnir eru nú orðnir 17 talsins en Atlétíco lagði Dortmund 2-1 í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 10. apríl 2024 21:05