Arion áminntur fyrir verklag í skoðun á mögulegum innherjasvikum Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2024 19:13 Arion banki viðurkenndi að það samræmdist ekki hans eigin reglum það fyrirkomulag að láta starfsmenn fá tvo síma, þar af annan fyrir persónuleg not sem var ekki til á upptöku. Vísir/Vilhelm Viðurlaganefnd Kauphallarinnar áminnti Arion banka opinberlega í dag fyrir að brjóta þannig gegn reglum hennar að hún gat ekki sinnt eftirliti þegar grunur um möguleg innherjasvik kom upp. Ekki var til upptaka af símtali miðlara við fjárfesti sem Kauphöllin sóttist eftir. Málið hófst þegar starfsmenn Kauphallarinnar urðu varir við óvenjuleg viðskipti með hlutabréf skráðra félaga sem höfðu hækkað mikið í verði og velta með bréf þeirra. Skoðun Kauphallarinnar beindist að mögulegum innherjasvikum. Félögin eru ekki nefnd í niðurstöðu viðurlaganefndar Kauphallarinnar sem áminnti Arion banka. Þegar Kauphöllinn kallaði eftir gögnum frá Arion banka um viðskiptin kom í ljós að miðlari bankans hafði rétt við fjárfesti símleiðis í farsíma á vegum bankans. Sá sími var ætlaður til persónulegra nota og var símtalið því ekki tekið upp. Bankinn bað miðlarann um að taka saman skriflega efni símtalanna eftir bestu getu bar punktana undir viðskiptavininn. Kauphöllin fékk minnispunkta um þetta frá bankanum. Þetta taldi Kauphöllinn ekki fullnægjandi verklag og að skortur á upplýsingunum þýddi að hún gæti ekki sinnt reglulegu eftirliti sínu samkvæmt lögum. Taldi hún Arion banka hafa brotið aðildarreglur Kauphöllarinnar og vísaði málinu til svonefndrar viðurlaganefndar sinnar. Tíðkaðist að láta starfsmenn fá tvo síma Nefndin taldi það eðilega kröfu hjá Kauphöllinni að bankinn varðveitti símtalsupptökur. Bankanum bæri skylda til þess að afhenda allar þær upplýsingar sem Kauphöllin teldi nauðsynlegar til þess að sinna lögbundnum skyldum sínum. Fyrirkomulag sem tíðkaðist hjá Arion banka að láta starfsmenn fá tvo síma, þar af annan sem ekki væri á upptöku, hefði leitt til þess að símtölin sem miðlarinn átti við viðskiptavin í persónulegan síma frá bankanum væru ekki varðveitt. Bankinn gat því ekki afhent þau gögn sem honum bar til Kauphallarinnar. Viðurlaganefndin horfði til þess að bankinn hefði viðurkennt að hafa ekki varðveitt símtalsupptökur og að það stríddi gegn hans eigin reglum um varðveislu viðskiptafyrirmæla. Bankinn hefði ennfremur lýst því yfir að gripið hefði verið til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir fleiri atvik af þessu tagi. Niðurstaða nefndarinnar var að áminna Arion opinberlega fyrir að brjóta reglur sem skylduðu hann til að afhenda gögn sem Kauphöllinn óskaði eftir og um viðeigandi skipulag, áhættustýringu, örugg tæknikerfi og hæfni starfsfólks. Arion banki Fjármálafyrirtæki Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Málið hófst þegar starfsmenn Kauphallarinnar urðu varir við óvenjuleg viðskipti með hlutabréf skráðra félaga sem höfðu hækkað mikið í verði og velta með bréf þeirra. Skoðun Kauphallarinnar beindist að mögulegum innherjasvikum. Félögin eru ekki nefnd í niðurstöðu viðurlaganefndar Kauphallarinnar sem áminnti Arion banka. Þegar Kauphöllinn kallaði eftir gögnum frá Arion banka um viðskiptin kom í ljós að miðlari bankans hafði rétt við fjárfesti símleiðis í farsíma á vegum bankans. Sá sími var ætlaður til persónulegra nota og var símtalið því ekki tekið upp. Bankinn bað miðlarann um að taka saman skriflega efni símtalanna eftir bestu getu bar punktana undir viðskiptavininn. Kauphöllin fékk minnispunkta um þetta frá bankanum. Þetta taldi Kauphöllinn ekki fullnægjandi verklag og að skortur á upplýsingunum þýddi að hún gæti ekki sinnt reglulegu eftirliti sínu samkvæmt lögum. Taldi hún Arion banka hafa brotið aðildarreglur Kauphöllarinnar og vísaði málinu til svonefndrar viðurlaganefndar sinnar. Tíðkaðist að láta starfsmenn fá tvo síma Nefndin taldi það eðilega kröfu hjá Kauphöllinni að bankinn varðveitti símtalsupptökur. Bankanum bæri skylda til þess að afhenda allar þær upplýsingar sem Kauphöllin teldi nauðsynlegar til þess að sinna lögbundnum skyldum sínum. Fyrirkomulag sem tíðkaðist hjá Arion banka að láta starfsmenn fá tvo síma, þar af annan sem ekki væri á upptöku, hefði leitt til þess að símtölin sem miðlarinn átti við viðskiptavin í persónulegan síma frá bankanum væru ekki varðveitt. Bankinn gat því ekki afhent þau gögn sem honum bar til Kauphallarinnar. Viðurlaganefndin horfði til þess að bankinn hefði viðurkennt að hafa ekki varðveitt símtalsupptökur og að það stríddi gegn hans eigin reglum um varðveislu viðskiptafyrirmæla. Bankinn hefði ennfremur lýst því yfir að gripið hefði verið til ráðstafana til þess að koma í veg fyrir fleiri atvik af þessu tagi. Niðurstaða nefndarinnar var að áminna Arion opinberlega fyrir að brjóta reglur sem skylduðu hann til að afhenda gögn sem Kauphöllinn óskaði eftir og um viðeigandi skipulag, áhættustýringu, örugg tæknikerfi og hæfni starfsfólks.
Arion banki Fjármálafyrirtæki Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira