Hjól rúllaði undan strætó í Hlíðunum Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2024 20:00 Strætisvagninn staðnæmdist fyrir utan Hlíðaskóla eftir að hjól rúllaði undan honum. Vísir Engan sakaði þegar hjól rúllaði undan strætisvagni á ferð í Hamrahlíð í Reykjavík í kvöld. Hjólið rúllaði niður götuna og staðnæmdist á hringtorgi í Lönguhlíð. Farþegi segir bílstjóra, farþegum og öðrum vegfarendum hafa verið stefnt í hættu. Leið 13 var á leið vestur Hamrahlíð þegar hjól bílstjóramegin losnaði og rúllaði undan vagninum um klukkan sjö í kvöld, að sögn Ingunnar Jónsdóttur, eins farþeganna sem var um borð. Vagninn stöðvaðist fyrir utan Hlíðaskóla en hjólið rúllaði niður á hringtorgið sem er á gatnamótum Hamrahlíðar, Lönguhlíðar og Eskihlíðar. Ingunn segir að vagninn hafi ekki verið á mikilli ferð þegar hjólið losnaði enda sé hámarkshraði í Hamrahlíð þrjátíu kílómetrar á klukkustund. Hjólið segir hún ekki hafa rekist á neitt áður en það rúllaði á endanum á hliðina. Hjólið á hringtorginu við vesturenda Hamrahlíðar.Ingunn Jónsdóttir Allir farþegar þurftu að yfirgefa vagninn eftir óhappið og segir Ingunn að bílstjórinn hafi brugðist vel við þó að hann hafi verið í nokkru uppnámi yfir því sem gerðist. Hann hafi sagst upplifa fálæti frá Strætó sem hann hafi látið vita að eitthvað bjátaði á áður en dekkið sagði skilið við vagninn. Ingunn segir greinilega einhverju ábótavant í viðhaldi hjá Strætó þrátt fyrir að farþegagjöld hafi nýlega verið hækkuð. Bílstjóra, farþegum og öðrum í umferðinni hafi verið stefnt í mikla hættu. „Það er leitt að sjá hvernig Strætó er haldið niðri af stjórnmálamönnum og stjórn Strætó. Við eigum skilið að betur sé staðið að almenningssamgöngum,“ segir hún. Strætó Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Leið 13 var á leið vestur Hamrahlíð þegar hjól bílstjóramegin losnaði og rúllaði undan vagninum um klukkan sjö í kvöld, að sögn Ingunnar Jónsdóttur, eins farþeganna sem var um borð. Vagninn stöðvaðist fyrir utan Hlíðaskóla en hjólið rúllaði niður á hringtorgið sem er á gatnamótum Hamrahlíðar, Lönguhlíðar og Eskihlíðar. Ingunn segir að vagninn hafi ekki verið á mikilli ferð þegar hjólið losnaði enda sé hámarkshraði í Hamrahlíð þrjátíu kílómetrar á klukkustund. Hjólið segir hún ekki hafa rekist á neitt áður en það rúllaði á endanum á hliðina. Hjólið á hringtorginu við vesturenda Hamrahlíðar.Ingunn Jónsdóttir Allir farþegar þurftu að yfirgefa vagninn eftir óhappið og segir Ingunn að bílstjórinn hafi brugðist vel við þó að hann hafi verið í nokkru uppnámi yfir því sem gerðist. Hann hafi sagst upplifa fálæti frá Strætó sem hann hafi látið vita að eitthvað bjátaði á áður en dekkið sagði skilið við vagninn. Ingunn segir greinilega einhverju ábótavant í viðhaldi hjá Strætó þrátt fyrir að farþegagjöld hafi nýlega verið hækkuð. Bílstjóra, farþegum og öðrum í umferðinni hafi verið stefnt í mikla hættu. „Það er leitt að sjá hvernig Strætó er haldið niðri af stjórnmálamönnum og stjórn Strætó. Við eigum skilið að betur sé staðið að almenningssamgöngum,“ segir hún.
Strætó Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira