Innlent

Opna Grinda­víkur­veg fyrir í­búa, starfs­fólk og við­bragðs­aðila

Kjartan Kjartansson skrifar
Nýr vegkafli yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg.
Nýr vegkafli yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg. Vegagerðin

Vegagerðin opnaði Grindavíkurveg frá Reykjanesbraut eða Grindavík þeim sem eiga erindi þar í dag. Aðeins Grindvíkingar, viðbragðsaðilar og starfsfólk fyrirtækja í bænum og við Svartsengi mega aka veginn.

Lokunarpóstur hefur nú verið færður að afleggjaranum að virkjun HS Orku í Svartsengi og er nú hægt að aka óhrindað að Bláa lóninu. Annar lokunarpóstu á Suðurstrandavegi hefur verið færður að bílastæði við Festarfjall, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Nýr vegkafli var lagður yfir hraun sem rann yfir Grindavíkurveg í síðustu þremur eldgosum Við vegamótin við Blálónsveg og sunnar þar sem hraun rann hefur verið gerður sveigur á veginn til þess að leiða umferðina inn til Grindavíkur á milli varnargarða.

Ekki er sagt þurfa að fylla upp í bilið á varnargarðakerfinu sem vegurinn fer um ef hraun rennur um svæðið.

Hlykkur sem búið er að leggja á Grindavíkurveg eftir að hraun rann yfir hann.Vegagerðin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×