Stakk bekkjarsystur fyrir Slender Man og losnar ekki af geðdeild Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2024 10:31 Morgan Geyser var tólf ára gömul þegar hún stakk bekkjarsystur sína nítján sinnum og myrti hana næstum því. Skjáskot Ung kona sem stakk bekkjarsystur sína nítján sinnum í Wisconsin í Bandaríkjunum árið 2014, til að ganga í augun á skáldaðri internet-persónu sem kallast Slender Man, má ekki ganga laus. Dómari segir að hún verði áfram vistuð á geðsjúkrahúsi, þar sem hún hefur verið um árabil, þrátt fyrir að geðlæknar hafi sagt hana geta snúið aftur út í samfélagið, með ákveðnum skilyrðum. Morgan Geyser var tólf ára gömul þegar hún stakk bekkjarsystur sína nítján sinnum og myrti hana næstum því, meðan Anissa Weier, önnur bekkjarsystir hennar, hvatti hana áfram. Þær sögðust hafa gert þetta til að friða Slender Man af ótta við að persónan myndi skaða fjölskyldur þeirra. Sjá einnig: Stungu tólf ára stúlku nítján sinnum Geyser, sem er nú 21 árs gömul, var greind með geðklofa en geðlæknar sögðu í dómsal á dögunum að hún hefði verið án lyfja frá 2022 og hefði engin ný einkenni sýnt síðan þá, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Einn geðlæknir Geyser sagði hana hafa náð miklum árangri á undanförnum árum og að í dag þyrfti hún hjálp við að aðlagast samfélaginu. Hún þyrfti menntun og aðstoð við að verða sjálfstæð. Því lagði hann til að hún yrði send á meðferðarheimili. Annar læknir tók undir það og sagði Geyser hafa tekið virkan þátt í eigin meðferð. Hún sagðist telja að ekkert meira væri hægt að gera fyrir hana á geðsjúkrahúsinu þar sem hún hefur verið frá 2018. Tveir aðrir sérfræðingar sögðu Geyser ekki tilbúna fyrir það að losna af sjúkrahúsi að svo stöddu. Annar sagði Geyser hafa haldið því fram að hún hefði þóst eiga við geðræn vandamál að stríða, sem væri ekki í samræmi við meðferð hennar. Hinn sagði hana enn mögulega ógna öryggi fólks. Hér að neðan má sjá myndband úr dómsal frá því á miðvikudaginn. Myndbandið er ekki textað. Almenningur njóti vafans Dómarinn Michael Bohren vildi ekki sleppa Geyser út í samfélagið að svo stöddu. Hann sagði almenning eiga að njóta vafans og vísaði til þess að Geyser hefði gefið í skyn að hún hefði stungið bekkjarsystur sína til að losna undan ofbeldisfullum föður sínum, sem nú væri látinn. Hann sagði það koma niður á trúverðugleika hennar og leysa þyrfti úr því áður en henni yrði sleppt. Tony Cotton, lögmaður Geyser, sagði í kjölfarið að hún hefði ekki breytt sögu sinni. Hún teldi að hún hefði stungið fórnarlambið vegna geðrænna vandamála sem tengdust ofbeldi sem hún hefði verið beitt. Ekki vegna geðklofa. Geyser getur farið aftur fram á að vera sleppt eftir hálft ár. Weier var einnig vistuð á geðdeild á sínum tíma en henni var sleppt árið 2021. Hún býr hjá föður sínum en þarf ávallt að bera GPS-sendi. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Morgan Geyser var tólf ára gömul þegar hún stakk bekkjarsystur sína nítján sinnum og myrti hana næstum því, meðan Anissa Weier, önnur bekkjarsystir hennar, hvatti hana áfram. Þær sögðust hafa gert þetta til að friða Slender Man af ótta við að persónan myndi skaða fjölskyldur þeirra. Sjá einnig: Stungu tólf ára stúlku nítján sinnum Geyser, sem er nú 21 árs gömul, var greind með geðklofa en geðlæknar sögðu í dómsal á dögunum að hún hefði verið án lyfja frá 2022 og hefði engin ný einkenni sýnt síðan þá, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Einn geðlæknir Geyser sagði hana hafa náð miklum árangri á undanförnum árum og að í dag þyrfti hún hjálp við að aðlagast samfélaginu. Hún þyrfti menntun og aðstoð við að verða sjálfstæð. Því lagði hann til að hún yrði send á meðferðarheimili. Annar læknir tók undir það og sagði Geyser hafa tekið virkan þátt í eigin meðferð. Hún sagðist telja að ekkert meira væri hægt að gera fyrir hana á geðsjúkrahúsinu þar sem hún hefur verið frá 2018. Tveir aðrir sérfræðingar sögðu Geyser ekki tilbúna fyrir það að losna af sjúkrahúsi að svo stöddu. Annar sagði Geyser hafa haldið því fram að hún hefði þóst eiga við geðræn vandamál að stríða, sem væri ekki í samræmi við meðferð hennar. Hinn sagði hana enn mögulega ógna öryggi fólks. Hér að neðan má sjá myndband úr dómsal frá því á miðvikudaginn. Myndbandið er ekki textað. Almenningur njóti vafans Dómarinn Michael Bohren vildi ekki sleppa Geyser út í samfélagið að svo stöddu. Hann sagði almenning eiga að njóta vafans og vísaði til þess að Geyser hefði gefið í skyn að hún hefði stungið bekkjarsystur sína til að losna undan ofbeldisfullum föður sínum, sem nú væri látinn. Hann sagði það koma niður á trúverðugleika hennar og leysa þyrfti úr því áður en henni yrði sleppt. Tony Cotton, lögmaður Geyser, sagði í kjölfarið að hún hefði ekki breytt sögu sinni. Hún teldi að hún hefði stungið fórnarlambið vegna geðrænna vandamála sem tengdust ofbeldi sem hún hefði verið beitt. Ekki vegna geðklofa. Geyser getur farið aftur fram á að vera sleppt eftir hálft ár. Weier var einnig vistuð á geðdeild á sínum tíma en henni var sleppt árið 2021. Hún býr hjá föður sínum en þarf ávallt að bera GPS-sendi.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira