Bjarkey sögð standa vörð um grímulausa sérhagsmuni Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2024 13:56 Bjarkey mætir á sinn fyrsta ríkisstjórnarfund sem matvælaráðherra. Hún ætlar að sitja föst við sinn keip og telur ný búvörulög góðra gjalda verð. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýbakaður matvælaráðherra er milli steins og sleggju, nýkomin í ráðuneytið. Fjöldi manna hefur gagnrýnt harðlega nýsett lög sem Bjarkey vill verja en hún sat í meirihluta nefndarinnar sem samþykkti þessi sömu lög. „Það eru mikil vonbrigði að ráðherra, sé svona viss í eigin sök. Að hún telji málinu lokið án þess að hlusta á sjónarmið okkar, Samkeppniseftirlitsins eða ráðuneytisins sjálfs sem hún fer nú fyrir,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Vísir greindi frá því fyrr í dag að nýr matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, ætli að sitja föst við sinn keip og gera ekkert í afar umdeildum nýlegum búvörulögum sem tryggja afurðarstöðvum undanþágu frá samkeppnislögum. Bjarkey er í sérkennilegri stöðu því hún átti sæti í atvinnuveganefnd og skrifaði undir hin nýju lög sem fulltrúi meirihluta nefndarinnar. Nú er hún hins vegar orðin ráðherra í ráðuneyti sem hefur gefið út bréf þar sem lögin eru gagnrýnd harðlega. Fjölmargir hafa lýst yfir því að lögin gangi ekki upp. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur er meðal þeirra sem segir að um ólög sé að ræða. Hin umdeildu nýsamþykktu búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. Hin nýju lög ólög Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, er annar en hann segir lögin mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Hann gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð þingsins í málinu. Lögin sem hafi verið samþykkt í gær hafi verið allt önnur en það frumvarp sem hann skrifaði umsögn um. Frumvarpið hafi tekið gríðarlegum breytingum í meðförum atvinnuveganefndar þingsins. Áfram má telja upp aðila sem gagnrýna lögin harðlega en það vakti athygli þegar þeir Breki, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri atvinnurekenda rituðu grein í félagi þar sem þeir segja lögin ekki standast nokkra einustu skoðun. „Það er út af fyrir sig athyglisvert að formaður þingnefndar staðfesti þannig opinberlega það sem ekki er hægt að kalla annað en spillingu; að lögmenn sérhagsmunasamtaka sem blasir við að hagnast á undanþágunni frá samkeppnislögum, fái að skrifa nýjan lagatexta og öllu samráðs- og umsagnarferlinu, sem málið hafði farið í gegn um, var um leið ýtt til hliðar og öðrum umsagnaraðilum gefið langt nef. [...] Hin nýju lög eru ólög, eins og samtök okkar hafa ítrekað bent á,“ segir meðal annars þar. Breki segir það ekki góðar fréttir þegar meirihluti alþingismanna samþykki „að láta almannahagsmuni víkja fyrir grímulausum sérhagsmunum, að víkja samkeppni til hliðar. Ég trúi því ekki öðru en hið duglega fólk sem situr á alþingi sjái að sér, játi mistök og einhendi sér í að laga þau.“ Ráðherra situr í súpunni vegna óvandaðra vinnubragða Ólafur lýsir einnig miklum vonbrigðum með viðbrögð hins nýja matvælaráðherra. „Þótt að sumu leyti sé líka skiljanlegt að stjórmálamaður sem situr sjálfur í súpunni vegna óvandaðra vinnubragða vilji ekki viðurkenna það eða horfast í augu við það. Við bindum þó enn vonir við að þeir sem sitja í atvinnuveganefnd bregðist við, ekki bara við athugasemdum matvælaráðuneytisins heldur líka frá Samkeppniseftirlitinu, stærstu launþegasamtökum landsins, helstu samtökum fyrirtækja í verslun og Neytendasamtökunum.“ Breki Karlsson segir ekki hægt að kalla lögin annað en grímulausa spillingu.Vísir/Ívar Fannar Ólafur segir fyrir liggja að löggjöfin hafi ekki fengið vandaðan undirbúning. Samræmi hennar við EES-samninginn var þannig ekki greint eftir að meirihluti atvinnuveganefndar gjörbreytti frumvarpi ráðherra. „Gildissviðið er óljóst og að einhverju leyti virðast stjórnarliðar í atvinnuveganefnd ekki hafa vitað sjálfir hvað fólst í lagatextanum sem lögmenn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði skrifuðu fyrir þá, því að annað stendur í nefndarálitinu en má lesa út úr lögunum sjálfum.“ Gæti gengið á með dómsmálum næstu árin Þá segir Ólafur formann Bændasamtakanna hafa komið fram með útleggingu sem ekki standist skoðun og í Bændablaðinu í gær kemur formaður atvinnuveganefndar með enn eina túlkunina, sem ekki verður fundinn staður í lögunum. Þá hefur verið bent á að lögin standist ekki stjórnarskrána, þar sem hið nýja frumvarp hafi ekki fengið þrjár umræður á Alþingi eins og hún kveður á um. „Það stjórnarskrárákvæði er að sjálfsögðu hugsað til þess að mál fái vandaða umfjöllun og séu vel úr garði gerð, sem þessi lög eru augljóslega ekki. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir ekki standa stein yfir steini í hinum nýsettu lögum.vísir/vilhelm Ef hvorki ráðherrann né þingið bregðast við, eiga samtök verslunar, launþega og neytenda þann eina kost að láta reyna á hin óljósu ákvæði laganna og samræmi þeirra við stjórnarskrána fyrir dómstólum, innan lands og mögulega -utan.“ Ólafur segist gæti talað lengi vel um anmarka á hinum nýju lögum en hann láti þetta nægja í bili. „Það gæti því gengið á með dómsmálum næstu árin. Er það leið til að skapa frið um hagræðingu í landbúnaðinum og nauðsynlega uppbyggingu í þeirri mikilvægu atvinnugrein? Eða er skynsamlegra að vinna að hagræðingu innan ramma samkeppnislaganna, eins og fullur kostur er á?“ Búvörusamningar Samkeppnismál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Það eru mikil vonbrigði að ráðherra, sé svona viss í eigin sök. Að hún telji málinu lokið án þess að hlusta á sjónarmið okkar, Samkeppniseftirlitsins eða ráðuneytisins sjálfs sem hún fer nú fyrir,“ segir Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna. Vísir greindi frá því fyrr í dag að nýr matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, ætli að sitja föst við sinn keip og gera ekkert í afar umdeildum nýlegum búvörulögum sem tryggja afurðarstöðvum undanþágu frá samkeppnislögum. Bjarkey er í sérkennilegri stöðu því hún átti sæti í atvinnuveganefnd og skrifaði undir hin nýju lög sem fulltrúi meirihluta nefndarinnar. Nú er hún hins vegar orðin ráðherra í ráðuneyti sem hefur gefið út bréf þar sem lögin eru gagnrýnd harðlega. Fjölmargir hafa lýst yfir því að lögin gangi ekki upp. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur er meðal þeirra sem segir að um ólög sé að ræða. Hin umdeildu nýsamþykktu búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. Hin nýju lög ólög Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, er annar en hann segir lögin mun róttækari en þekkist í löndunum í kringum okkur. Hann gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð þingsins í málinu. Lögin sem hafi verið samþykkt í gær hafi verið allt önnur en það frumvarp sem hann skrifaði umsögn um. Frumvarpið hafi tekið gríðarlegum breytingum í meðförum atvinnuveganefndar þingsins. Áfram má telja upp aðila sem gagnrýna lögin harðlega en það vakti athygli þegar þeir Breki, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri atvinnurekenda rituðu grein í félagi þar sem þeir segja lögin ekki standast nokkra einustu skoðun. „Það er út af fyrir sig athyglisvert að formaður þingnefndar staðfesti þannig opinberlega það sem ekki er hægt að kalla annað en spillingu; að lögmenn sérhagsmunasamtaka sem blasir við að hagnast á undanþágunni frá samkeppnislögum, fái að skrifa nýjan lagatexta og öllu samráðs- og umsagnarferlinu, sem málið hafði farið í gegn um, var um leið ýtt til hliðar og öðrum umsagnaraðilum gefið langt nef. [...] Hin nýju lög eru ólög, eins og samtök okkar hafa ítrekað bent á,“ segir meðal annars þar. Breki segir það ekki góðar fréttir þegar meirihluti alþingismanna samþykki „að láta almannahagsmuni víkja fyrir grímulausum sérhagsmunum, að víkja samkeppni til hliðar. Ég trúi því ekki öðru en hið duglega fólk sem situr á alþingi sjái að sér, játi mistök og einhendi sér í að laga þau.“ Ráðherra situr í súpunni vegna óvandaðra vinnubragða Ólafur lýsir einnig miklum vonbrigðum með viðbrögð hins nýja matvælaráðherra. „Þótt að sumu leyti sé líka skiljanlegt að stjórmálamaður sem situr sjálfur í súpunni vegna óvandaðra vinnubragða vilji ekki viðurkenna það eða horfast í augu við það. Við bindum þó enn vonir við að þeir sem sitja í atvinnuveganefnd bregðist við, ekki bara við athugasemdum matvælaráðuneytisins heldur líka frá Samkeppniseftirlitinu, stærstu launþegasamtökum landsins, helstu samtökum fyrirtækja í verslun og Neytendasamtökunum.“ Breki Karlsson segir ekki hægt að kalla lögin annað en grímulausa spillingu.Vísir/Ívar Fannar Ólafur segir fyrir liggja að löggjöfin hafi ekki fengið vandaðan undirbúning. Samræmi hennar við EES-samninginn var þannig ekki greint eftir að meirihluti atvinnuveganefndar gjörbreytti frumvarpi ráðherra. „Gildissviðið er óljóst og að einhverju leyti virðast stjórnarliðar í atvinnuveganefnd ekki hafa vitað sjálfir hvað fólst í lagatextanum sem lögmenn Samtaka fyrirtækja í landbúnaði skrifuðu fyrir þá, því að annað stendur í nefndarálitinu en má lesa út úr lögunum sjálfum.“ Gæti gengið á með dómsmálum næstu árin Þá segir Ólafur formann Bændasamtakanna hafa komið fram með útleggingu sem ekki standist skoðun og í Bændablaðinu í gær kemur formaður atvinnuveganefndar með enn eina túlkunina, sem ekki verður fundinn staður í lögunum. Þá hefur verið bent á að lögin standist ekki stjórnarskrána, þar sem hið nýja frumvarp hafi ekki fengið þrjár umræður á Alþingi eins og hún kveður á um. „Það stjórnarskrárákvæði er að sjálfsögðu hugsað til þess að mál fái vandaða umfjöllun og séu vel úr garði gerð, sem þessi lög eru augljóslega ekki. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir ekki standa stein yfir steini í hinum nýsettu lögum.vísir/vilhelm Ef hvorki ráðherrann né þingið bregðast við, eiga samtök verslunar, launþega og neytenda þann eina kost að láta reyna á hin óljósu ákvæði laganna og samræmi þeirra við stjórnarskrána fyrir dómstólum, innan lands og mögulega -utan.“ Ólafur segist gæti talað lengi vel um anmarka á hinum nýju lögum en hann láti þetta nægja í bili. „Það gæti því gengið á með dómsmálum næstu árin. Er það leið til að skapa frið um hagræðingu í landbúnaðinum og nauðsynlega uppbyggingu í þeirri mikilvægu atvinnugrein? Eða er skynsamlegra að vinna að hagræðingu innan ramma samkeppnislaganna, eins og fullur kostur er á?“
Búvörusamningar Samkeppnismál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira