Hæstiréttur skoðar ekki ellefu ára gamalt slys í Sinfó Jón Þór Stefánsson skrifar 12. apríl 2024 14:40 Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu Vísir/Vilhelm Hæstiréttur mun ekki taka fyrir skaðabótamál sem sviðsmaður Sinfóníuhljómsveitar Íslands höfðaði gegn hljómsveitinni og tónlistarhúsinu Hörpu vegna vinnuslyss. Sviðsmaðurinn höfðaði málið vegna slyssins sem átti sér stað á æfingu Sinfóníunnar að morgni til árið 2013. Það varð skömmu eftir kaffihlé þegar hljómsveitarmenn voru að snúa til baka í svokallaða hljómsveitargryfju. Starfsmaðurinn sagði slysahættu hafa verið á vettvangi vegna lélegrar lýsingar, og að mikið af snúrum og öðrum búnaði væri á gólfi gryfjunnar. Hann hafi ætlað að láta ljósamann vita af hættunni, en rekið fótinn í þegar hann hafi ætlað á efri pall gryfjunnar og dottið. Fyrir vikið hlaut hann mikið líkamstjón. Hæstaréttur tekur málið ekki fyrir.Vísir/Vilhelm Árið 2021 dæmdi Landsréttur Hörpu og Sinfóníuhljómsveitina til að greiða honum skaðabætur upp á tæpa sextán og hálfa milljón vegna slyssins. Í kjölfar dóms Landsréttar 2021 náðu aðilar málsins sáttum um bætur vegna tímabundins atvinnutjóns, þjáningarbætur og bætur vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku. Ágreiningurinn leystist þó ekki alveg, enn var deilt um frádrátt af bótum vegna varanlegrar örorku mannsins. Sinfónían og Harpa vildu meina að draga ætti ákveðið hlutfall af örorkulífeyris sem maðurinn þiggur frá Lífeyrissjóði frá skaðabótunum. Maðurinn var á öðru máli. Hann sagði ekki orsakasamband milli slyssins og frádráttarins, þar sem hann hafði glímt við vanheilsu fyrir slysið, og þau vandamál blossað upp aftur eftir að hann var rekinn úr starfi eftir slysuð. Harpa og Sinfónían voru sýknuð í héraði, og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Það er sá dómur sem Hæstiréttur hafnar nú að taka fyrir. Maðurinn vísaði málinu til Hæstaréttar og sagði Landsrétt bersýnilega lesa rangt úr gögnum málsins og beita réttarreglum ranglega. Þá hefði málið almenna þýðingu, og varði afar mikilvæga hagsmuni sína. Hæstiréttur sagði hvorki séð að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi, né að málið varðaði sérstaklega hagsmuni mannsins. „Þá verður ekki séð að þau fjölmörgu atriði sem leyfisbeiðandi nefnir í beiðni sinni bendi til að slíkir annmarkar hafi verið á málsmeðferð að fallist verði á beiðnina eða að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni til,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar sem hafnaði beiðninni. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að viðkomandi hefði spilað í hljómsveitinni. Hann var starfsmaður hennar. Dómsmál Sinfóníuhljómsveit Íslands Harpa Vinnuslys Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Sviðsmaðurinn höfðaði málið vegna slyssins sem átti sér stað á æfingu Sinfóníunnar að morgni til árið 2013. Það varð skömmu eftir kaffihlé þegar hljómsveitarmenn voru að snúa til baka í svokallaða hljómsveitargryfju. Starfsmaðurinn sagði slysahættu hafa verið á vettvangi vegna lélegrar lýsingar, og að mikið af snúrum og öðrum búnaði væri á gólfi gryfjunnar. Hann hafi ætlað að láta ljósamann vita af hættunni, en rekið fótinn í þegar hann hafi ætlað á efri pall gryfjunnar og dottið. Fyrir vikið hlaut hann mikið líkamstjón. Hæstaréttur tekur málið ekki fyrir.Vísir/Vilhelm Árið 2021 dæmdi Landsréttur Hörpu og Sinfóníuhljómsveitina til að greiða honum skaðabætur upp á tæpa sextán og hálfa milljón vegna slyssins. Í kjölfar dóms Landsréttar 2021 náðu aðilar málsins sáttum um bætur vegna tímabundins atvinnutjóns, þjáningarbætur og bætur vegna varanlegs miska og varanlegrar örorku. Ágreiningurinn leystist þó ekki alveg, enn var deilt um frádrátt af bótum vegna varanlegrar örorku mannsins. Sinfónían og Harpa vildu meina að draga ætti ákveðið hlutfall af örorkulífeyris sem maðurinn þiggur frá Lífeyrissjóði frá skaðabótunum. Maðurinn var á öðru máli. Hann sagði ekki orsakasamband milli slyssins og frádráttarins, þar sem hann hafði glímt við vanheilsu fyrir slysið, og þau vandamál blossað upp aftur eftir að hann var rekinn úr starfi eftir slysuð. Harpa og Sinfónían voru sýknuð í héraði, og Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu. Það er sá dómur sem Hæstiréttur hafnar nú að taka fyrir. Maðurinn vísaði málinu til Hæstaréttar og sagði Landsrétt bersýnilega lesa rangt úr gögnum málsins og beita réttarreglum ranglega. Þá hefði málið almenna þýðingu, og varði afar mikilvæga hagsmuni sína. Hæstiréttur sagði hvorki séð að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi, né að málið varðaði sérstaklega hagsmuni mannsins. „Þá verður ekki séð að þau fjölmörgu atriði sem leyfisbeiðandi nefnir í beiðni sinni bendi til að slíkir annmarkar hafi verið á málsmeðferð að fallist verði á beiðnina eða að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að formi eða efni til,“ segir í ákvörðun Hæstaréttar sem hafnaði beiðninni. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að viðkomandi hefði spilað í hljómsveitinni. Hann var starfsmaður hennar.
Dómsmál Sinfóníuhljómsveit Íslands Harpa Vinnuslys Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira