Ráðherrarnir mættu einn af öðrum í Skuggasund í morgun. Allir ráðherrar nema utanríkisráðherra mættu en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra sótti sinn fyrsta ríkisstjórnarfund.
Heilmiklar breytingar hafa orðið á ríkisstjórninni eftir að Katrín Jakobsdóttir sagði skilið við hana, það því ekki úr vegi að spyrja þjóðina álits. Í sjónvarpsfréttinni hér að neðan er að finna viðtöl við fólk sem fréttastofa ræddi við á förnum vegi, annars vegar við Krónuna og hins vegar í Kringlunni.