Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Kjartan Kjartansson skrifar 12. apríl 2024 23:54 Hunter Biden, sonur Joes Biden, með Jill Biden, stjúpmóður sinni í síðasta mánuði. Biden-hjónin hafa staðið með syni sínum sem hefur átt við fíknivanda að stríða um árabil. AP/Alex Brandon Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. Hunter Biden er ákærður fyrir að ljúga um vímuefnaneyslu sína þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018 og ólöglega vörslu á byssunni. Hann er fyrsta barn sitjandi Bandaríkjaforseta sem er ákært fyrir glæp og gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögmenn Biden kröfðust þess að ákærunum væri vísað frá vegna þess að lögin sem þær byggðu á stæðust líklega ekki stjórnarskrá eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna víkkaði út réttindi fólks til skotvopnaeignar árið 2022. Þá færðu verjendurnir rök fyrir því að Biden hefði gert bindandi samkomulag við saksóknara um að hann yrði ekki ákærður fyrir brotin. Því samkomulagi var rift síðasta sumar eftir að í ljós kom að sérstakur rannsakandi sem rannsakaði Biden og verjendur hans lögðu ekki sama skilning á efni þess. Eins og stendur eiga réttarhöldin í byssumálinu að hefjast 3. júní. Biden er einnig ákærður fyrir skattvik í öðru dómsmáli en það á að hefjast 20. júní. Þar á hann yfir höfði sér allt að sautján ára fangelsisdóm. Donald Trump, mótherji Joes Biden, á sjálfur yfir höfði sér fjögur sakamál. Hann er meðal annars ákærður í tengslum við árás stuðningsmanna hans á þinghúsið 6. janúar 2021, ólöglega meðferð á ríkisleyndarmálum og ólöglegar greiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Réttarhöld í síðastnefnda málinu eiga að hefjast í New York á mánudag. Joe Biden Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Hunter Biden er ákærður fyrir að ljúga um vímuefnaneyslu sína þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018 og ólöglega vörslu á byssunni. Hann er fyrsta barn sitjandi Bandaríkjaforseta sem er ákært fyrir glæp og gæti átt yfir höfði sér allt að tuttugu ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögmenn Biden kröfðust þess að ákærunum væri vísað frá vegna þess að lögin sem þær byggðu á stæðust líklega ekki stjórnarskrá eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna víkkaði út réttindi fólks til skotvopnaeignar árið 2022. Þá færðu verjendurnir rök fyrir því að Biden hefði gert bindandi samkomulag við saksóknara um að hann yrði ekki ákærður fyrir brotin. Því samkomulagi var rift síðasta sumar eftir að í ljós kom að sérstakur rannsakandi sem rannsakaði Biden og verjendur hans lögðu ekki sama skilning á efni þess. Eins og stendur eiga réttarhöldin í byssumálinu að hefjast 3. júní. Biden er einnig ákærður fyrir skattvik í öðru dómsmáli en það á að hefjast 20. júní. Þar á hann yfir höfði sér allt að sautján ára fangelsisdóm. Donald Trump, mótherji Joes Biden, á sjálfur yfir höfði sér fjögur sakamál. Hann er meðal annars ákærður í tengslum við árás stuðningsmanna hans á þinghúsið 6. janúar 2021, ólöglega meðferð á ríkisleyndarmálum og ólöglegar greiðslur til fyrrverandi klámstjörnu. Réttarhöld í síðastnefnda málinu eiga að hefjast í New York á mánudag.
Joe Biden Bandaríkin Erlend sakamál Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira