Áhorfendur klöppuðu fyrir Johnson eftir að hann setti niður pútt á 12. holu fyrir þrefaldan skolla. Johnson hirti boltann úr holunni og kallaði skýrt og greinilega að áhorfendum: „F**k off“
Zach Johnson legitimately told the Masters patrons to fuck off after a triple on 12. You can hear it as clear as day here pic.twitter.com/vPMadfVPUt
— Flushing It (@flushingitgolf) April 12, 2024
Johnson baðst síðar afsökunar og hélt því fram að þessum ummælum hafi alls ekki verið beint að áhorfendum, hann hafi einfaldlega verið ósáttur og að tala við sjálfan sig.
12. hola Augusta National er margrómuð sem ein sú erfiðasta á vellinum og margur kylfingur hefur lent í vandræðum þar á mótinu, ekki að það afsaki orðbragðið.
Þetta er ekki í fyrsta sinn á árinu sem Johnson lendir upp á kant við áhorfendur. Á TPC móti í Scottsdale heyrðist hann segja að hann væri „dauðþreyttur á þessu fólki“ og spurði svo „geta þau ekki haldið kjafti?“.
Þriðji dagur Masters verður í beinni útsendingu í kvöld á Stöð 2 Sport 4 klukkan 19:00.