„Ekki uppleggið að fá á sig hundrað stig“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. apríl 2024 19:12 Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs Vísir/Hulda Margrét Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórs Akureyrar, var svekktur með tap sinna kvenna gegn Grindavík í dag í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta en taldi að Þórsarar hefðu einfaldlega tapað gegn liði með meiri breidd að þessu sinni. Leikurinn var mjög jafn framan af og Þórsarar í dauðafæri að taka leikinn í sínar hendur þegar Danielle Rodriguez fór út af í fjórða leikhluta. „Ég veit ekki með dauðafæri. Við erum náttúrulega „underdogs“ í þessari seríu og vissum að þetta er vel mannað lið sem við erum að spila við. Þær enduðu ofar í deildinni en við og enduðu í efri hlutanum en klárlega var óskin að halda þeim allavega undir 90 á heimavelli.“ Grindvíkingar komu sterkir til baka í fjórða leikhluta og virtust gera út um leikinn á stuttum kafla. Daníel var mjög óhress með frammistöðu Þórs varnarmegin. „Við erum náttúrulega bara á mjög stuttri róteringu og þær kannski með aðeins meiri breidd sín megin til að halda út 40 mínúturnar. Við erum að keyra þetta rosalega mikið á sama mannskap, stóru mómentin. Annað hvort eru mínar sprungnar eða þær virðast allavega hvíla sig aðeins í vörn.“ „Að fá á sig 200 stig í tveimur leikjum er náttúrlega bara skömmustulegt sama hversu gott sóknarliðið er. Þær virðast hafa einhvern aukagír eða meiri breidd sem við náðum bara ekki að bregðast við í fyrsta leiknum og ekki í þessum heldur.“ Daníel taldi svo til ýmsa hluti sem urðu liðinu að falli í dag fyrir utan slakan varnarleik. „Það var allavega „ekki upplegigð að fá á sig 100 stig í báðum leikjunum.“ Við ætluðum klárlega að koma inn með meiri orku. Byrjuðum svo sem þannig að breyta stoppum í góðar sóknir svo veit ég bara ekki alveg hvað gerist. Það vantar upp á „effortið“, halda þeim í einu skoti. Þær sækja aðeins of mörg sóknarfráköst fyrir okkur sem treystum svolítið á frákastabaráttuna. Svo setja þær bara drulluerfið skot stundum og fá stundum alltof opin skot.“ Það er allt undir í næsta leik liðanna og Þórsarar á leið í sumarfrí ef hann tapast. Daníel sagðist þó vera nokkuð viss um að hans konur myndu ekki nálgast þann leik neitt öðruvísi en aðra. „Ég þekki mínar stelpur ágætlega. Þær eru ekkert að fara að nálgast leik þrjú eitthvað öðruvísi en bikarleik eða annan leik í úrslitakeppninni, sama hver staðan er.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira
Leikurinn var mjög jafn framan af og Þórsarar í dauðafæri að taka leikinn í sínar hendur þegar Danielle Rodriguez fór út af í fjórða leikhluta. „Ég veit ekki með dauðafæri. Við erum náttúrulega „underdogs“ í þessari seríu og vissum að þetta er vel mannað lið sem við erum að spila við. Þær enduðu ofar í deildinni en við og enduðu í efri hlutanum en klárlega var óskin að halda þeim allavega undir 90 á heimavelli.“ Grindvíkingar komu sterkir til baka í fjórða leikhluta og virtust gera út um leikinn á stuttum kafla. Daníel var mjög óhress með frammistöðu Þórs varnarmegin. „Við erum náttúrulega bara á mjög stuttri róteringu og þær kannski með aðeins meiri breidd sín megin til að halda út 40 mínúturnar. Við erum að keyra þetta rosalega mikið á sama mannskap, stóru mómentin. Annað hvort eru mínar sprungnar eða þær virðast allavega hvíla sig aðeins í vörn.“ „Að fá á sig 200 stig í tveimur leikjum er náttúrlega bara skömmustulegt sama hversu gott sóknarliðið er. Þær virðast hafa einhvern aukagír eða meiri breidd sem við náðum bara ekki að bregðast við í fyrsta leiknum og ekki í þessum heldur.“ Daníel taldi svo til ýmsa hluti sem urðu liðinu að falli í dag fyrir utan slakan varnarleik. „Það var allavega „ekki upplegigð að fá á sig 100 stig í báðum leikjunum.“ Við ætluðum klárlega að koma inn með meiri orku. Byrjuðum svo sem þannig að breyta stoppum í góðar sóknir svo veit ég bara ekki alveg hvað gerist. Það vantar upp á „effortið“, halda þeim í einu skoti. Þær sækja aðeins of mörg sóknarfráköst fyrir okkur sem treystum svolítið á frákastabaráttuna. Svo setja þær bara drulluerfið skot stundum og fá stundum alltof opin skot.“ Það er allt undir í næsta leik liðanna og Þórsarar á leið í sumarfrí ef hann tapast. Daníel sagðist þó vera nokkuð viss um að hans konur myndu ekki nálgast þann leik neitt öðruvísi en aðra. „Ég þekki mínar stelpur ágætlega. Þær eru ekkert að fara að nálgast leik þrjú eitthvað öðruvísi en bikarleik eða annan leik í úrslitakeppninni, sama hver staðan er.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Íslenski boltinn Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Fleiri fréttir Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Sjá meira