Lífið

Sister Sledge á leið til Ís­lands

Atli Ísleifsson skrifar
Kathy Sledge á tónleikum árið 2021.
Kathy Sledge á tónleikum árið 2021. Getty

Goðsagnakennda diskó-soul bandið Sister Sledge kemur fram á tónleikum í Eldborg í Hörpu föstudaginn 9. ágúst, daginn fyrir Gleðigönguna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Senu. Þar segir að þessi stórkostlega og margverðlaunaða hljómsveit hafi gert garðinn frægan á hátindi diskótímabilsins með risasmellum á borð við We Are Family, He's the Greatest Dancer, Lost In Music, Frankie og Thinking of You.

„Aðalsöngkona hljómsveitarinnar Kathy Sledge kemur fram ásamt, dönsurum, bakröddum og hljómsveit. Athugið að hér er ekki um að ræða heiðurstónleika heldur sannkallað diskópartý með lifandi goðsögn.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki er hægt að bæta við aukatónleikum. Sex verðsvæði eru í boði og kosta miðarnir frá 6.990 kr.,“ segir í tilkynningunni.

Sveitin var stofnuð í Fíladelfíu árið 1971.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.