Stórleikur umferðarinnar er á milli Vals og FH á Hlíðarenda. Það er raunar eini efstudeildarslagurinn í umferðinni.
Bikarævintýri 5. deildarliðs Hafna, lægst skrifaða liðsins sem eftir er í keppninni, gæti mögulega haldið áfram en liðið dróst gegn 3. deildarliði ÍH. Liðin tvö sem eftir eru úr 4. deild fengu bæði leik við lið úr efstu deild, en Tindastóll sækir ÍA heim og KÁ fær KR-inga í heimsókn í Hafnarfjörðinn.
32-liða úrslit Mjólkurbikars karla:
Haukar - Vestri
Árbær - Fram
KÁ - KR
ÍBV - Grindavík
Grótta - Þór
ÍH - Hafnir
Valur - FH
Afturelding - Dalvík/Reynir
ÍA - Tindastóll
Þróttur R. - HK
Keflavík - Breiðablik
Höttur/Huginn - Fylkir
Augnablik - Stjarnan
Fjölnir - Selfoss
Víkingur R. - Víðir
KA - ÍR
Þetta er 3. umferð keppninnar en jafnframt sú fyrsta þar sem að liðin tólf sem spila í Bestu deildinni eru með.
Leikirnir í 32-liða úrslitum fara fram dagana 24. og 25. apríl.