Segir ummæli samráðherra um orkumál einföldun Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2024 21:12 Grein Guðmundar Inga og ummæli Bjarna gætu fengið margan til þess að efast um einingu innan ríkisstjórnar um orkumálin. Vísir/Vilhelm Formaður Vinstri grænna segist ósammála því að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklum mæli og helst án tafar. Þar sé um mikla einföldun að ræða. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa nýlega sagt að virkja þurfi meira, strax. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna, segir í aðsendri grein á Vísi að umræðan um orkumál hafi tekið breytingum á undanförnum misserum. Hún gangi sífellt meira út á að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklum mæli og helst án tafar. „Þessu er ég ósammála enda um mikla einföldun að ræða. Loftslagsmál ná til mun fleiri þátta en orkuöflunar, auk þess sem taka þarf ríkt tillit til bæði faglegra sjónarmiða og náttúruverndar við alla orkuöflun.“ Mikilvægt að hafa skýrar áætlanir um samdrátt Guðmundur Ingi segir að því hafi verið fleygt fram í umræðunni að ekki þurfi áætlanir um minni losun því það eina sem þurfi að gera sé að virkja meira. „En það þarf áætlanir og það þarf aðgerðir. Þess vegna var það tryggt í lögum í tíð minni sem umhverfisráðherra að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum beri að endurskoða eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Aðgerðaáætlun var síðast gefin út árið 2020 undir stjórn minni í umhverfisráðuneytinu.“ Um helmingur losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda snúi að orku og orkuskiptum og þess vegna séu orkuskipti mikilvægur þáttur í að takast á við loftslagsbreytingar. Það sé þó ekki eini mikilvægi þátturinn. Hemingurinn sem eftir stendur sé ekki síður mikilvægur og stafai frá losun vegna landbúnaðar, iðnaðar (þó án stóriðjunnar), úrgangs, jarðvarmavirkjana og annarra þátta. Það sé mjög mikilvægt að hafa skýrar áætlanir um samdrátt í losun í öllum þessum geirum, enda sé það forsenda markvissra aðgerða. „Fyrri áætlanir og aðgerðir hafa einmitt skilað talsverðum árangri, þó betur megi ef duga skal. Ný áætlun er í burðarliðnum í umhverfisráðuneytinu.“ Málaflokkurinn á borði Sjálfstæðismanna, sem vilja virkja Ný áætlun er eins og Guðmundur Ingi segir í burðarliðnum í umhverfisráðuneytinu, þar sem Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, heldur um stjórntaumana. Samflokksmenn Guðlaugs Þórs, þau Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, hafa nýverið sagt að virkja þurfi meira, og það strax. Bjarni sagði í fyrsta viðtali eftir að tilkynnt var um að hann tæki við forsætiráðuneytinu að ólíðandi væri að talað sé um orkuskort hér á landi. „Það er ólíðandi að á Íslandi sé verið að ræða um orkuskort og að við náum ekki markmiðum okkar í orkuskiptum vegna þess að við sækjum ekki grænu orkuna sem við þó höfum og er jafnvel komin inn í rammaáætlun í nýtingarflokk,“ sagði Bjarni og bætti við að meira verði virkjað. Hann tók í sama streng í yfirlýsingu forsætisráðherra þegar þing kom saman á miðvikudag. „Við þurfum ekki fleiri áætlanir um minni losun“ Svipað hljóð var í Þórdísi Kolbrúnu þegar hún tók til máls á opnum fundi Sjálfstæðismanna um helgina. Hún lagði áherslu á það að frekari áhersla yrði lögð á stefnumál Sjálfstæðismanna nú þegar forsætisráðuneytið væri í höndum flokksins. „Við þurfum ekki fleiri áætlanir um minni losun, við þurfum græna orku og við þurfum mikið af henni strax,“ sagði hún. Í ræði sinni á sama fundi sagðist Bjarni heyra mikið talað um átök innan ríkistjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan virðist hafa sérstakar áhyggjur og ég þakka fyrir þá umhyggju. Ég kalla eftir meiri umræðu um málefnin en minni áhyggjur af því hvernig mér gengur að tala við Guðmund félagsmálaráðherra eða hvort ég sé með símann hjá honum eða ekki.“ Hann viðurkenndi að það tæki á að að gera málamiðlanir, en þegar átta flokkar væru á þingi væri það nauðsynlegt. Því bað hann meðlimi flokksins að vera undir það búnir að málamiðlanir yrðu gerðar í sumum málum, en þó ekki í stóru málunum. Ræður Bjarna og Þórdísar auk annarra ráðherra í Sjálfstæðisflokknum má sjá í heild sinni hér að neðan. Leiðrétting: Upphaflega var haft eftir Þórdísi Kolbrúnu að ekki þyrfti áætlarnir um minni losun. Rétt er að hún sagði ekki þurfa fleiri áætlanir um minni losun. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna, segir í aðsendri grein á Vísi að umræðan um orkumál hafi tekið breytingum á undanförnum misserum. Hún gangi sífellt meira út á að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklum mæli og helst án tafar. „Þessu er ég ósammála enda um mikla einföldun að ræða. Loftslagsmál ná til mun fleiri þátta en orkuöflunar, auk þess sem taka þarf ríkt tillit til bæði faglegra sjónarmiða og náttúruverndar við alla orkuöflun.“ Mikilvægt að hafa skýrar áætlanir um samdrátt Guðmundur Ingi segir að því hafi verið fleygt fram í umræðunni að ekki þurfi áætlanir um minni losun því það eina sem þurfi að gera sé að virkja meira. „En það þarf áætlanir og það þarf aðgerðir. Þess vegna var það tryggt í lögum í tíð minni sem umhverfisráðherra að aðgerðaáætlun í loftslagsmálum beri að endurskoða eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Aðgerðaáætlun var síðast gefin út árið 2020 undir stjórn minni í umhverfisráðuneytinu.“ Um helmingur losunar á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda snúi að orku og orkuskiptum og þess vegna séu orkuskipti mikilvægur þáttur í að takast á við loftslagsbreytingar. Það sé þó ekki eini mikilvægi þátturinn. Hemingurinn sem eftir stendur sé ekki síður mikilvægur og stafai frá losun vegna landbúnaðar, iðnaðar (þó án stóriðjunnar), úrgangs, jarðvarmavirkjana og annarra þátta. Það sé mjög mikilvægt að hafa skýrar áætlanir um samdrátt í losun í öllum þessum geirum, enda sé það forsenda markvissra aðgerða. „Fyrri áætlanir og aðgerðir hafa einmitt skilað talsverðum árangri, þó betur megi ef duga skal. Ný áætlun er í burðarliðnum í umhverfisráðuneytinu.“ Málaflokkurinn á borði Sjálfstæðismanna, sem vilja virkja Ný áætlun er eins og Guðmundur Ingi segir í burðarliðnum í umhverfisráðuneytinu, þar sem Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, heldur um stjórntaumana. Samflokksmenn Guðlaugs Þórs, þau Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, hafa nýverið sagt að virkja þurfi meira, og það strax. Bjarni sagði í fyrsta viðtali eftir að tilkynnt var um að hann tæki við forsætiráðuneytinu að ólíðandi væri að talað sé um orkuskort hér á landi. „Það er ólíðandi að á Íslandi sé verið að ræða um orkuskort og að við náum ekki markmiðum okkar í orkuskiptum vegna þess að við sækjum ekki grænu orkuna sem við þó höfum og er jafnvel komin inn í rammaáætlun í nýtingarflokk,“ sagði Bjarni og bætti við að meira verði virkjað. Hann tók í sama streng í yfirlýsingu forsætisráðherra þegar þing kom saman á miðvikudag. „Við þurfum ekki fleiri áætlanir um minni losun“ Svipað hljóð var í Þórdísi Kolbrúnu þegar hún tók til máls á opnum fundi Sjálfstæðismanna um helgina. Hún lagði áherslu á það að frekari áhersla yrði lögð á stefnumál Sjálfstæðismanna nú þegar forsætisráðuneytið væri í höndum flokksins. „Við þurfum ekki fleiri áætlanir um minni losun, við þurfum græna orku og við þurfum mikið af henni strax,“ sagði hún. Í ræði sinni á sama fundi sagðist Bjarni heyra mikið talað um átök innan ríkistjórnarinnar. „Stjórnarandstaðan virðist hafa sérstakar áhyggjur og ég þakka fyrir þá umhyggju. Ég kalla eftir meiri umræðu um málefnin en minni áhyggjur af því hvernig mér gengur að tala við Guðmund félagsmálaráðherra eða hvort ég sé með símann hjá honum eða ekki.“ Hann viðurkenndi að það tæki á að að gera málamiðlanir, en þegar átta flokkar væru á þingi væri það nauðsynlegt. Því bað hann meðlimi flokksins að vera undir það búnir að málamiðlanir yrðu gerðar í sumum málum, en þó ekki í stóru málunum. Ræður Bjarna og Þórdísar auk annarra ráðherra í Sjálfstæðisflokknum má sjá í heild sinni hér að neðan. Leiðrétting: Upphaflega var haft eftir Þórdísi Kolbrúnu að ekki þyrfti áætlarnir um minni losun. Rétt er að hún sagði ekki þurfa fleiri áætlanir um minni losun.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Umhverfismál Loftslagsmál Orkumál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira