Pressa á Hallgrími: „Áttu að þurfa að segja þetta við leikmenn?“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2024 11:31 Hallgrímur Jónasson tók við sem aðalþjálfari KA seint á tímabilinu 2022. vísir/Hulda Margrét Sérfræðingarnir í Stúkunni telja Hallgrím Jónasson, þjálfara KA, strax lentan undir pressu takist liðinu ekki að vinna Vestra í næsta leik í Bestu deildinni í fótbolta. Hallgrímur stýrði KA sem aðalþjálfari í fyrsta sinn í fyrra og kom liðinu í bikarúrslitaleik og inn í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Í Bestu deildinni gekk hins vegar ekki vel og KA endaði þremur stigum frá því að komast í efri úrslitakeppnina síðasta haust, og hafnaði í 7. sæti. Liðið hefur svo byrjað nýtt tímabil í ár á tveimur heimaleikjum; 1-1 jafntefli við HK og 3-2 tapi gegn FH. „Ég veit að það eru 180 mínútur búnar af þessu móti, en KA VERÐUR að vinna Vestra. Þetta er komið á það stig, í 3. umferð,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Pressa á Hallgrími? Albert Brynjar Ingason tók þá til máls: „Hallgrímur talaði um það eftir leikinn á móti HK að jafntefli væri mikil vonbrigði en leikurinn hefði verið frábær og þeir vaðið í færum. Ég held að hann sé mikið svekktari eftir þennan leik, því frammistaðan var ekki það spes.“ „Þá held ég að það sé komin pressa á Hallgrím“ „Við verðum að taka úrslitakeppnina á síðasta tímabili út úr menginu, því fyrir KA snýst allt um að vera á efra skiltinu. Ef við skoðum þessa 22 leiki í fyrra [fyrir úrslitakeppnina] og þessa tvo leiki núna, þá eru þetta átta sigrar í 24 leikjum á Íslandsmóti undir stjórn Hallgríms, sex jafntefli og tíu töp. Þrjátíu stig,“ sagði Albert og þeir Guðmundur voru sammála um að það væri einfaldlega ekki nógu rík uppskera. „Ef Vestraleikurinn vinnst ekki þá held ég að það sé komin pressa á Hallgrím,“ sagði Albert. „Og ég veit ekki hvort að Hallgrímur sé að ná til leikmanna. Mér finnst leikmenn fljótir að fara inn í skelina, fljótir að svekkja sig. Eins og þegar Kjartan Kári skorar úr þessu „þrususkoti“ þá er það fyrsta sem ég heyri frá Hallgrími: „Það er nóg eftir“. Áttu að þurfa að segja þetta við leikmenn, þegar það eru fjörutíu mínútur eftir? Ég yrði svolítið pirraður ef ég myndi heyra þetta,“ sagði Albert. Besta deild karla KA Stúkan Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Hallgrímur stýrði KA sem aðalþjálfari í fyrsta sinn í fyrra og kom liðinu í bikarúrslitaleik og inn í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Í Bestu deildinni gekk hins vegar ekki vel og KA endaði þremur stigum frá því að komast í efri úrslitakeppnina síðasta haust, og hafnaði í 7. sæti. Liðið hefur svo byrjað nýtt tímabil í ár á tveimur heimaleikjum; 1-1 jafntefli við HK og 3-2 tapi gegn FH. „Ég veit að það eru 180 mínútur búnar af þessu móti, en KA VERÐUR að vinna Vestra. Þetta er komið á það stig, í 3. umferð,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Stúkan - Pressa á Hallgrími? Albert Brynjar Ingason tók þá til máls: „Hallgrímur talaði um það eftir leikinn á móti HK að jafntefli væri mikil vonbrigði en leikurinn hefði verið frábær og þeir vaðið í færum. Ég held að hann sé mikið svekktari eftir þennan leik, því frammistaðan var ekki það spes.“ „Þá held ég að það sé komin pressa á Hallgrím“ „Við verðum að taka úrslitakeppnina á síðasta tímabili út úr menginu, því fyrir KA snýst allt um að vera á efra skiltinu. Ef við skoðum þessa 22 leiki í fyrra [fyrir úrslitakeppnina] og þessa tvo leiki núna, þá eru þetta átta sigrar í 24 leikjum á Íslandsmóti undir stjórn Hallgríms, sex jafntefli og tíu töp. Þrjátíu stig,“ sagði Albert og þeir Guðmundur voru sammála um að það væri einfaldlega ekki nógu rík uppskera. „Ef Vestraleikurinn vinnst ekki þá held ég að það sé komin pressa á Hallgrím,“ sagði Albert. „Og ég veit ekki hvort að Hallgrímur sé að ná til leikmanna. Mér finnst leikmenn fljótir að fara inn í skelina, fljótir að svekkja sig. Eins og þegar Kjartan Kári skorar úr þessu „þrususkoti“ þá er það fyrsta sem ég heyri frá Hallgrími: „Það er nóg eftir“. Áttu að þurfa að segja þetta við leikmenn, þegar það eru fjörutíu mínútur eftir? Ég yrði svolítið pirraður ef ég myndi heyra þetta,“ sagði Albert.
Besta deild karla KA Stúkan Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira