Enginn niðurskurður í síðustu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2024 11:46 Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti í dag síðustu fjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar til næstu fimm ára Stöð 2/Einar Gert er ráð fyrir áframhaldandi halla á rekstri ríkissjóðs á næstu árum samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir mikilvægt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í morgun. Gert er ráð fyrir 49 milljarða halla á fjárlögum á þessu ári, helmingi minni halla á næsta ári og ríkissjóður verði ekki rekinn með afgangi fyrr en árið 2028, eða undir lok næsta kjörtímabils. Gert er ráð fyrir 49 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á þessu ári og 25 milljörðum á því næsta. Ekki verði afgangur á ríkissjóði fyrr en árið 2028.fjármálaráðuneytið Aðgerðir vegna náttúruhamfara í Grindavík og í tengslum við kjarasamninga hafa áhrif til aukinna útgjalda. Á móti á hins vegar að hagræða í resktri ríkisins og viðbyggingu við stjórnarráðshúsið og bygging nýrrar neyðarmiðstöðvar verður frestað fram yfir fimm ára gildistíma fjármálaáætlunarinnar. Samtals eiga aðhaldsaðgerðir að skila 17 milljörðum króna, sem er rétt rúmlega eitt prósent af tekjum ríkissjóðs. Er hægt að kalla það mjög metnaðarfullar aðgerðir? Sigurður Ingi Jóhannsson segir skynsamlegt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði.Stöð 2/hmp „Já, ég held að þær séu það. Við höfum sýnt það á liðnum árum að það aðhald sem við höfum haft hefur haft þær afleiðingar að styðja við peningastefnu Seðlabankans. Sem ber auðvitað ábyrgð á því að ná verðbólgunni niður. En við erum styðjandi. Það hefur skilað sér,“ segir Sigurður Ingi. Þannig hefði verðbólga minnkað um þrjú prósentustig á undanförnum mánuðum. Með þessari áætlun væri verið að byggja undir enn frekari minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Það er hins vegar enn mikil spenna og þensla í efnahagslífinu þótt heldur hafi dregið úr að undanförnu. Fjármálaráðherra segir skipta máli að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum þótt engan niðurskurð væri að finna í áætluninni. Ríkisstjórnin hafi verið gagnrýnd fyrir að gera ekki nóg í faraldrinum þótt hún hafi gert býsna mikið til að vinna gegn samdrætti í efnahagslífinu á þeim tíma. Hagkerfið hafi síðan verið á blússandi ferð og enn gætti þenslu á vinnumarkaði. „Þótt við sjáum einkaneyslu dragast verulega saman og margt sem bendir til að við séum að nálgast þetta jafnvægi. Þá held ég að við verðum líka að gæta okkar að ná þessu jafnvægi á hófsaman hátt en ekki vera með einhverjar dýfur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson eftir kynningu á síðustu fjármálaáætlun þessarar ríkisstjórnar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Alþingi Tengdar fréttir Rétta hallann af á fjórum árum Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. 16. apríl 2024 09:50 Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37 Tekist á um aðgerðir ríkisstjórnar á Alþingi Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum. 11. mars 2024 19:20 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára í morgun. Gert er ráð fyrir 49 milljarða halla á fjárlögum á þessu ári, helmingi minni halla á næsta ári og ríkissjóður verði ekki rekinn með afgangi fyrr en árið 2028, eða undir lok næsta kjörtímabils. Gert er ráð fyrir 49 milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á þessu ári og 25 milljörðum á því næsta. Ekki verði afgangur á ríkissjóði fyrr en árið 2028.fjármálaráðuneytið Aðgerðir vegna náttúruhamfara í Grindavík og í tengslum við kjarasamninga hafa áhrif til aukinna útgjalda. Á móti á hins vegar að hagræða í resktri ríkisins og viðbyggingu við stjórnarráðshúsið og bygging nýrrar neyðarmiðstöðvar verður frestað fram yfir fimm ára gildistíma fjármálaáætlunarinnar. Samtals eiga aðhaldsaðgerðir að skila 17 milljörðum króna, sem er rétt rúmlega eitt prósent af tekjum ríkissjóðs. Er hægt að kalla það mjög metnaðarfullar aðgerðir? Sigurður Ingi Jóhannsson segir skynsamlegt að ná jafnvægi í ríkisfjármálum í stað þess að taka dýfur með miklum niðurskurði.Stöð 2/hmp „Já, ég held að þær séu það. Við höfum sýnt það á liðnum árum að það aðhald sem við höfum haft hefur haft þær afleiðingar að styðja við peningastefnu Seðlabankans. Sem ber auðvitað ábyrgð á því að ná verðbólgunni niður. En við erum styðjandi. Það hefur skilað sér,“ segir Sigurður Ingi. Þannig hefði verðbólga minnkað um þrjú prósentustig á undanförnum mánuðum. Með þessari áætlun væri verið að byggja undir enn frekari minnkun verðbólgu og lækkun vaxta. Það er hins vegar enn mikil spenna og þensla í efnahagslífinu þótt heldur hafi dregið úr að undanförnu. Fjármálaráðherra segir skipta máli að ná jafnvægi í ríkisfjármálunum þótt engan niðurskurð væri að finna í áætluninni. Ríkisstjórnin hafi verið gagnrýnd fyrir að gera ekki nóg í faraldrinum þótt hún hafi gert býsna mikið til að vinna gegn samdrætti í efnahagslífinu á þeim tíma. Hagkerfið hafi síðan verið á blússandi ferð og enn gætti þenslu á vinnumarkaði. „Þótt við sjáum einkaneyslu dragast verulega saman og margt sem bendir til að við séum að nálgast þetta jafnvægi. Þá held ég að við verðum líka að gæta okkar að ná þessu jafnvægi á hófsaman hátt en ekki vera með einhverjar dýfur,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson eftir kynningu á síðustu fjármálaáætlun þessarar ríkisstjórnar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Kjaraviðræður 2023-24 Efnahagsmál Verðlag Alþingi Tengdar fréttir Rétta hallann af á fjórum árum Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. 16. apríl 2024 09:50 Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37 Tekist á um aðgerðir ríkisstjórnar á Alþingi Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum. 11. mars 2024 19:20 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira
Rétta hallann af á fjórum árum Ríkisstjórnin stefnir að því að ríkissjóður verði rekinn með halla næstu fjögur ár en að árið 2028 verði hallinn orðinn að afgangi. Reiknað er með þriggja milljarða króna afgangi árið 2028 og tuttugu milljarða afgangi árið 2029. 16. apríl 2024 09:50
Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37
Tekist á um aðgerðir ríkisstjórnar á Alþingi Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum. 11. mars 2024 19:20