„Ég fæ það of fljótt, hvað get ég gert?“ Indíana Rós Ægisdóttir skrifar 16. apríl 2024 20:01 Indíana Rós er kynfræðingur og með M.Ed gráðu í Kynfræði frá Widener University auk þess að vera með BSc í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Vísir Þó nokkrir karlmenn hafa sent mér spurningar sem á einn eða annan hátt snéru að því að fá fullnægingu of fljótt eða of brátt sáðlát. Áður en skoðað er hvað sé hægt að gera við því, er gott að staldra aðeins við og pæla hvenær „réttur tími” sé í raun til að fá sáðlát. Skortur á kynfræðslu hefur því miður leitt til þess að alls konar mýtur og óraunhæfar væntingar eru á kreiki þegar kemur að kynlífi og hugmyndir um sáðlát eru ekkert út undan þar. Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Allskonar mýtur og óraunhæfar væntingar eru á kreiki þegar það kemur að kynlífi. Vísir/Getty Alls konar þættir hafa áhrif á hversu fljótt fólk fær fullnægingu og sáðlát, rannsóknir benda til að meðaltalið sé um 5-7 mínútur. Munum þó að meðaltal er enginn heilagur sannleikur, það er ekkert annað en stærðfræði þar sem verið var að einfalda gögn og segir okkur yfirleitt á hvaða róli flestir eru. Þá var tímalengdin hjá þeim sem tóku þátt í þessari rannsókn allt frá minna en einni mínútu og upp í hálftíma. Skilgreiningin á „of bráðu sáðláti” er líka heldur þröng, á meðan það eru um 20-30% sem hafa áhyggjur af því að upplifa of brátt sáðlát, þá eru bara um 1-3% sem uppfylla skilyrðin um brátt sáðlát. Þau skilyrði eru mismunandi eftir hvern þú spyrð, en samkvæmt DSM-5 eru það: Alltaf eða nánast alltaf (75-100%) kynferðislegra athafna fær einstaklingurinn sáðlát innan við einni mínútu eftir samfarir í leggöng og áður en einstaklingurinn óskar þess. Hefur verið viðvarandi vandi í að minnsta kosti sex mánuði. Vandinn getur ekki verið útskýrður vegna geðræns vanda (sem er ekki kynferðislegur), sjúkdóms, aukaverkana lyfja, alvarlegs sambandsvanda eða annara streituþátta í lífinu. Þá getur vandinn að hafa of brátt sáðlát alltaf hafa verið til staðar hjá viðkomandi eða hefur þróast með tímanum. Það telst þá tæknilega ekki vera vandamál ef of brátt sáðlát á sér stað einstaka sinnum. Ef menn hafa ekki stundað kynlíf í langan tíma getur verið eðlilegt að fullnægingin komi fyrr og á styttri tíma. Ef þér finnst þetta samt vera gerast of hratt, er sannleikurinn sá að tíminn er samt alls ekkert utan marka. Til dæmis ef þér finnst að þú ættir að geta enst í klukkutíma, en færð sáðlát eftir 20 mínútur, telst það ekki vera vandi. En hvað er þá til ráða? Ef þú hefur leitað til læknis og hefur útilokað ofangreinda þætti sem gætu verið útskýringar á vandanum, þá er hægt að prófa nokkur ráð heima. Í fyrsta lagi myndi ég segja fræðsla, fræðsla, fræðsla! Það er gott að hugsa hvað sé að valda vanlíðan tengdri sáðlátinu, sama hvort slíkt myndi falla undir skilgreininguna á því að vera of brátt, en kannski ert það bara þú sem finnst það vera of brátt. Eru það hugmyndirnar þínar um kynlíf og hvað þú heldur að þú ættir að endast lengi? Eru það áhyggjur um að vera ekki nógu góður í rúminu og hræðsla um að valda maka eða hjásvæfu vonbrigðum? Ef þú ert að stunda kynlíf með konu, heldur þú að samfarir, þar sem typpi fer inn í leggöng sé eina rétta leiðin til að fullnægja konu? Ef þú færð fullnægingu áður en hún - hefurðu kannski gleymt að fræðast um snípinn og hlutverk hans í fullnægingum fólks með píku? Á meðan þú skoðar þessar hugmyndir getur þú líka æft þig. Mjög einföld æfing væri þá að stunda sjálfsfróun eða kynlíf með öðrum aðila þar sem þú örvar typpið þar til þér finnst þú vera fara að fá það, og stoppar þá. Þetta gerir þú nokkrum sinnum. Þá finnst mörgum gott að færa einbeitinguna frá samförum. Ef þú færð sáðlát of brátt alltaf um leið og samfarir byrja, er ýmislegt hægt að gera áður en kemur að því. Samfarir þurfa ekki einu sinni að vera hluti af kynlífinu! Þá skulum við ekki gleyma að kynlíf þarf ekki að klárast þó þú fáir sáðlát, og margt annað hægt að gera í kjölfarið með aðilanum sem þú ert með sem lætur ykkur báðum líða betur. Gangi ykkur vel! Kynlífið með Indíönu Rós Kynlíf Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Áður en skoðað er hvað sé hægt að gera við því, er gott að staldra aðeins við og pæla hvenær „réttur tími” sé í raun til að fá sáðlát. Skortur á kynfræðslu hefur því miður leitt til þess að alls konar mýtur og óraunhæfar væntingar eru á kreiki þegar kemur að kynlífi og hugmyndir um sáðlát eru ekkert út undan þar. Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Allskonar mýtur og óraunhæfar væntingar eru á kreiki þegar það kemur að kynlífi. Vísir/Getty Alls konar þættir hafa áhrif á hversu fljótt fólk fær fullnægingu og sáðlát, rannsóknir benda til að meðaltalið sé um 5-7 mínútur. Munum þó að meðaltal er enginn heilagur sannleikur, það er ekkert annað en stærðfræði þar sem verið var að einfalda gögn og segir okkur yfirleitt á hvaða róli flestir eru. Þá var tímalengdin hjá þeim sem tóku þátt í þessari rannsókn allt frá minna en einni mínútu og upp í hálftíma. Skilgreiningin á „of bráðu sáðláti” er líka heldur þröng, á meðan það eru um 20-30% sem hafa áhyggjur af því að upplifa of brátt sáðlát, þá eru bara um 1-3% sem uppfylla skilyrðin um brátt sáðlát. Þau skilyrði eru mismunandi eftir hvern þú spyrð, en samkvæmt DSM-5 eru það: Alltaf eða nánast alltaf (75-100%) kynferðislegra athafna fær einstaklingurinn sáðlát innan við einni mínútu eftir samfarir í leggöng og áður en einstaklingurinn óskar þess. Hefur verið viðvarandi vandi í að minnsta kosti sex mánuði. Vandinn getur ekki verið útskýrður vegna geðræns vanda (sem er ekki kynferðislegur), sjúkdóms, aukaverkana lyfja, alvarlegs sambandsvanda eða annara streituþátta í lífinu. Þá getur vandinn að hafa of brátt sáðlát alltaf hafa verið til staðar hjá viðkomandi eða hefur þróast með tímanum. Það telst þá tæknilega ekki vera vandamál ef of brátt sáðlát á sér stað einstaka sinnum. Ef menn hafa ekki stundað kynlíf í langan tíma getur verið eðlilegt að fullnægingin komi fyrr og á styttri tíma. Ef þér finnst þetta samt vera gerast of hratt, er sannleikurinn sá að tíminn er samt alls ekkert utan marka. Til dæmis ef þér finnst að þú ættir að geta enst í klukkutíma, en færð sáðlát eftir 20 mínútur, telst það ekki vera vandi. En hvað er þá til ráða? Ef þú hefur leitað til læknis og hefur útilokað ofangreinda þætti sem gætu verið útskýringar á vandanum, þá er hægt að prófa nokkur ráð heima. Í fyrsta lagi myndi ég segja fræðsla, fræðsla, fræðsla! Það er gott að hugsa hvað sé að valda vanlíðan tengdri sáðlátinu, sama hvort slíkt myndi falla undir skilgreininguna á því að vera of brátt, en kannski ert það bara þú sem finnst það vera of brátt. Eru það hugmyndirnar þínar um kynlíf og hvað þú heldur að þú ættir að endast lengi? Eru það áhyggjur um að vera ekki nógu góður í rúminu og hræðsla um að valda maka eða hjásvæfu vonbrigðum? Ef þú ert að stunda kynlíf með konu, heldur þú að samfarir, þar sem typpi fer inn í leggöng sé eina rétta leiðin til að fullnægja konu? Ef þú færð fullnægingu áður en hún - hefurðu kannski gleymt að fræðast um snípinn og hlutverk hans í fullnægingum fólks með píku? Á meðan þú skoðar þessar hugmyndir getur þú líka æft þig. Mjög einföld æfing væri þá að stunda sjálfsfróun eða kynlíf með öðrum aðila þar sem þú örvar typpið þar til þér finnst þú vera fara að fá það, og stoppar þá. Þetta gerir þú nokkrum sinnum. Þá finnst mörgum gott að færa einbeitinguna frá samförum. Ef þú færð sáðlát of brátt alltaf um leið og samfarir byrja, er ýmislegt hægt að gera áður en kemur að því. Samfarir þurfa ekki einu sinni að vera hluti af kynlífinu! Þá skulum við ekki gleyma að kynlíf þarf ekki að klárast þó þú fáir sáðlát, og margt annað hægt að gera í kjölfarið með aðilanum sem þú ert með sem lætur ykkur báðum líða betur. Gangi ykkur vel!
Kynlífið með Indíönu Rós kynfræðingi er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Indíana Rós lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Indíönu Rós spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlífið með Indíönu Rós Kynlíf Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira