Þetta kemur fram í umfjöllun Variety. Þar kemur fram að Ben Schwartz muni fara með hlutverk Sonic í þriðja sinn og að Jim Carrey muni einnig mæta til leiks aftur sem illmennið Dr. Robotnik.
Tölvuleikjapersónan er ein sú þekktasta í heimi og gerði tölvuleikjafyrirtækið Sega garðinn frægan með persónunni á tíunda áratug síðustu aldar. Fram kemur í umfjöllun Variety að kvikmyndaverið Paramount Pictures hafi malað gull á myndunum um persónuna en þær hafa alls halað inn rúmum átta hundruð milljónum Bandaríkjadollara.
Fram kemur í frétt miðilsins að Keanu Reeves hafi nóg að gera á næstunni og að frægðarsól hans hafi aldrei skinið skærar. Hann mun næst leika í John Wick framhaldinu Ballerina ásamt Ana de Armas og kvikmyndinni Good Fortune ásamt Azis Ansari, Seth Rogen, Keke Palmer og Söndruh Oh.