Monica Lewinsky fór flatt á því að segja satt Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2024 12:00 Jón Gnarr sér ekki eftir því að hafa lagt til Katrínar Jakobsdóttur, hann viti að ekki hafi allir farið vel út úr því að segja satt en hann telur það mikilvægan eiginleika forseta að vera ekki meðvirkur. vísir/vilhelm Jón Gnarr hefur hrist upp í annars áferðarfallegum forsetakosningum. Helst ber á nöldri um hversu margir eru að sækjast eftir undirskriftum – þeir eru 81 þegar þetta er skrifað – en annars er kurteisin í fyrirrúmi. Þar til nú. Jón Gnarr var í viðtali hjá Þórarni Hjartarsyni, í Einni pælingu“ þar sem hann var spurður út í framboð Katrínar Jakobsdóttur, og svaraði því svo til að honum þætti það absúrd, að hún færi beint úr forsætisráðherrastóli og í forsetaframboð. Áður hafði Baldur Þórhallsson imprað á þessu við Rauða borð Gunnars Smára og strax þá komu fram raddir sem leyfðu sér að efast um að þetta væri málið. Að hann gæti tapað á því og hafi gert mistök. Ólafur Þ. Harðarson, okkar helsti sérfræðingur í kosningum greindi hvöss ummæli Jóns og lagði að jöfnu við árásir Ólafs Ragnars Grímssonar í garð Þóru Arnórsdóttur 2012 og rimmu Guðna Th. Jóhannessonar og Davíðs Oddssonar í forsetakosningunu árið 2016. Þar hafi stríðsmennirnir, gömlu pólitíkusarnir, risið upp á afturlappirnar. Ólafur er talinn hafa unnið á því en Davíð tapað. Þannig að ekki er á vísan að róa. Kannski verð ég kjöldreginn en það verður þá svo að vera Vísir ræddi við Jón um þetta atriði, hvernig hann væri að meta þetta atriði og hvort staðan í skoðanakönnunum hafi þarna ráðið einhverju um að hann lét til skara skríða? Jón gefur ekki fyrir það, hann sagðist einfaldlega vilja vera sá sem segir sannleikann. „Auðvitað má oft satt kjurt liggja, það er þannig. Það þarf ekkert alltaf að æpa á allt. Ég stend stundum frammi fyrir því að segja eitthvað sem er satt eða sleppa því. Það gæti haft afleiðingar ef ég segi satt, en þá vil ég taka þá áhættu.“ Og þarna er háski því það getur brugðið til beggja vona með viðbrögðin. „En það verður þá svo að vera. Auðvitað getur þetta verið óþægilegt. Monica Lewinsky fór illa út úr því að segja satt. Ég er kannski ekki að hugsa um eitthvað svoleiðis havarí, kannski verð ég kjöldreginn og næst segi ég kannski eitthvað sem öllum líkar og enginn skilur; að nauðsynlegt sé að gæta hófsemi og eitthvað svoleiðis. Pólitíska „newspeak-ið“ gengur úr á það að þú vitir aldrei almennilega um hvað þú ert að tala.“ Taldi það af og frá að Katrín ætlaði í framboð Jón segir þetta sérkennilegt. Síðasta svona upphlaup sem hann minnist er þegar Guðni mætti Davíð og sagði: Hefur þú enga sómakennd. Það var baneitrað. „En, jújú, mér finnst staðan vera einhvern veginn þannig að mikilvægt væri í þessu tilfelli að segja þetta. Ég spurður um hvað mér finnist nákvæmlega um þetta. Ég var ekki málshefjandi. En þetta er það sem mér finnst og mér hefur fundist þetta. Absúrd.“ Jón segist hafa slegið það algerlega út af borðinu þegar imprað var á því við hann að Katrín myndi gefa kost á sér. „Að þetta væri della. Að ég gæfi ekkert fyrir svona bull. Katrín Jakobsdóttir er aldrei að fara að hlaupa frá hálfkláruðu verki, sem er á erfiðum stað. Hættu þessu. Það er ekki stíll Katrínar að vaða úr einu í annað. Já, mér finnst þetta absúrd.“ Jón segist hafa talið það dellu að Katrín væri að fara fram, hún væri bara ekki sú manneskja að hún hlypi frá hálfkláruðu verki. En hann hafði rangt fyrir sér í því.vísir/vilhelm Jón segir Katrínu hafa verið forsætisráðherra, leitt þessa ríkisstjórn í sjö ár. Þegar hún svo tilkynnir að hún vilji bjóða sig fram til forseta þykir Jóni ábyrgðarleysi. „Sérstaklega eins og staðan er eins og hún er. Hún hefur verið sameiningarafl þessarar ríkisstjórnar, mikilvægur hluti þess að hún hefur staðið saman, verið andlit ríkisstjórnirnar og aðalsöngvari ríkisstjórnarinnar.“ Vill ekki vera meðvirkur óheilbrigðri pólitík Þá segir Jón það ákveðið áhyggjuefni hvað fjölmiðlar hafi verið á stjákli í kringum þetta atriði. Hversu vanmáttugir þeir eru. „Sem mér finnst fyrst og fremst bara svona svolítið skemmtilegt. Katrín kom á Bessastaði, Heimir Már og allir á staðnum og hann bað hana að eiga við sig orð. Katrín sagði: Sjáið hvað er fallegt veður. Og var svo farin. Þetta var næstum eins og Besta flokks-viðbragð.“ Katrín ræddi svo frekar við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forseta. Finnst þér þá sem hún hafi fjölmiðla að háði og spotti? „Neinei, ég veit það ekki. Það er bara að á þessari tímasetningu er hún starfandi forsætisráðherra Íslands og þá er erfitt að vaða í hana. Hún er valdamesta manneskja landsins. Að vera með einhverja svona ágengni við hana gengur ekki. En, sem sagt, ég var bara spurður um þetta og ég svaraði samkvæmt minni samvisku.“ Jón segist ekki vilja verða meðvirkur óeðlilegu pólitísku ástandi.vísir/ívar fannar Jón segist ekki vera að fella dóma um aðra, það sé ekki í hans anda eða eðli. „En ég reyni að vera ekki meðvirkur gagnvart einhverjum pólitískum aðstæðum sem ég tel ekki heilbrigðar. Og það að neita að verða meðvirkur hluti af einhverju pólitísku óheilbrigði finnst mér vera stórt hlutverk forseta Íslands. Að hann geti staðið utan. Og ég segi þetta kurteislega. Það er ekki hægt að brigsla mér um dónaskap.“ En kemur það þér á óvart að það hafi einhvern veginn dæmst á þig að hafa orð á þessu? „Neinei. En þetta var ekki undirbúið. Hann var ekki búinn að segja mér hvaða spurningar hann ætlaði að spyrja. Hann var með einhverjar spurningar frá hlustendum sínum og ég hafði ekki séð neitt af því. Ég man ekki hvort spurningin kom þaðan. En, nei, þetta kom mér ekki beinlínis á óvart.“ En finnst þér fjölmiðlar bundir í báða skó? „Þetta er sögulegt framboð og sérkennilegt á margan hátt. Ég sko, er ekki gagnrýninn á fjölmiðla. Ég ætla ekki að fara að blammera fjölmiðla,“ segir Jón og hlær. „Ég ætla ekki að fara að brigsla þeim um eitthvað. Mér finnst þeir standa sig vel. Margt fólk er hálf smeykt við Katrínu. Hún er svo klár og þjálfuð og mikill „proffi“, að það er kannski svona snúið að ganga á hana eða stilla upp við vegg.“ Að sárna þýði ekki að hinn móðgaði hafi á réttu að standa Jón segir að um svo sérstakar kosningar sé að ræða að ekki sé hægt að ætlast til þess að allir séu undirbúnir undir þær og þar er hann að tala um fjölmiðla, álitsgjafa og frambjóðendur. „Markmið mitt er að vera málefnalegur og kurteis. Ég ber mikla virðingu fyrir Katrínu bæði sem stjórnmálamanni og manneskju. Mér hefur fundist hún standa sig í ýmsu en á Íslandi er efnahagsástandið eins og það er, erfitt ástand sem við erum að takast á við, eins og innflytjendamál, skelfilegar náttúruhamfarir á Reykjanesi, margslungin óvissa og mér finnst svo ábyrgðarlaust að ganga frá þessu. Mér finnst það málefnaleg gagnrýni.“ Jón segir að móðgunargirni sé erfiður hjalli að yfirstíga. „Að segja: Þetta sárnar mér, þýðir á engan hátt að þú hafir rétt fyrir þér. En það eru svo margir sem telja það að ef mönnum sárnar, þá hafi þeir rétt fyrir sér. Það er svo þungt á vogarskálarnar að sárna. Jón, þú ert með opna buxnaklauf og þú ert í rugli. Ha? Nei, þetta sárnar mér. Og þar með er það afgreitt.“ Jón segir þetta ódýra leið út úr gagnrýni og ábendingum. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Jón Gnarr var í viðtali hjá Þórarni Hjartarsyni, í Einni pælingu“ þar sem hann var spurður út í framboð Katrínar Jakobsdóttur, og svaraði því svo til að honum þætti það absúrd, að hún færi beint úr forsætisráðherrastóli og í forsetaframboð. Áður hafði Baldur Þórhallsson imprað á þessu við Rauða borð Gunnars Smára og strax þá komu fram raddir sem leyfðu sér að efast um að þetta væri málið. Að hann gæti tapað á því og hafi gert mistök. Ólafur Þ. Harðarson, okkar helsti sérfræðingur í kosningum greindi hvöss ummæli Jóns og lagði að jöfnu við árásir Ólafs Ragnars Grímssonar í garð Þóru Arnórsdóttur 2012 og rimmu Guðna Th. Jóhannessonar og Davíðs Oddssonar í forsetakosningunu árið 2016. Þar hafi stríðsmennirnir, gömlu pólitíkusarnir, risið upp á afturlappirnar. Ólafur er talinn hafa unnið á því en Davíð tapað. Þannig að ekki er á vísan að róa. Kannski verð ég kjöldreginn en það verður þá svo að vera Vísir ræddi við Jón um þetta atriði, hvernig hann væri að meta þetta atriði og hvort staðan í skoðanakönnunum hafi þarna ráðið einhverju um að hann lét til skara skríða? Jón gefur ekki fyrir það, hann sagðist einfaldlega vilja vera sá sem segir sannleikann. „Auðvitað má oft satt kjurt liggja, það er þannig. Það þarf ekkert alltaf að æpa á allt. Ég stend stundum frammi fyrir því að segja eitthvað sem er satt eða sleppa því. Það gæti haft afleiðingar ef ég segi satt, en þá vil ég taka þá áhættu.“ Og þarna er háski því það getur brugðið til beggja vona með viðbrögðin. „En það verður þá svo að vera. Auðvitað getur þetta verið óþægilegt. Monica Lewinsky fór illa út úr því að segja satt. Ég er kannski ekki að hugsa um eitthvað svoleiðis havarí, kannski verð ég kjöldreginn og næst segi ég kannski eitthvað sem öllum líkar og enginn skilur; að nauðsynlegt sé að gæta hófsemi og eitthvað svoleiðis. Pólitíska „newspeak-ið“ gengur úr á það að þú vitir aldrei almennilega um hvað þú ert að tala.“ Taldi það af og frá að Katrín ætlaði í framboð Jón segir þetta sérkennilegt. Síðasta svona upphlaup sem hann minnist er þegar Guðni mætti Davíð og sagði: Hefur þú enga sómakennd. Það var baneitrað. „En, jújú, mér finnst staðan vera einhvern veginn þannig að mikilvægt væri í þessu tilfelli að segja þetta. Ég spurður um hvað mér finnist nákvæmlega um þetta. Ég var ekki málshefjandi. En þetta er það sem mér finnst og mér hefur fundist þetta. Absúrd.“ Jón segist hafa slegið það algerlega út af borðinu þegar imprað var á því við hann að Katrín myndi gefa kost á sér. „Að þetta væri della. Að ég gæfi ekkert fyrir svona bull. Katrín Jakobsdóttir er aldrei að fara að hlaupa frá hálfkláruðu verki, sem er á erfiðum stað. Hættu þessu. Það er ekki stíll Katrínar að vaða úr einu í annað. Já, mér finnst þetta absúrd.“ Jón segist hafa talið það dellu að Katrín væri að fara fram, hún væri bara ekki sú manneskja að hún hlypi frá hálfkláruðu verki. En hann hafði rangt fyrir sér í því.vísir/vilhelm Jón segir Katrínu hafa verið forsætisráðherra, leitt þessa ríkisstjórn í sjö ár. Þegar hún svo tilkynnir að hún vilji bjóða sig fram til forseta þykir Jóni ábyrgðarleysi. „Sérstaklega eins og staðan er eins og hún er. Hún hefur verið sameiningarafl þessarar ríkisstjórnar, mikilvægur hluti þess að hún hefur staðið saman, verið andlit ríkisstjórnirnar og aðalsöngvari ríkisstjórnarinnar.“ Vill ekki vera meðvirkur óheilbrigðri pólitík Þá segir Jón það ákveðið áhyggjuefni hvað fjölmiðlar hafi verið á stjákli í kringum þetta atriði. Hversu vanmáttugir þeir eru. „Sem mér finnst fyrst og fremst bara svona svolítið skemmtilegt. Katrín kom á Bessastaði, Heimir Már og allir á staðnum og hann bað hana að eiga við sig orð. Katrín sagði: Sjáið hvað er fallegt veður. Og var svo farin. Þetta var næstum eins og Besta flokks-viðbragð.“ Katrín ræddi svo frekar við fjölmiðla að loknum fundi sínum með forseta. Finnst þér þá sem hún hafi fjölmiðla að háði og spotti? „Neinei, ég veit það ekki. Það er bara að á þessari tímasetningu er hún starfandi forsætisráðherra Íslands og þá er erfitt að vaða í hana. Hún er valdamesta manneskja landsins. Að vera með einhverja svona ágengni við hana gengur ekki. En, sem sagt, ég var bara spurður um þetta og ég svaraði samkvæmt minni samvisku.“ Jón segist ekki vilja verða meðvirkur óeðlilegu pólitísku ástandi.vísir/ívar fannar Jón segist ekki vera að fella dóma um aðra, það sé ekki í hans anda eða eðli. „En ég reyni að vera ekki meðvirkur gagnvart einhverjum pólitískum aðstæðum sem ég tel ekki heilbrigðar. Og það að neita að verða meðvirkur hluti af einhverju pólitísku óheilbrigði finnst mér vera stórt hlutverk forseta Íslands. Að hann geti staðið utan. Og ég segi þetta kurteislega. Það er ekki hægt að brigsla mér um dónaskap.“ En kemur það þér á óvart að það hafi einhvern veginn dæmst á þig að hafa orð á þessu? „Neinei. En þetta var ekki undirbúið. Hann var ekki búinn að segja mér hvaða spurningar hann ætlaði að spyrja. Hann var með einhverjar spurningar frá hlustendum sínum og ég hafði ekki séð neitt af því. Ég man ekki hvort spurningin kom þaðan. En, nei, þetta kom mér ekki beinlínis á óvart.“ En finnst þér fjölmiðlar bundir í báða skó? „Þetta er sögulegt framboð og sérkennilegt á margan hátt. Ég sko, er ekki gagnrýninn á fjölmiðla. Ég ætla ekki að fara að blammera fjölmiðla,“ segir Jón og hlær. „Ég ætla ekki að fara að brigsla þeim um eitthvað. Mér finnst þeir standa sig vel. Margt fólk er hálf smeykt við Katrínu. Hún er svo klár og þjálfuð og mikill „proffi“, að það er kannski svona snúið að ganga á hana eða stilla upp við vegg.“ Að sárna þýði ekki að hinn móðgaði hafi á réttu að standa Jón segir að um svo sérstakar kosningar sé að ræða að ekki sé hægt að ætlast til þess að allir séu undirbúnir undir þær og þar er hann að tala um fjölmiðla, álitsgjafa og frambjóðendur. „Markmið mitt er að vera málefnalegur og kurteis. Ég ber mikla virðingu fyrir Katrínu bæði sem stjórnmálamanni og manneskju. Mér hefur fundist hún standa sig í ýmsu en á Íslandi er efnahagsástandið eins og það er, erfitt ástand sem við erum að takast á við, eins og innflytjendamál, skelfilegar náttúruhamfarir á Reykjanesi, margslungin óvissa og mér finnst svo ábyrgðarlaust að ganga frá þessu. Mér finnst það málefnaleg gagnrýni.“ Jón segir að móðgunargirni sé erfiður hjalli að yfirstíga. „Að segja: Þetta sárnar mér, þýðir á engan hátt að þú hafir rétt fyrir þér. En það eru svo margir sem telja það að ef mönnum sárnar, þá hafi þeir rétt fyrir sér. Það er svo þungt á vogarskálarnar að sárna. Jón, þú ert með opna buxnaklauf og þú ert í rugli. Ha? Nei, þetta sárnar mér. Og þar með er það afgreitt.“ Jón segir þetta ódýra leið út úr gagnrýni og ábendingum.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Fleiri fréttir Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00