Knox Goes Away: Gamlir en ekki sigraðir Heiðar Sumarliðason skrifar 21. apríl 2024 09:49 Michael Keaton fer mikinn í Know Goes Away. Kvikmyndin Knox Goes Away var tekin til sýningar í Sambíóunum sl. föstudag. Þar leikstýrir Michael Keaton og leikur leigumorðingja sem fær greiningu þess efnis að hann sé með Creutzfeldt-Jakob, taugasjúkdóm sem dregur fólk oftast til dauða innan við ári eftir greiningu. Í stað þess að láta staðar numið og leggja skammbyssuna á hilluna heldur Knox áfram að leigumorðingjast með félaga sínum Ray. En þar sem sjúkdómurinn hefur m.a. áhrif á skynjun lendir Knox í því óhappi að skjóta félaga sinn þegar hann er nýbúinn að aflífa skotmarkið. Hann gerir sitt besta til að skilja vettvanginn eftir á þann máta að ekki verði hægt að tengja hann við ódæðið og óhappið. Því næst tekur sagan heldur ósennilegan snúning þegar sonur Knox, sem hann hefur ekki talað við árum saman, mætir á dyraþrepið heima hjá honum. Að sjálfsögðu er þetta ekki kurteisisheimsókn, heldur hefur sonurinn komið sér í vandræði með því að feta í fótspor föður síns og drepið mann (þó ekki gegn greiðslu). James Marsden er ekki lengur neitt unglamb. Það er strax þarna sem Knox Goes Away fer út af sporinu. Viðbrögð mín við þessari vendingu voru eitt stórt: Ha? Það var eitthvað skakkt við þetta. Ágætis þumalputtaregla í kvikmyndaskrifum er að hafa ekki tvær risastórar og óvæntar vendingar með svo stuttu millibili. Knox er varla búinn að ná áttum eftir slysaskotið þegar sonurinn mætir og segir honum frá eigin glappaskoti. Hversu margar myndir eru í gangi Knox Goes Away á undir högg að sækja í kjölfarið, enda upplifunin á þann veg að handritshöfundurinn hafi ekki fullkomna stjórn á því sem hann er að gera, næstum því eins og að nokkrar kvikmyndir séu í gangi í einu. Það er á öllu augljóst að höfundurinn, Gregory Poirier, ætlar sér um of. Hann reynir að vera slyngur með því að hafa mörg lög af plotti í gangi, en þau passa hins vegar illa saman og eru of mörg. Því til viðbótar er Creutzfeldt-Jakob taugasjúkdómurinn einstaklega óhugnanlegt fyrirbæri, en framsetning hans er hér full mikið „plot device“ frekar en að fjallað sé um sjúkdóminn af einhverri alvöru. Keaton stendur fyrir sínu Hins vegar tekst Keaton ágætlega að skapa samhygð með aðalpersónunum tveimur, Knox feðgunum, sem og skapa spennu tengda rannsókn lögreglunnar á gjörðum þeirra. Leiksjarmi Michael Keatons bjargar einnig miklu og nær hann á aðdáunarverðan máta að halda myndinni á floti, bæði fyrir framan og aftan myndavélina. James Marsden (Cyclops úr X-Men) leikur soninn og kemur skemmtilega á óvart, hann er reyndar svo lufsulegur að ég þekkti hann ekki til að byrja með. Suzy Nakamura leikur lögreglukonuna Emily Ikari sem skilur hvorki upp né niður í þeim glæpum sem hún er að rannsaka. Það kom mér á óvart Nakamura hefur hingað til mest megnis leikið gestahlutverk í hinum ýmsu sjónvarpsþáttaröðum. Allt við hana er hins vegar eins hér sé þungavigtarleikkona á ferðinni, sem ég ætti að þekkja. Keaton er naskur að hafa áttað sig á að hér er leikkona sem á meira skilið. Pacino í löggu- og bófaleik. Það kemur þó mest á óvart að Keaton hafi náð að plata Al Pacino með sér í herlegheitin, en hann leikur hér aukahlutverk vinnuveitanda Knox. Mér brá reyndar að sjá hversu gamall karlinn er orðinn, hann verður 84 ára eftir nokkra daga, samt enn í fullu fjöri, m.a.s. enn að fjölga sér. Mér finnst hins vegar eins og það hafi verið í gær sem hann var vappandi um götur LA með hríðskotabyssu á hælunum á Robert DeNiro í Heat. En það eru víst heil 28 ár síðan hún var sýnd í kvikmyndahúsum. Það að sjá gömlu hetjurnar sínar á tjaldinu, alsettar hrukkum, er að vissu leyti hrollvekjandi áminning um hve hratt tíminn líður en á sama tíma upplyftandi, því þó Keaton sé orðinn 72 ára gamall þýðir það ekki að hann sé lagstur í kör. Það er vonandi að maður verði jafn hress og Keaton og Pacino þegar fram líða stundir. Niðurstaða: Knox Goes Down er heldur ofhlaðin kvikmynd, hálfpartinn eins og 2-3 myndir í einni. Hún er þó aldrei leiðinleg og Keaton stendur fyrir sínu fyrir framan og aftan myndavélina. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Í stað þess að láta staðar numið og leggja skammbyssuna á hilluna heldur Knox áfram að leigumorðingjast með félaga sínum Ray. En þar sem sjúkdómurinn hefur m.a. áhrif á skynjun lendir Knox í því óhappi að skjóta félaga sinn þegar hann er nýbúinn að aflífa skotmarkið. Hann gerir sitt besta til að skilja vettvanginn eftir á þann máta að ekki verði hægt að tengja hann við ódæðið og óhappið. Því næst tekur sagan heldur ósennilegan snúning þegar sonur Knox, sem hann hefur ekki talað við árum saman, mætir á dyraþrepið heima hjá honum. Að sjálfsögðu er þetta ekki kurteisisheimsókn, heldur hefur sonurinn komið sér í vandræði með því að feta í fótspor föður síns og drepið mann (þó ekki gegn greiðslu). James Marsden er ekki lengur neitt unglamb. Það er strax þarna sem Knox Goes Away fer út af sporinu. Viðbrögð mín við þessari vendingu voru eitt stórt: Ha? Það var eitthvað skakkt við þetta. Ágætis þumalputtaregla í kvikmyndaskrifum er að hafa ekki tvær risastórar og óvæntar vendingar með svo stuttu millibili. Knox er varla búinn að ná áttum eftir slysaskotið þegar sonurinn mætir og segir honum frá eigin glappaskoti. Hversu margar myndir eru í gangi Knox Goes Away á undir högg að sækja í kjölfarið, enda upplifunin á þann veg að handritshöfundurinn hafi ekki fullkomna stjórn á því sem hann er að gera, næstum því eins og að nokkrar kvikmyndir séu í gangi í einu. Það er á öllu augljóst að höfundurinn, Gregory Poirier, ætlar sér um of. Hann reynir að vera slyngur með því að hafa mörg lög af plotti í gangi, en þau passa hins vegar illa saman og eru of mörg. Því til viðbótar er Creutzfeldt-Jakob taugasjúkdómurinn einstaklega óhugnanlegt fyrirbæri, en framsetning hans er hér full mikið „plot device“ frekar en að fjallað sé um sjúkdóminn af einhverri alvöru. Keaton stendur fyrir sínu Hins vegar tekst Keaton ágætlega að skapa samhygð með aðalpersónunum tveimur, Knox feðgunum, sem og skapa spennu tengda rannsókn lögreglunnar á gjörðum þeirra. Leiksjarmi Michael Keatons bjargar einnig miklu og nær hann á aðdáunarverðan máta að halda myndinni á floti, bæði fyrir framan og aftan myndavélina. James Marsden (Cyclops úr X-Men) leikur soninn og kemur skemmtilega á óvart, hann er reyndar svo lufsulegur að ég þekkti hann ekki til að byrja með. Suzy Nakamura leikur lögreglukonuna Emily Ikari sem skilur hvorki upp né niður í þeim glæpum sem hún er að rannsaka. Það kom mér á óvart Nakamura hefur hingað til mest megnis leikið gestahlutverk í hinum ýmsu sjónvarpsþáttaröðum. Allt við hana er hins vegar eins hér sé þungavigtarleikkona á ferðinni, sem ég ætti að þekkja. Keaton er naskur að hafa áttað sig á að hér er leikkona sem á meira skilið. Pacino í löggu- og bófaleik. Það kemur þó mest á óvart að Keaton hafi náð að plata Al Pacino með sér í herlegheitin, en hann leikur hér aukahlutverk vinnuveitanda Knox. Mér brá reyndar að sjá hversu gamall karlinn er orðinn, hann verður 84 ára eftir nokkra daga, samt enn í fullu fjöri, m.a.s. enn að fjölga sér. Mér finnst hins vegar eins og það hafi verið í gær sem hann var vappandi um götur LA með hríðskotabyssu á hælunum á Robert DeNiro í Heat. En það eru víst heil 28 ár síðan hún var sýnd í kvikmyndahúsum. Það að sjá gömlu hetjurnar sínar á tjaldinu, alsettar hrukkum, er að vissu leyti hrollvekjandi áminning um hve hratt tíminn líður en á sama tíma upplyftandi, því þó Keaton sé orðinn 72 ára gamall þýðir það ekki að hann sé lagstur í kör. Það er vonandi að maður verði jafn hress og Keaton og Pacino þegar fram líða stundir. Niðurstaða: Knox Goes Down er heldur ofhlaðin kvikmynd, hálfpartinn eins og 2-3 myndir í einni. Hún er þó aldrei leiðinleg og Keaton stendur fyrir sínu fyrir framan og aftan myndavélina.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira