Ritskoðun bjóra: „Þetta er gert fyrir börnin“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. apríl 2024 22:53 Ingi Már Kjartansson, forstöðumaður birgjans JG Bjórs, mun standa í ströngu næstu daga við að líma miða á bjórdósirnar. bjarni einarsson Bjórinnflytjandi þurfti að líma fyrir mynd af fugli á bjórdós svo Vínbúðin samþykkti að selja hana. Hann segir það háð huglægu mati starfsmanna Vínbúðarinnar hvað komist þar í sölu. Á grundvelli reglugerðar er ÁTVR heimilt að hafna vöru ef t.d. umbúðir eru taldar höfðar til barna. Á þeim grundvelli var bjórnum Wingman hafnað. Aðrir bjórar hafa þó verið samþykktir inn í verslanir, bjórar sem merktir eru með fígúrum og dýrum. Þessir bjórar eru til sölu í Vínbúðinni. Gæðingur sem merktur er með kusu, súkkulaði og letrinu NAMM er ekki talinn höfða til barna. Ekki heldur páskapúkinn og bönní kanínan.vísir/elísabet Útlit bjórsins Wingman slapp þó ekki í gegn þegar forsvarsmenn birgjans sóttu um að fá hann í sölu. „Sökum þessa fugls hér af því hann er talinn höfða til barna,“ segir Ingi Már Kjartansson, forstöðumaður birgjans JG Bjórs. Niðurstaða sem kom forsvarsmönnum birgjans á óvart í ljósi vöruúrvals ríkisfyrirtækisins. „Í rauninni fáum engar skýringar aðrar en: Þetta er bara svona, okkur finnst þetta bara.“ Ákvörðunin sé huglægt mat starfsmanna Vínbúðarinnar. „Okkur er sagt að ef við náum að afmá þennan fugl þá sé þetta í lagi, þannig okkar tillaga var að setja miða yfir sem útskýrir af hverju hann er ekki leyfður... og það er leyft.“ Framleiðandinn, Brewdog er skoskt brugghús og selur bjóra í verslunum um allan heim án vandræða. Bjórinn sé hvergi bannaður í sinni upprunalegu mynd, nema í áfengisverslun íslenska ríkisins. Ramminn óskýr Hann segist skilja rök að baki reglunni en gagnrýnir að jafnræðis sé ekki gætt. „Mér finnst ramminn ekkert mjög skýr, hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Þarna ákveða þeir þetta og bakka ekkert þó við bendum á að þetta sé ekkert annað en margt sem er í gangi í Vínbúðinni, þannig nei - þetta er svona einkennilegt.“ Bjórinn hægra megin á myndinni er ritskoðaður. Hinn ekki.vísir/elísabet Fyrir börnin Ingi og samstarfsmenn hans þurfi því að handlíma miðana á hverja og eina dós. „Já, það er bara planið. Við setjum miða á allar dósir og þá þarf enginn að sjá þennan fugl.“ Og þetta er gert vegna barnanna? „Þetta er gert fyrir börnin.“ Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan. Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Á grundvelli reglugerðar er ÁTVR heimilt að hafna vöru ef t.d. umbúðir eru taldar höfðar til barna. Á þeim grundvelli var bjórnum Wingman hafnað. Aðrir bjórar hafa þó verið samþykktir inn í verslanir, bjórar sem merktir eru með fígúrum og dýrum. Þessir bjórar eru til sölu í Vínbúðinni. Gæðingur sem merktur er með kusu, súkkulaði og letrinu NAMM er ekki talinn höfða til barna. Ekki heldur páskapúkinn og bönní kanínan.vísir/elísabet Útlit bjórsins Wingman slapp þó ekki í gegn þegar forsvarsmenn birgjans sóttu um að fá hann í sölu. „Sökum þessa fugls hér af því hann er talinn höfða til barna,“ segir Ingi Már Kjartansson, forstöðumaður birgjans JG Bjórs. Niðurstaða sem kom forsvarsmönnum birgjans á óvart í ljósi vöruúrvals ríkisfyrirtækisins. „Í rauninni fáum engar skýringar aðrar en: Þetta er bara svona, okkur finnst þetta bara.“ Ákvörðunin sé huglægt mat starfsmanna Vínbúðarinnar. „Okkur er sagt að ef við náum að afmá þennan fugl þá sé þetta í lagi, þannig okkar tillaga var að setja miða yfir sem útskýrir af hverju hann er ekki leyfður... og það er leyft.“ Framleiðandinn, Brewdog er skoskt brugghús og selur bjóra í verslunum um allan heim án vandræða. Bjórinn sé hvergi bannaður í sinni upprunalegu mynd, nema í áfengisverslun íslenska ríkisins. Ramminn óskýr Hann segist skilja rök að baki reglunni en gagnrýnir að jafnræðis sé ekki gætt. „Mér finnst ramminn ekkert mjög skýr, hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Þarna ákveða þeir þetta og bakka ekkert þó við bendum á að þetta sé ekkert annað en margt sem er í gangi í Vínbúðinni, þannig nei - þetta er svona einkennilegt.“ Bjórinn hægra megin á myndinni er ritskoðaður. Hinn ekki.vísir/elísabet Fyrir börnin Ingi og samstarfsmenn hans þurfi því að handlíma miðana á hverja og eina dós. „Já, það er bara planið. Við setjum miða á allar dósir og þá þarf enginn að sjá þennan fugl.“ Og þetta er gert vegna barnanna? „Þetta er gert fyrir börnin.“ Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan.
Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira