„Þær skoruðu full auðveldlega á okkur í dag“ Siggeir Ævarsson skrifar 17. apríl 2024 21:31 Arnar Guðjónsson hugsi á hliðarlínunni Vísir/Pawel Stjörnukonur voru grátlega nálægt því að knýja fram framlengingu á Ásvöllum í kvöld en lokaskot Ísoldar Sævarsdóttur var örlítið of stutt. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, notaði skrautleg orð um hversu litlu munaði áður en viðtalið hófst formlega og verða þau ekki færð í prent að þessu sinni. „Þetta var bara geggjaður körfuboltaleikur og við gerðum vel í að koma til baka. En, munaði litlu og það er eins og það er.“ Þegar munurinn var orðinn 18 stig í fjórða leikhluta hefðu eflaust margir lagt árar í bát og Arnar var í raun nánast búinn að sætta sig við tap á þeim tímapunkti en leikmenn hans höfðu aðrar hugmyndir. „Ég var að pæla í að fara að setja allar á bekkinn og hvíla þær fyrir næsta leik. Svo koma þær bara með áhlaup og gera fáránlega vel. Það munaði litlu en við grófum okkur alltof djúpa holu sem var erfitt að komast upp úr.“ Haukar hafa verið að pressa Stjörnuna stíft í þessu einvígi, sem er eitthvað sem margir af leikmönnum liðsins þekkja vel úr yngri flokkum þar sem þær pressuðu sjálfar alltaf allan völl í öllum leikjum. Mögulega eru þær aðeins að fá að smakka á eigin meðali en Arnar hafði ekki miklar áhyggjur af pressuvörn Hauka. „Mér fannst við ekki lenda í vandræðum með það í dag. Mér fannst við leysa það oft vel og miklu betur en í undanförnum leikjum. Sérstaklega í leik eitt. Það kom kafli í leik tvö en í dag bara leystum við þetta vel. Þannig að það var ekki vandamálið.“ „Kannski er stærsti hlutinn af vandamálinu að þær eru aðeins stærri en sterkari en við. Það var frekar að við réðum illa við þær sóknarlega. Þær skoruðu full auðveldlega á okkur í dag og gerðu bara vel, hittu úr fullt af erfiðum skotum.“ Eftir lokasprett eins og þennan er ljóst að þetta einvígi getur vel farið í oddaleik og Arnar var nokkuð brattur fyrir næsta leik. „Við vorum augljóslega bara svolítið hræddar í dag. Þetta er stórt svið, þetta er svolítið nýtt. Við vorum hræddar í upphafi leiks og við ætlum ekki að vera það aftur. Þetta er bara körfubolti og fimm á fimm og fer aldrei verr en illa. Við ætlum bara að fara „all-in“ á sunnudaginn.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Sjá meira
„Þetta var bara geggjaður körfuboltaleikur og við gerðum vel í að koma til baka. En, munaði litlu og það er eins og það er.“ Þegar munurinn var orðinn 18 stig í fjórða leikhluta hefðu eflaust margir lagt árar í bát og Arnar var í raun nánast búinn að sætta sig við tap á þeim tímapunkti en leikmenn hans höfðu aðrar hugmyndir. „Ég var að pæla í að fara að setja allar á bekkinn og hvíla þær fyrir næsta leik. Svo koma þær bara með áhlaup og gera fáránlega vel. Það munaði litlu en við grófum okkur alltof djúpa holu sem var erfitt að komast upp úr.“ Haukar hafa verið að pressa Stjörnuna stíft í þessu einvígi, sem er eitthvað sem margir af leikmönnum liðsins þekkja vel úr yngri flokkum þar sem þær pressuðu sjálfar alltaf allan völl í öllum leikjum. Mögulega eru þær aðeins að fá að smakka á eigin meðali en Arnar hafði ekki miklar áhyggjur af pressuvörn Hauka. „Mér fannst við ekki lenda í vandræðum með það í dag. Mér fannst við leysa það oft vel og miklu betur en í undanförnum leikjum. Sérstaklega í leik eitt. Það kom kafli í leik tvö en í dag bara leystum við þetta vel. Þannig að það var ekki vandamálið.“ „Kannski er stærsti hlutinn af vandamálinu að þær eru aðeins stærri en sterkari en við. Það var frekar að við réðum illa við þær sóknarlega. Þær skoruðu full auðveldlega á okkur í dag og gerðu bara vel, hittu úr fullt af erfiðum skotum.“ Eftir lokasprett eins og þennan er ljóst að þetta einvígi getur vel farið í oddaleik og Arnar var nokkuð brattur fyrir næsta leik. „Við vorum augljóslega bara svolítið hræddar í dag. Þetta er stórt svið, þetta er svolítið nýtt. Við vorum hræddar í upphafi leiks og við ætlum ekki að vera það aftur. Þetta er bara körfubolti og fimm á fimm og fer aldrei verr en illa. Við ætlum bara að fara „all-in“ á sunnudaginn.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Sjá meira