Körfubolti

Ramos rekinn úr húsi fyrir að sparka í klof Bookers

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Booker fékk ágætis högg á viðkvæman stað.
Booker fékk ágætis högg á viðkvæman stað. Vísir/Hulda Margrét

David Ramos, leikmaður Hattar, var rekinn af velli í leik Hattar og Vals sem nú fer fram á Hlíðarenda í rimmu liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla. Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan.

Leikurinn var stál í stál þegar miðbik 2. leikhluta nálgaðist, staðan 29-28. Gestirnir voru í sókn þar sem Frank Aron Booker setti hendi sína út með þeim afleiðingum að Ramos féll til jarðar.

Ramos brást við með því að sparka frá sér og virtist smellhitta Booker á staðinn sem enginn vill fá högg á. Orð segja meira en þúsund orð en myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.

Klippa: Subway-deild karla: Ramos rekinn úr húsi fyrir að því virðist sparka í klof Booker

Valsmenn unnu á endanum leikinn og leiða nú einvígið 2-1. Sigur á Egilsstöðum í næsta leik og þeir eru komnir í undanúrslit.


Tengdar fréttir

Leik lokið: Valur - Höttur 94-74 | Valsmenn taka forystuna í einvíginu

Valur hafði betur gegn Hetti í þriðja leik liðanna í úrslitakeppni Subway deildar karla. Lokatölur 94-74.Liðin höfðu unnið sitt hvorn leik fyrir þennan, Valur þann fyrsta á Hlíðarenda og Höttur vann annan leikinn fyrir austan. Staðan í einvíginu er því 2-1 Valsmönnum í vil.Uppgjörið og viðtöl berast á Vísi síðar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×