Segjast hafa skotið niður dýrmæta sprengjuflugvél Samúel Karl Ólason skrifar 19. apríl 2024 09:44 Úkraínumenn segjast hafa skotið sprengjuflugvélina niður í um þrjú hundruð kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Úkraínskir hermenn segjast hafa skotið niður verðmæta rússneska sprengjuflugvél. Flugvélin er af gerðinni Tu-22M3 en þær eru meðal annars notaðar til að skjóta eld- og stýriflaugum að Úkraínu. Einn flugmaður af fjórum úr áhöfn flugvélarinnar er sagður hafa látið lífið. Ráðamenn í Kreml segja að flugvélin hafi ekki verið skotin niður, heldur hafi hún hrapað vegna bilunar. Rússar hafa ítrekað haldið því fram þegar skipum þeirra hefur verið sökkt eða flugvélar skotnar niður að svo hafi í raun ekki gerst. Sjá einnig: Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Úkraínumenn birtu í morgun myndband sem ku hafa verið tekið upp í stjórnstöð loftvarnarkerfisins sem notað var til að skjóta sprengjuflugvélina niður. Ekki liggur fyrir hvurslags loftvarnarkerfi um er að ræða. - 22 3 , .https://t.co/DlV2oRKFcC pic.twitter.com/Hp50GmTWZq— ( ) (@Shtirlitz53) April 19, 2024 Skortur á loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau kerfi sem þeir eiga hefur reynst Úkraínumönnum erfiður á undanförnum vikum. Mikill kraftur hefur færst í eld- og stýriflaugaárásir Rússa og rússneskar flugvélar eru sagðar geta flogið yfir víglínunni í Úkraínu í mun meiri mæli en áður. Sjá einnig: Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Minnst níu manns létu lífið í árás í Dnípróhéraði Úkraínu í nótt og 29 eru særðir. Úkraínumenn segja fjórtán Shahed sjálfsprengidróna hafa verið notaða til árásarinnar auk 22 eld- og stýriflauga. Allir drónarnir og fimmtán eld- og stýriflaugar munu hafa verið skotnar niður. russia's missile attack on Dnipro and the region claimed the lives of at least nine people and injured 29 more. The terrorists once again targeted civilian infrastructure.We need a sufficient number of air defense systems. Not tomorrow, but today.#UkraineNeedsAirDefense pic.twitter.com/TYhKPCytWL— Defense of Ukraine (@DefenceU) April 19, 2024 Fyrr í vikunni féllu átján manns í sambærilegri árás á Tjerníhív. Orkuinnviðir Úkraínu hafa einnig orðið illa úti vegna endurtekinna árása Rússa á undanförnum vikum. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32 Johnson í erfiðri stöðu Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið. 18. apríl 2024 16:38 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Mannskæð loftárás Rússa í Norður-Úkraínu Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum. 17. apríl 2024 11:18 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Einn flugmaður af fjórum úr áhöfn flugvélarinnar er sagður hafa látið lífið. Ráðamenn í Kreml segja að flugvélin hafi ekki verið skotin niður, heldur hafi hún hrapað vegna bilunar. Rússar hafa ítrekað haldið því fram þegar skipum þeirra hefur verið sökkt eða flugvélar skotnar niður að svo hafi í raun ekki gerst. Sjá einnig: Skutu niður þrjár rússneskar sprengjuvélar Úkraínumenn birtu í morgun myndband sem ku hafa verið tekið upp í stjórnstöð loftvarnarkerfisins sem notað var til að skjóta sprengjuflugvélina niður. Ekki liggur fyrir hvurslags loftvarnarkerfi um er að ræða. - 22 3 , .https://t.co/DlV2oRKFcC pic.twitter.com/Hp50GmTWZq— ( ) (@Shtirlitz53) April 19, 2024 Skortur á loftvarnarkerfum og flugskeytum í þau kerfi sem þeir eiga hefur reynst Úkraínumönnum erfiður á undanförnum vikum. Mikill kraftur hefur færst í eld- og stýriflaugaárásir Rússa og rússneskar flugvélar eru sagðar geta flogið yfir víglínunni í Úkraínu í mun meiri mæli en áður. Sjá einnig: Sirskí segir stöðuna hafa versnað töluvert Minnst níu manns létu lífið í árás í Dnípróhéraði Úkraínu í nótt og 29 eru særðir. Úkraínumenn segja fjórtán Shahed sjálfsprengidróna hafa verið notaða til árásarinnar auk 22 eld- og stýriflauga. Allir drónarnir og fimmtán eld- og stýriflaugar munu hafa verið skotnar niður. russia's missile attack on Dnipro and the region claimed the lives of at least nine people and injured 29 more. The terrorists once again targeted civilian infrastructure.We need a sufficient number of air defense systems. Not tomorrow, but today.#UkraineNeedsAirDefense pic.twitter.com/TYhKPCytWL— Defense of Ukraine (@DefenceU) April 19, 2024 Fyrr í vikunni féllu átján manns í sambærilegri árás á Tjerníhív. Orkuinnviðir Úkraínu hafa einnig orðið illa úti vegna endurtekinna árása Rússa á undanförnum vikum.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32 Johnson í erfiðri stöðu Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið. 18. apríl 2024 16:38 Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27 Mannskæð loftárás Rússa í Norður-Úkraínu Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum. 17. apríl 2024 11:18 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Handtekinn í tengslum við áform um að ráða Selenskí af dögum Pólskur maður hefur verið handtekinn í tengslum við áform rússneskra yfirvalda um að ráða Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta af dögum. Þetta segja saksóknarar í Póllandi og Úkraínu. 19. apríl 2024 06:32
Johnson í erfiðri stöðu Frumvarp um frekari hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum til Úkraínu hefur færst nær því að verða lagt fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings, eftir að hafa setið þar fast í marga mánuði. Mike Johnson, þingforseti, kæmi frumvarpinu ekki í gegnum þingið án aðstoðar Demókrata og það gæti þar að auki kostað hann embættið. 18. apríl 2024 16:38
Útsendarar Rússa sakaðir um skipulagningu árása í Þýskalandi Lögregluþjónar í Bæjarlandi í Þýskalandi hafa handtekið tvo menn sem grunaðir eru um njósnir fyrir yfirvöld í Rússlandi. Þeir eru meðal annars sakaðir um að skipuleggja skemmdarverk og fyrir að ætla að framleiða sprengiefni, með því markmiði að skaða hernaðaraðstoð Þjóðverja til Úkraínu. 18. apríl 2024 14:27
Mannskæð loftárás Rússa í Norður-Úkraínu Þrettán eru sagðir fallir í það minnsta og rúmlega sextíu særðir eftir að þrjú rússnesk flugskeyti hæfðu íbúðarblokk nærri miðborg Tsjérnihiv í norðanverðri Úkraínu í morgun. Enn er leitað að fórnarlömbum í húsarústum. 17. apríl 2024 11:18