Cox segir Phoenix ömurlegan sem Napóleon Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2024 12:30 Leikaraslagur: Brian Cox telur sjálfan sig hafa getað staðið sig betur en Joaquin Phoenix. EPA Skoski leikarinn Brian Cox gefur lítið fyrir frammistöðu Joaquin Phoenix í kvikmynd Ridley Scott um Napóleon, sem var sýnd á síðasta ári. Cox ,sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn sem fjölskyldufaðirinn Logan Roy í sjónvarpsþáttunum Succession og hefur einnig gert garðinn frægan í leikhúsi, telur sjálfan sig hafa geta gengið betur frá hlutverki franska þjóðarleiðtogans Napóleons Bónaparte. „Hræðileg. Hún er hræðileg. Svo sannarlega hræðileg frammistaða hjá Joaquin Phoenix. Hún var alveg voðaleg. Ég veit ekki hvað hann var að hugsa. Ég held að það sé honum sjálfum að kenna, og ég held að Ridley Scott hafi ekki hjálpað honum,“ sagði Cox í pallborðsumræðumá ráðstefnunni HistFest sem fer fram í London, en Evening Standard greinir frá. „Ég held að ég hefði staðið mig talsvert betur en Joaquin Phoenix, ég get sagt ykkur það. Þið getið sagt að þetta hafi verið gott drama. Nei – þetta eru lygar.“ Þá hefur Evening Standard einnig eftir Cox að Napóleon hans Phoenix hafi verið kjánaleg. Hann ræddi einnig um sögulega nákvæmni í kvikmyndum, og gaf til kynna að henni væri oft fórnað fyrir betri dramtík. „Braveherart er algjört rugl,“ sagði Cox. „Mel Gibson var æðislegur en þetta var haugalygi. Hann barnaði aldrei frönsku prinsessuna. Sú mynd er bull.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Cox ,sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn sem fjölskyldufaðirinn Logan Roy í sjónvarpsþáttunum Succession og hefur einnig gert garðinn frægan í leikhúsi, telur sjálfan sig hafa geta gengið betur frá hlutverki franska þjóðarleiðtogans Napóleons Bónaparte. „Hræðileg. Hún er hræðileg. Svo sannarlega hræðileg frammistaða hjá Joaquin Phoenix. Hún var alveg voðaleg. Ég veit ekki hvað hann var að hugsa. Ég held að það sé honum sjálfum að kenna, og ég held að Ridley Scott hafi ekki hjálpað honum,“ sagði Cox í pallborðsumræðumá ráðstefnunni HistFest sem fer fram í London, en Evening Standard greinir frá. „Ég held að ég hefði staðið mig talsvert betur en Joaquin Phoenix, ég get sagt ykkur það. Þið getið sagt að þetta hafi verið gott drama. Nei – þetta eru lygar.“ Þá hefur Evening Standard einnig eftir Cox að Napóleon hans Phoenix hafi verið kjánaleg. Hann ræddi einnig um sögulega nákvæmni í kvikmyndum, og gaf til kynna að henni væri oft fórnað fyrir betri dramtík. „Braveherart er algjört rugl,“ sagði Cox. „Mel Gibson var æðislegur en þetta var haugalygi. Hann barnaði aldrei frönsku prinsessuna. Sú mynd er bull.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira