Að taka afstöðu er einkamál hvers og eins Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2024 21:01 „Nú ég hélt Jón að við ætluðum að skiptast á atvkæðum?“ sagði Baldur en Halla benti á fegurð lýðræðisins. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir, Baldur Þórhallsson, og Jón Gnarr, forsetaframbjóðendur voru spurð í Pallborðinu á Vísi í dag út í það hvern þau myndu kjósa til embættis forseta Íslands ef þau væru ekki sjálf í framboði. Halla benti á að það væri einkamál hvers og eins hvern maður kysi. „Ásdísi Rán, ekki spurning,“ svaraði Jón Gnarr. „Nú ég hélt Jón að við ætluðum að skiptast á atkvæðum?“ sagði Baldur og uppskar hlátur frá Jóni. Baldur bætti þó við að hann væri að grínast. „Ég er þó sannfærður um það að ég myndi kjósa rétt.“ Halla gaf öllu ítarlegra svar, án þess þó að gefa upp nafn. „Ég verð að segja ykkur sögu þessu tengdu. Afi var hreppstjóri fyrir austan, aðeins austar en þú Baldur. Þar var alltaf mikið rætt um pólitík og síðan fóru allir inn að kjósa, og svo þurfti að innsigla atkvæðin. Hann sagði mér þessa sögu svo oft: Þegar það var verið að dreypa rauða vaxinu og innsigla hvert atkvæði. Það er auðvitað fegurð lýðræðisins. Þegar kemur að leikslokum, þegar þessari kosningabaráttu líkur, þá fær þjóðin að kjósa,“ sagði hún. „Við erum að reyna að fá fólk til að taka þátt í lýðræðinu, máta sig við ólíka frambjóðendur, hvaða gildi sýn og áherslur það vill sjá. En vitandi það að þegar kemur að lokametrunum þá er það fólkið í landinu sem kýs.“ Það svarar samt ekki spurningunni. Hvern myndir þú kjósa? „Jú það er akkúrat rúsínan í pylsuendanum, að við eigum þann rétt að fá að kjósa án þess að deila því með neinum öðrum. Þetta er í raun og veru einkamál hvers og eins að fá að taka þá afstöðu í friði,“ sagði Halla. Forsetakosningar 2024 Pallborðið Forseti Íslands Tengdar fréttir Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. 19. apríl 2024 14:18 Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. 19. apríl 2024 11:10 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
„Ásdísi Rán, ekki spurning,“ svaraði Jón Gnarr. „Nú ég hélt Jón að við ætluðum að skiptast á atkvæðum?“ sagði Baldur og uppskar hlátur frá Jóni. Baldur bætti þó við að hann væri að grínast. „Ég er þó sannfærður um það að ég myndi kjósa rétt.“ Halla gaf öllu ítarlegra svar, án þess þó að gefa upp nafn. „Ég verð að segja ykkur sögu þessu tengdu. Afi var hreppstjóri fyrir austan, aðeins austar en þú Baldur. Þar var alltaf mikið rætt um pólitík og síðan fóru allir inn að kjósa, og svo þurfti að innsigla atkvæðin. Hann sagði mér þessa sögu svo oft: Þegar það var verið að dreypa rauða vaxinu og innsigla hvert atkvæði. Það er auðvitað fegurð lýðræðisins. Þegar kemur að leikslokum, þegar þessari kosningabaráttu líkur, þá fær þjóðin að kjósa,“ sagði hún. „Við erum að reyna að fá fólk til að taka þátt í lýðræðinu, máta sig við ólíka frambjóðendur, hvaða gildi sýn og áherslur það vill sjá. En vitandi það að þegar kemur að lokametrunum þá er það fólkið í landinu sem kýs.“ Það svarar samt ekki spurningunni. Hvern myndir þú kjósa? „Jú það er akkúrat rúsínan í pylsuendanum, að við eigum þann rétt að fá að kjósa án þess að deila því með neinum öðrum. Þetta er í raun og veru einkamál hvers og eins að fá að taka þá afstöðu í friði,“ sagði Halla.
Forsetakosningar 2024 Pallborðið Forseti Íslands Tengdar fréttir Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. 19. apríl 2024 14:18 Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. 19. apríl 2024 11:10 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Baldur segir lygasögur ekki hafa nein áhrif á þá Felix Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi telur að allir sem sækist eftir embættinu megi búast við því að skrökvað verði um sig. Facebook-síðan Bessastaðabaráttan, sem nú hefur verið tekin niður, hélt úti rætinni herferð gegn Baldri. 19. apríl 2024 14:18
Svona var Pallborðið með Baldri, Höllu Hrund og Jóni Forsetaframbjóðendurnir Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor, Jón Gnarr listamaður og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri verða gestir Pallborðsins í dag, þar sem til umræðu verða niðurstöður skoðanakannana og fyrstu vikur kosningabaráttunnar. Þátturinn er í beinni útsendingu og lifandi textalýsingu. 19. apríl 2024 11:10