Íkveikjan ekki talin hafa beinst að Trump eða réttarhöldunum Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2024 00:00 Lögreglukona merkir verksummerki eftir að karlmaður kveikti í sér fyrir utan dómshús á Manhattan í dag. Vísir/EPA Lögreglan í New York telur ekki að karlmaður á fertugsaldri sem kveikti í sjálfum sér fyrir utan dómshús þar sem réttað er yfir Donald Trump hafi ætlað sér að skaða Trump eða aðra. Maðurinn er sagður í lífshættu á sjúkrahúsi. Vitni segja að maðurinn hafi dregið dreifibréf upp úr bakpoka og kastað þeim á jörðina áður en hann helti yfir sig vökva og kveikti í sér í Collect Pond-garðinum gegnt dómshúsinu á Manhattan í dag. Réttarhöld í sakamáli á hendur Trump stóðu þá yfir í dómshúsinu. Almennir borgarar og lögreglumenn hlupu að manninum og notuðu jakka og slökkvitæki þess að að kæfa logana áður en slökkviliðsmenn komu á staðinn. Fjórir lögreglumenn slösuðust lítillega, að sögn Washington Post. Maðurinn brann í nokkrar mínútur fyrir framan fjölda sjónvarpsupptökuvéla fjölmiðla sem fylgjast með réttarhöldunum yfir fyrrverandi forsetanum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tarik Sheppard, aðstoðarlögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi að maðurinn virtist vera einhvers konar samsæriskenningasinni. Hann hafi ekki virst beina spjótum sínum að Trump eða nokkrum öðrum sem tengist réttarhöldunum. Bensínbrúsi á vettvangi íkveikjunnar í Collect Pond-garðinum á Manhattan. Maðurinn er sagður hafa hellt yfir sig eldsneyti áður en hann lagði eld að sjálfum sér.AP/Mary Altaffer Maðurinn, sem ferðaðist frá heimili sínu í Flórída til New York í vikunni, birti yfirlýsingu á bloggsíðu sinni þar sem hann boðaði að hann ætlaði að kveikja í sér. Þar bað hann vini sína, sjónarvotta og viðbragðsaðila afsökunar. Lýsti hann fyrirætlunum sínum sem öfgakenndum mótmælum gegn því sem hann kallaði margbiljóna dollara svikamyllu auðkýfinga sem væri ætlað að rústa hagkerfi heimsins. Á dreifibréfunum sem hann hafði með sér í garðinn talaði hann um samsæriskenningar um að New York-háskóli (NYU) væri skálkaskjól fyrir mafíuna. Julie Berman, ljósmyndari sem var að taka myndir af stuðningsfólki og andstæðingum Trump, segir Washington Post að hún hafi séð manninn kveikja í sér. Hann hafi haldið á spjaldi um að Trump og Joe Biden forseti ynnu saman að valdaráni. Þrátt fyrir að uppákoman hafi átt sér stað fyrir utan öryggisgirðingar í kringum dómshúsið ætlar lögreglan að fara yfir viðbúnað þar og meta hvort að takmarka þurfi umferð almennings um garðinn á meðan á réttarhöldunum yfir Trump stendur. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kveikti í sér fyrir utan dómshúsið þar sem réttað er yfir Trump Karlmaður kveikti í sjálfum sér í garði gegnt dómshúsinu þar sem réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fara fram á Manhattan í New York. Vegfarendur slökktu í manninum sem var fluttur burt á sjúkrabörum. 19. apríl 2024 19:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Sjá meira
Vitni segja að maðurinn hafi dregið dreifibréf upp úr bakpoka og kastað þeim á jörðina áður en hann helti yfir sig vökva og kveikti í sér í Collect Pond-garðinum gegnt dómshúsinu á Manhattan í dag. Réttarhöld í sakamáli á hendur Trump stóðu þá yfir í dómshúsinu. Almennir borgarar og lögreglumenn hlupu að manninum og notuðu jakka og slökkvitæki þess að að kæfa logana áður en slökkviliðsmenn komu á staðinn. Fjórir lögreglumenn slösuðust lítillega, að sögn Washington Post. Maðurinn brann í nokkrar mínútur fyrir framan fjölda sjónvarpsupptökuvéla fjölmiðla sem fylgjast með réttarhöldunum yfir fyrrverandi forsetanum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tarik Sheppard, aðstoðarlögreglustjóri, sagði á fréttamannafundi að maðurinn virtist vera einhvers konar samsæriskenningasinni. Hann hafi ekki virst beina spjótum sínum að Trump eða nokkrum öðrum sem tengist réttarhöldunum. Bensínbrúsi á vettvangi íkveikjunnar í Collect Pond-garðinum á Manhattan. Maðurinn er sagður hafa hellt yfir sig eldsneyti áður en hann lagði eld að sjálfum sér.AP/Mary Altaffer Maðurinn, sem ferðaðist frá heimili sínu í Flórída til New York í vikunni, birti yfirlýsingu á bloggsíðu sinni þar sem hann boðaði að hann ætlaði að kveikja í sér. Þar bað hann vini sína, sjónarvotta og viðbragðsaðila afsökunar. Lýsti hann fyrirætlunum sínum sem öfgakenndum mótmælum gegn því sem hann kallaði margbiljóna dollara svikamyllu auðkýfinga sem væri ætlað að rústa hagkerfi heimsins. Á dreifibréfunum sem hann hafði með sér í garðinn talaði hann um samsæriskenningar um að New York-háskóli (NYU) væri skálkaskjól fyrir mafíuna. Julie Berman, ljósmyndari sem var að taka myndir af stuðningsfólki og andstæðingum Trump, segir Washington Post að hún hafi séð manninn kveikja í sér. Hann hafi haldið á spjaldi um að Trump og Joe Biden forseti ynnu saman að valdaráni. Þrátt fyrir að uppákoman hafi átt sér stað fyrir utan öryggisgirðingar í kringum dómshúsið ætlar lögreglan að fara yfir viðbúnað þar og meta hvort að takmarka þurfi umferð almennings um garðinn á meðan á réttarhöldunum yfir Trump stendur.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Kveikti í sér fyrir utan dómshúsið þar sem réttað er yfir Trump Karlmaður kveikti í sjálfum sér í garði gegnt dómshúsinu þar sem réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fara fram á Manhattan í New York. Vegfarendur slökktu í manninum sem var fluttur burt á sjúkrabörum. 19. apríl 2024 19:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Sjá meira
Kveikti í sér fyrir utan dómshúsið þar sem réttað er yfir Trump Karlmaður kveikti í sjálfum sér í garði gegnt dómshúsinu þar sem réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fara fram á Manhattan í New York. Vegfarendur slökktu í manninum sem var fluttur burt á sjúkrabörum. 19. apríl 2024 19:00