Innlent

Stór skjálfti í Bárðar­bungu

Jón Þór Stefánsson skrifar
Bárðarbunga sést í fjarska
Bárðarbunga sést í fjarska Vísir/Vilhelm

Stór jarðskjálfti mældist í Bárðarbunguöskjunni snemma í morgun.

Samkvæmt uppfærðum stærðartölum var hann 5,4 að stærð, en fyrst hafði verið talað um að hann væri 5,35.

Skjálftinn mældist klukkan 6:37 í morgun. Í kjölfarið hafa nokkrir eftirskjálftar mælst, sá stærsti 2,5 að stærð.

Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að hann gæti hafa fundist lítillega í flestum landshlutum. Það er útskýrt með mynd Veðurstofunnar þar sem fjólublátt svæði sýnir það svæði þar sem fólk hafi getað orðið hans vart.

Fjólubláa svæðið sýnir hvar fólk gæti hafa fundið fyrir skjálftanum.Veðurstofa Íslands

Þrátt fyrir það hafa engar tilkynningar borist um að skjálftinn hafi fundist í byggð.

Um er að ræða stærsta skjálftan sem mælst hefur í Bárðarbungu frá því að eldgosinu í Holuhrauni lauk árið 2015.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×