Fótbolti

Hildur með stoðsendingu i endurkomusigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fortuna Sittard voru undir í hálfleik en áttu síðan mjög góðan seinni hálfleik.
Fortuna Sittard voru undir í hálfleik en áttu síðan mjög góðan seinni hálfleik. @fortuna.sittard

Íslendingaliðið Fortuna Sittard lenti í smá vandræðum á móti botnliði hollenska deildarinnar en náði að bjarga sér í seinni hálfleiknum.

Fortuna Sittard vann á endanum 4-2 útisigur á Excelsior eftir að hafa komist þremur mörkum yfir.

Eftir þennan sigur þá er Sittard í fjórða sæti deildarinnar, fjórum stigum frá þriðja sætinu en nítján stigum á eftir toppliði Twente.

Hildur Antonsdóttir, Lára Kristín Pedersen og María Ólafsdóttir Grós voru allar í byrjunarliði Sittard. María hafði skorað þrennu i bikarliðsins í vikunni á undan. María fór af velli í hálfleik og inn fyrir hana kom Hanna Huizenga sem átti heldur betur eftir að breyta leiknum.

Hanna Huizenga jafnaði metin á 53. mínútu og kom liðinu síðan yfir aðeins átta mínútum síðar. Hildur Antonsdóttir lagði upp seinna markið hennar.

Á 73. mínútu voru síðan úrslitin nánast ráðin eftir að Sittard komst í 3-1 með skallamarki Tessu Wullaert.

Þær voru samt ekki hættar og Wullaert bætti við öðru marki sínu í uppbótatíma áður en heimastúlkur minnkuðu muninn.

Lára Kristín fór af velli undir lok leiksisn en Hildur spilaði allar níutíu mínútur leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×